Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Icesave-spunavél rík-isstjórn- arinnar hefur eina ferðina enn verið sett í gang til að reyna að þvinga skuldir Landsbankans gamla upp á íslenska skattgreiðendur. Í spunavélinni vegna Icesave III eru að mestu sömu þátt- takendur og studdu Icesave I og Icesave II, auk óvæntra þátttakenda úr annarri átt. En þrátt fyrir allan spun- ann eru flestir búnir að átta sig á að áróðurinn um að okkar biðu stórhættuleg dómsmál átti ekki við rök að styðjast. Nú þorir enginn sem vill láta taka mark á sér að halda því fram að Bretar og Hollendingar geti höfðað mál fyrir öðrum dómstólum en innlendum til að gera kröfu á hendur íslenska rík- inu. Því er hins vegar enn haldið að fólki að hugsanlegt sé að álit verði fengin frá er- lendum dómstólum, en við- urkennt er að þau álit eru ekki bindandi hér. Þess vegna er því haldið fram að sú staða geti komið upp að þessi álit verði notuð til að halda uppi pólitískum þrýst- ingi gagnvart Íslandi. Það er sem sagt viðurkennt að póli- tískur þrýstingur er það helsta sem getur komið út úr dómsmáli, enda sé ólíklegt að Bretar og Hollendingar fari í alvöru dómsmál, þar sem staða þeirra sé afar veik, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa áður kynnst pólitískum þrýst- ingi og vita að þeir þurfa ekki að óttast hann, að minnsta kosti ekki ef ráðamenn landsins standa í lappirnar og halda fram málstað og hagsmunum Íslendinga í stað þess að lyppast niður við fyrsta tækifæri. Aðrar þjóðir gera ekkert með þennan pólitíska þrýsting sem um ræðir og engin ástæða er fyrir okkur að gera það. Og að láta sér detta í hug að greiða tugi eða hundruð milljarða króna til að losna við „pólitískan þrýsting“ er alveg æv- intýralega fjarstæðukennt. Hæpið er að nokkur önnur þjóð mundi láta sér detta í hug að fallast á ólögmætar kröfur af því tagi sem beint er að okkur Íslendingum. Eins og hér hefur áður verið bent á fullyrti leiðarahöf- undur Financial Times til að mynda, eftir að Icesave III- samningurinn hafði verið kynntur í desember sl., að Bretar og Hollendingar myndu aldrei fallast á slíkar kröfur. Stjórnvöldum í þess- um löndum dytti að sjálf- sögðu ekki í hug að leggja þungar byrðar á skattgreið- endur sína vegna ólögmætra krafna erlendra ríkja. Engin ábyrg stjórnvöld myndu fall- ast á slíkar kröfur. „Dómstólaleiðin“ svokallaða er aðeins spuni og pólitískur þrýstingur} Afleiðingarnar væru „pólitískur þrýstingur“ Sjálfbær þróunvar tískuorð um tíma. Og líka sú ósjálfbæra. Röksemdir rík- isstjórnarinnar eru dæmi um hið síðarnefnda. Þær éta sig sjálfar en fá þó enga næringu. Samningaleiðin eða dóm- stólaleiðin eru kostirnir, sagði ríkisstjórnin. Vitað hef- ur verið og byrjað er að við- urkenna það að þjóðarat- kvæðið snýst bara um að ógilda lög um óþjóðlegan og efnahagslega hættulegan samning. Íslendingar eru ekki að fara í mál við neinn. Og Bretar og Hollendingar ekki heldur. Þeir hafa ekki efni á því að tapa slíku máli. Þar er meira undir en þeir peningar sem þeir eru fyrir löngu búnir að afskrifa. EFTA-dómstóllinn er að sögn ESA ómerkilegur stimpilp- úði. Það er heldur leiðinlegt ef rétt reynist. En skiptir þó litlu máli. Eina raunverulega hættan sem fylgt getur vangavelt- um úr EFTA- dómstólnum er að þær geti orðið gleðispillir í að- lögunarferli rík- isstjórnarinnar inn í ESB. Hver hefur áhyggjur af því? Ekki þjóðin. Hún á enga sam- leið með ríkisstjórninni í því máli. Næstu rök: Icesave- málið er of flókið til að þjóðin megi greiða um það atkvæði. Eftir synjun forseta: Icesave- málið er ekki nógu flókið. Við ætlum að bæta stjórnlaga- þingskosningum saman við til að freista þess að gera alla kexruglaða, segir rík- isstjórnin. Þriðju