Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 75 manns fórust í jarðskjálfta sem reið yfir Christ- church, næststærstu borg Nýja-Sjá- lands, klukkan 12.51 að staðartíma í gær, kl. 23.51 í fyrrakvöld að íslensk- um tíma. Eyðileggingin var gríðarleg og talið var að tala látinna myndi hækka. Hundruð manna voru föst í húsarústum eftir skjálftann og marg- ir hrópuðu á hjálp. „Þetta kann að vera dapurlegasti dagur í sögu Nýja-Sjálands,“ sagði John Key, forsætisráðherra lands- ins, eftir skjálftann sem mældist 6,3 stig á Richterskvarða. „Þetta er borg sem er gripin algerri angist.“ Þetta er mannskæðasti jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi í að minnsta kosti 80 ár. Skjálftinn varð á hádegisverðar- tíma og margir voru því úti á göt- unum. Á meðal þeirra sem dóu voru farþegar tveggja strætisvagna sem eyðilögðust þegar byggingar hrundu á þá. Björgunarþyrlur voru notaðar til að sækja fólk sem beið á þökum bygginga eftir að stigagangar þeirra hryndu. Risastórir kranar voru einn- ig notaðir til að ná fólki út úr bygg- ingum. Hermenn voru kallaðir út til að aðstoða við björgunarstarfið og sums staðar reyndu borgarbúar að grafa með berum höndum í húsarúst- unum. Björgunarsveitir frá Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum voru sendar til borgarinnar. Margra enn leitað Nýsjálenskir fjölmiðlar höfðu eftir Bob Parker, borgarstjóra Christ- church, að um 120 manns hefði verið bjargað en yfir 300 manns er enn saknað. Óp heyrðust meðal annars frá stórri skrifstofubyggingu þar sem talið var að allt að 30 manns biðu eftir hjálp. Áströlsk sjónvarpsstöð náði sambandi við konu, Anne Voss, sem var föst undir skrifborði í bygging- unni en gat talað í farsíma. „Ég vona að þeir nái mér fljótlega vegna þess að ég hef verið hér svo lengi. Það er dimmt og hræðilegt að vera hérna,“ sagði hún. „Ég veit að mér blæðir og ég finn að gólfið er blautt. Ég held að það sé blóð.“ „Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af,“ sagði kona sem var á þriðju hæð annarrar byggingar en gat klifr- að niður dimman og hálfhruninn stigagang. „Þegar ég komst loksins út var ryk úti um allt – þetta var eins og vígvöllur.“ Annar borgarbúi sagði að engu væri líkara en öflugum sprengjum hefði verið varpað á miðborgina. Rafmagnslaust varð víða í borg- inni, götur skemmdust illa og vatn flæddi úr leiðslum sem sprungu. Íbúar Christchurch eru nær 400.000. Mun öflugri jarðskjálfti reið yfir borgina 4. september, en hann mældist 7 stig á Richterskvarða. Um 100.000 íbúðir skemmdust í þeim skjálfta en enginn fórst og aðeins tveir borgarbúar slösuðust alvarlega. Nýsjálenskir jarðskjálftafræðing- ar segja að þótt síðari skjálftinn hafi ekki verið eins öflugur hafi hann valdið meira tjóni en sá fyrri vegna þess að upptök skjálftans hafi verið nær miðborg Christchurch og grynnra en í september. Jarðskjálftafræðingurinn John Townend sagði að upptök síðari skjálftans hefðu verið fimm kíló- metra frá miðborginni en 30 kíló- metra í september. Upptökin voru á fjögurra kílómetra dýpi í síðari skjálftanum en 16 km í þeim fyrri. „Að jafnaði eru stórir jarðskjálftar sjaldgæfari í Christchurch en með- fram flekamótunum,“ sagði Gary Gibson, sem hefur stundað jarð- skjálftarannsóknir við Melbourne- háskóla. „Allir jarðskjálftarnir á Christchurch-svæðinu eru grunnir, þannig að tjónið verður meira en í dýpri flekamótaskjálftum af sama styrkleika.“ Íslendingar óhultir Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur haft samband við Íslend- inga sem dvelja á Nýja-Sjá- landi. „Við vitum ekki ann- að en að allir séu óhultir,“ sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins, í samtali við mbl.is. Hún sagði að nokkrir tugir Íslendinga væru á Nýja-Sjálandi og einhverjir þeirra hefðu orðið fyrir eignatjóni. Miðborgin eins og vígvöllur Reuters Angist Maður heldur á barni í Christchurch eftir jarðskjálftann. Borgarstjóri Christchurch sagði að borgin væri lömuð af angist eftir hamfarirnar.  