rök: Við höfum hent óhemjulegum fjármunum í bankana sem út- lendingar eiga að mestu. Því er rétt að henda enn þá meiri peningum í Icesave, þótt við tökum undir að lög standi ekki til þess. Þessi rök náðu ekki að éta sig sjálf, þeim svelgdist á sér. Rök ríksstjórn- arinnar eru í góðu samræmi við mál- staðinn} Kexrugluð rök Í spjalli fyrir stuttu flaug á loft það gamla orðtak að einhver hefði ask- lok fyrir himin. Þá sjaldan maður heyrir það orðtak er það notað sem niðrandi athugasemd, notað í þeirri merkingu sem rímar við annað orðtak, heimskt er heimaalið barn. Það að vera heimskur er einmitt tengt því að vera með asklok fyrir himin, að þekkja ekki það sem er utan heimahaganna, utan heimilsins. Alla jafna hangir það og saman við það að vera þröngsýnn, að geta ekki sett sig í spor ann- arra, að geta ekki skilið þau augljósu sann- indi að við erum öll eins – í raun bara mis- munandi eins. Í skemmtilegum Tungutakspistli eftir Guðrúnu Egilson hér í blaðinu fyrir stuttu ræddi hún um það hve heimska er okkur hugleikin og bendir meðal annars á það að í Íslenskri samheitaorðabók sé að finna sjötíu og fimm orð sem nota má um heimskingja og fimmtíu orð sem samheiti við hugtakið heimsku. Á eylandinu Íslandi, í fásinni sveitanna, hafa menn því verið mjög uppteknir af því að vera ekki heimskir, uppteknir af því að komast í burt – losna við hið smáa til að sjá það stóra. Það er þó engin ávísun á að menn verði upplýstir eða fróðir af því einu að fara til útlanda og margur hefur einmitt snúið aftur í heimahagana með glænýja fordóma og þröngsýni sem hann aflaði sér meðal millj- ónaþjóðar. Samkvæmt strangri skilgreiningu orðsins heimsku á það vissulega ekki lengur við við- komandi, en þó er hann orðinn heimskari en nokkur heimaalinn þegar grannt er skoðað. Í frásögnum erlendra ferðamanna sem hingað komu á þarsíðustu öld og eins fyrir nokkrum öldum rekst maður hvað eftir ann- að á frásagnir af því er ferðamenn komu heim á bæ þar sem bóndinn heilsaði þeim á grísku eða latínu, sjálfmenntaður á þau tungumál og iðulega fróðari um heiminn en gestirnir víðförlu. Það gefur því augaleið að menn geta verið vel menntaðir og fróðir þótt þeir fari aldrei að heiman, upplýstir og fordómalausir þótt þeir sjái sjaldnast nokkra nema sína nánustu. Það hve menn eru upplýstir, fróðir og frjóir í hugsun fer nefnilega iðulega eftir einstaklingnum ekki síður en umhverfinu, ekki síst í þjóðfélagi sem er eig- inlega eintóm millistétt eins og hér á landi. Að því sögðu þá er það oft til bóta að fólk spreyti sig á lífinu í útlandinu, bæði læra allir óhjákvæmilega af því að komast í ólíkt umhverfi og glíma við nýjar að- stæður og svo má ekki vanmeta það hve gott það er að komast yfir lækinn og átta sig á að grasið er alls stað- ar eins. Það vill og oft vera svo að eftir að menn hleypa heimdraganum, fara út um lönd, ferðast og fræðast, langar þá mest af öllu að snúa aftur heim, enda þá búnir að komast að því að himinninn er ask- lok. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Með asklok fyrir himin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Á síðasta ári fæddust 4.907 börn á Íslandi og er 2010-fæðingarár- gangurinn, samkvæmt gögnum Hagstofu Ís- lands, sá þriðji fjölmennasti í sögu landsins. Á árunum 2009 og 1960 komu fleiri lifandi fædd börn í heim- inn á einu ári en alls fæddust 5.026 börn á því fyrrnefnda og 4.916 börn komu í heiminn á því síðarnefnda. Á meðfylgjandi mynd má sjá tíu fjölmennustu fæðingarárganga Íslandssögunnar en þar er m.a. að finna árganga síðustu þriggja ára, sem og sex árganga Íslendinga sem fæddir eru á tímabilinu 1957 til 1965. Frjósemin farið dalandi Undanfarna tvo áratugi hefur frjósemi hérlendis verið í kringum tvö börn á ævi hverrar konu að með- altali. Líkt og myndin sýnir er það einungis helmingur frjóseminnar á tímabilinu í kringum 1960, þegar ís- lenskar konur gátu vænst þess að eiga rúmlega fjögur börn um ævina. Að sögn Ómars Harðarsonar, deildarstjóra mannfjölda- og mann- talsdeildar Hagstofunnar, er yfir- leitt miðað við að frjósemin þurfi að vera um tvö börn til þess að við- halda mannfjöldanum til lengri tíma litið. „Þetta þýðir það að hver kona þarf að eignast um eina stúlku sem nær fullorðinsaldri, þannig helst mannfjöldinn stöðugur.