Mannskæðasti jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi í a.m.k. 80 ár olli gríðarlegri eyðileggingu í Christchurch, næststærstu borg landsins  Engu var líkara en að öflugum sprengjum hefði verið varpað á borgina Heimildir: Reuters, fréttir nýsjálenskra fjölmiðla 2 km Wigram- flugvöllur Alþjóða- flugvöllur Christchurch Kyrrahaf Borgin var reist á smágerðri bergmylsnu, sandi og möl, með vatni undir. Í jarðskjálfta rís vatnið, blandast sandinum í ferli sem nefnist ysjun og verður til þess að jarðvegur missir stífni og burðarþol YSJUN JARÐVEGS VEGNA JARÐSKJÁLFTA Sandur og vatn Gata Setlag Jarðskjálfta- orka Sand- lag Vatn Upptökin Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richters og varð á hádegis- verðartíma þegar margir voru úti á götunum Miðborg Christchurch Borgarstjórinn sagði að miðborgin væri eins og vígvöllur, margar byggingar hefðu eyðilagst eða stórskemmst, m.a. dómkirkjan Opawa Sumner Lyttelton Svæði þar sem tjónið var mest Byggingar sem eyðilögðust Nýja-Sjáland er á svæði sem nefnt hefur verið „eldhringur- inn“ í Kyrrahafi og jarðskjálftar eru mjög algengir í landinu. Eld- hringurinn liggur meðfram Suð- ur- og Norður-Ameríku, suður yfir Japan, Filippseyjar og til Nýja-Sjálands. Landið liggur á mótum tveggja jarðskorpufleka, Kyrrahafsflekans og Ástralíu- flekans. Alls verða allt að 15.000 skjálftar á Nýja-Sjálandi á ári, þar af um 20 sem mælast 5 stig eða meira. Dag hvern verður að jafnaði a.m.k. einn skjálfti sem mælist 4 stig á Richter eða meira. Langöflugasti skjálftinn eftir að Evrópumenn tóku að setjast að á Nýja-Sjálandi reið yfir Norðurey 23. jan- úar 1855. Hann var 8,2 stig og kostaði níu manns lífið. Mannskæðasti skjálftinn varð 3. febrúar 1931 þegar 256 manns fórust. Sá skjálfti var 7,8 stig. Skjálftar dag- legt brauð LIGGUR Á FLEKAMÓTUM Konur hugga hvor aðra í Christchurch. „Stærstu mistök Muammars Gadd- afis voru þau að hann byggði veldi sitt á eintómum ótta,“ segir Omar Amer, félagi í líbískri ungmenna- hreyfingu sem berst gegn einræðis- stjórninni í Líbíu með því að hvetja til mótmæla á Facebook-síðu sinni. „Hann vanrækti menntamálin og þróunarverkefni. Hann hélt þorra íbúanna í miðaldamyrkri og byggði mátt sinn á ótta með því að láta pynta og drepa pólitíska andófs- menn. En óttinn, sem Gaddafi byggði veldi sitt á, er horfinn og það var síðasta skjól hans,“ hefur Los Angeles Times eftir Amer. Svo virðist sem Gaddafi hafi van- metið óánægju almennings, misst stuðning mikilvægra bandamanna og reitt sig sífellt meira á öryggis- sveitir sínar í von um að kúgunin dygði til að halda völdunum. Mikil óvissa ríkir um hver geti tek- ið við völdunum. Sérfræðingar í mál- efnum landsins segja að fyrir mót- mælin hafi synir Gaddafis verið líklegastir til að taka við af honum og þá einkum Saif al-Islam sem hafði boðað umbætur. Sá möguleiki virðist hins vegar hafa horfið með sjón- varpsávarpi Saifs á sunnudagskvöld þegar hann hafði í hótunum og var- aði við borgarastríði. „Saif var talinn vinveittastur Vesturlöndum og frjálslyndasti maðurinn í fjölskyld- unni og í mestu tengslum við unga fólkið – og hann klúðraði þessu,“ hef- ur The Guardian eftir einum sér- fræðinganna, Charles Gurdon. Blaðið hefur eftir stjórnarerind- reka að í Líbíu sé enginn stjórnar- andstöðuleiðtogi eða flokkur sem sé nógu öflugur til að geta tekið við völdunum eftir stjórnarbyltingu, ólíkt löndum á borð við Egyptaland, Jórdaníu eða Barein. „Í Líbíu blasir aðeins við óstöðugleiki, glundroði og ofbeldi.“ bogi@mbl.is 200 km MÓTMÆLIN Í LÍBÍU Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla L Í B Í A Trípolí Ras Lanuf Misrata Darnah Al-Bayda Ajdabiya TÚNIS G R I K K L A N D Miðjarðarhaf TRÍPOLÍ Herþotur gerðu árásir á hópa mót- mælenda Benghazi Mótmælin hófust hér MALTA Tveir flugmenn flúðu þangað á orrustuþotum eftir að þeim var skipað að gera sprengjuárás á mótmælendur STAÐIR ÞAR SEM ÁTÖK HAFA BLOSSAÐ UPP Síðasta skjólið horfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.