“ Aðspurður segir Ómar frjósem- istöluna hafa farið niður fyrir fyrr- nefnt viðmið á tímabilum en hún fylgir að hluta til meðalaldri mæðra, sem hefur farið hækkandi hér á landi síðustu áratugi. „Þegar með- alaldurinn hækkar þá fækkar fæð- ingum í millitíðinni og svo taka þær kipp aftur.“ Meðalaldur íslenskra kvenna er þrátt fyrir hækkunina enn ívið lægri en á nágrannalöndunum. Frá byrjun sjöunda áratug- arins og fram yfir 1980 var með- alaldur frumbyrja hér á landi undir 22 árum en eftir miðjan níunda ára- tuginn hefur meðalaldurinn hækkað og mældist hann 26,6 ár á árunum 2006 til 2010. Ef einstakir aldurshópar mæðra eru skoðaðir sést að algeng- asti barneignaraldurinn nú er á milli 25 og 29 ára, en á því aldursbili fæddust 138 börn á hverjar 1.000 konur árið 2010. Næstalgengast er að konur eignist börn á bilinu 30 til 34 ára. Þá áttu konur undir tvítugu 13 börn á hverjar 1.000 konur á árinu 2010, sem þykir heldur lág fæðingartíðni í samanburði við tíðn- ina á árunum 1961 til 1965, en þá áttu konur undir tvítugu 84 börn á hverjar 1.000 konur. Ungbarnadauði lítill Ungbarnadauði á Íslandi var 2,2 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2010, en á árinu áður var hann 1,8 börn. Aðspurður hvort eitthvað megi lesa út úr hækkuninni segir Ómar að svo sé ekki og bætir við að nauð- synlegt sé að skoða fjölda barnanna á bak við tölurnar. „Þetta eru bara fimm til sex börn. Ef börnunum fjölgar úr sex í níu þá er það 50% aukning. Svona sveiflur eru bara til- viljun.“ Hvergi í Evrópu var ung- barnadauði jafnlítill og hér á landi árið 2009 en hið sama ár var hann að meðaltali 4,3 börn í Evrópusambandsríkjunum og 2,5 til 3,1 barn annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Ómars má rekja fátíðni ung- barnadauða á Íslandi til þeirrar staðreyndar að fæðingar fara nánast alltaf fram undir eftirliti lækna og menntaðra ljósmæðra hér á landi. 2010-árgangurinn sá þriðji fjölmennasti Fæðingar Á myndinni má sjá tíu fjölmennustu fæðingarárganga Íslands- sögunnar sem og fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu þau ár. Fjölmennustu fæðingarárgangar Íslandssögunnar 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1. 2009 2. 1960 3. 2010 4. 1959 5. 2008 6. 1963 7. 1964 8. 1990 9. 1957 10. 1967 Lifandi fæddir alls Frjósemi (meðalbarnafjöldi kvenna) 5. 0 26 4. 91 6 4. 90 7 4. 83 7 4. 83 5 4. 82 0 4. 78 7 4. 76 8 4. 72 5 4. 72 1 2,22 4,27 2,20 4,24 2,14 3,98 3,86 2,31 4,20 3,71 Árið 2010 gátu nýfæddir ís- lenskir drengir vænst þess að ná að meðaltali 79,5 ára aldri. Á sama tíma gátu nýfæddar ís- lenskar stúlkur vænst þess að verða 83,5 ára gamlar. Samkvæmt gögnum frá Hag- stofu Íslands hafa lífslíkur ís- lenskra karla aukist mjög á und- anförnum árum en þeir hafa frá síðustu aldamótum bætt við sig rúmlega tveimur árum í með- alævilengd. Árið 2009 gátu þeir átt von á því að verða elstir allra karla í Evrópu. Lengi vel voru lífslíkur ís- lenskra kvenna mestar í heim- inum en þær hafa látið undan síga á þessari öld. Árið 2009 skipuðu þær fimmta sætið meðal Evr- ópuþjóða. Karlar sækja í sig veðrið ÆVIN LENGIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.