Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur . Morgunblaðið gefur út ÍMARK fimmtudaginn 3. mars og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 4. mars. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 24. febrúar. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: ÍMARK íslenski markaðsdagurinn S É R B L A Ð MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar Viðtal við formann Ímark Saga og þróun auglýsinga hér á landi Neytendur og auglýsingar Nám í markaðsfræði Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna Hverjir keppa um Lúðurinn Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin Ásamt fullt af öðru spennandi efni BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sveit Önnu Ívarsdóttur Íslandsmeistari Sveit Önnu Ívarsdóttur sigraði af öryggi í Íslandsmóti kvenna sem fram fór um helgina. Með Önnu spiluðu Guðrún Óskarsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördís Sigurjónsdóttir. Alls spiluðu 11 sveitir um titilinn. Lokastaða efstu sveita: Anna Ívarsdóttir 234 Vorboðar 203 Plastprent 175 Svala K. Pálsdóttir 172 Næsta Íslandsmót Bridssam- bands Íslands er Íslandsmótið í tví- menningi sem haldið verður helgina 5. og 6. mars nk. og byrjar kl. 11 báða dagana. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 20/2 hófst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. 13 sveitir mættu til leiks. Röð efstu sveita er þessi. Ingibjörg Guðmundsd./Solveig Jakobsd/ Unnar A. Guðmss./ Garðar V. Jónsson 493 Ragnar Haraldsson/Ólöf Ólafsd./Sveinn Ragnarsson/Bernhard Linn 475 Sveinn Sveinss./Gunnar Guðmundss/Sigur- jóna Björgvinsd./Karólína Sveinsd. 457 Snorri Markússon/Ari Gunnarsson/Örn Ein- arsson/Björn Árnason 455 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Eitthvert ábyrgð- armesta starf þjóð- félagsins – þingmanns- starfið – krefst hvorki menntunar, samvisku, hugsjóna, hæfni, mann- úðar, réttsýni, sjálfs- gagnrýni – aðeins þrælslundar. Við fáum ekki að velja fólk, heldur flokka. Atvinnulaust fréttafólk slæst um þingsæti svo og þekkt andlit – semsé fólk sem við vitum ekkert um. Ef þetta fólk veltur á þing sofnar samviska a.m.k. 50% þess. Ljóst er að það nýtur ekki náðar nema með sauð- hlýðni við yfirboðarana; hvort sem samviskan er með eða móti. Þingmenn okkar eru því flestir hlýðnar strengjabrúður á sirkusnum við Austurvöll – tómar tunnur glymja hæst. Síðan er þingmannsslagurinn um að komast í launaðar nefndir. Þeir fá að fara í meira og minna gagnslausar skemmtiferðir til útlanda. Allt greitt, hótel, uppihald og þar ofan á dágóðir dagpeningar – og full laun á meðan. Er furða þótt öllu sé fórnað til að lafa á pólitískum spena og vera þar með borgið fyrir lífstíð? Taki stjórnarþingmenn ákvörðun eftir samvisku sinni eru þeir úthróp- aðir svikarar. Lilja Mósesdóttir og tveir aðrir ollu uppþoti með sam- viskuatkvæði sínu. Hverju hótaði for- ystan þeim til að fá já við Icesave? Opinber störf eru alltof mörg mið- að við hversu fáir borga þau – launin eru alltof há. Fólkið sem skipar þau samtryggingarstörf hugsar bara um að hygla að sjálfu sér. Hér ríkir ekki póli- tískt siðgæði. Ómæld afglöp, vinapólitík, botnlaus sóun á al- mannafé o.fl. o.fl., sem myndi þýða tafarlausa brottvikningu viðkom- andi þingmanna/ ráðherra/ erlendis, er aðalsmerki íslenskrar stjórnsýslu. Hin handónýta rík- isstjórn er aumk- unarverð. Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur J. lofuðu langþráðri vel- ferð á norræna vísu. Hvað gerðu þau? Þau saumuðu mest að almennu launafólki, elli- og örorkulífeyr- isþegum. Verst hefur stjórnin farið með eldri borgara, sjúkt fólk og líf- eyrisþega. Laun þessa fólks fyrir stuðninginn við SF og VG afturvirk launaskerðing – eitt allra hópa. Jó- hanna og SJ eru útbrunnin og ber að víkja. Ríkisstjórnin og undirlægjuþing- liðið beita linnulausum skattahækk- unum. Skattaálögur launafólks eru fátæktargildra en skiptir þá auðugu engu máli. Hóflegur fjármagnstekjuskattur Sjálfstæðisflokks er nú orðinn 20%. Bráðabirgðaskattar útsjónarsamra pólitíkusa eru aldrei aflagðir né upp- hafleg prósenta sú sama. Ríkisbáknið tútnar út, enda af- dönkuð flokksþý og uppgjafamann- skapur í náðinni. 1. janúar 2011 urðu sex flokksþægir, rígfullorðnir, tekjuháir eftirlaunaaðilar að elli- ráðuneytisstjórum. Hvað þetta lýsir vel séríslensku ógeðfelldu vinapólitík- inni. Eftirlaunaþegar almennt geta ekki eytt í að bjóða stórum barnahópi, mökum þeirra og barnabörnum í langt frí til Flórída. Það gerði nýorðin eftirlaunaþingkona Samfylking- arinnar léttilega. Stjórnmálaspillingin hér á landi er á við Afríkuríkin. Erum við stolt af lítilmennskubragnum á „lýðveld- istökunni 1944“? Þá sýndum við fá- dæma lágkúru – Danir óvígir og her- setnir. En þannig hafa Íslendingar alltaf komið fram, með ribbaldahætti og svikum. Við værum ekki gjaldþrota ef Dan- ir hefðu átt þátt í stjórn landsins. Frá 1944 (raunar frá upphafi) hefur póli- tíkin á Íslandi verið gerspillt. Pen- ingavaldið og skipting lífsgæða í höndum fárra útvaldra fjölskyldna. Danir skynjuðu dauðadans Davíðs og Halldórs sem fóru á allan hátt rangt að þegar þeir gáfu vinum sín- um ríkisbankana. Þeir verða þar með alla tíð upphafsmenn mestu ógæfu Ís- landssögunnar. Í öðrum löndum hefði engin fyrning náð yfir glæpi tvíeyk- isins og sætu báðir bak við lás og slá. En hér ríkir jú „skrípalýðræði“. Þjóð- in hefur réttláta fyrirlitningu á stjórnvöldum og hinu handónýta ís- lenska „réttarkerfi“ hvað varðar úr- slit dómsmála landráðaliðsins. Skv. ísl. lögum fær það fólk enga dóma. Hér slær um sig stórglæpalið og hlær að yfirvöldum og þjóðinni, lifir flott en lýsir sig gjaldþrota, sbr. hinn klökka Don með gula bindið. Ætli hann lifi á matargjöfum, risavilla hans og bílar gangi fyrir vatni? Skyldu hjónin gjaldþrota þeysast um heiminn og versla fyrir milljarða fyrir fé hjálparstofnana? Nú óttast þjóðin að sleikjuskapur hins vanhæfa Alþingis við alþjóða- samfélagið greiði Icesave fyrir bank- aræningjana. Þá erum við á vonarvöl. Það má ekki gerast. Eldra fólk mun aldrei vinna upp þjófnað „landráðamannanna“ á sparnaði sínum. Greiðum Íslend- ingum Landsbankaþrotabúið. Borgum ekki löglausar kröfur. Fyrrv. seðlabankastjóri og flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, gerði í sinni stjórnmálatíð allt til að eyði- leggja lífskjör eldri borgara og ellilíf- eyrisþega. Lítum á fjármálaráðher- ratíð dýralæknisins Árna. Sá alvitri, miskunnarlausi læknir áleit hung- urkjör til handa ellilífeyrisþegum, eldri borgurum og eldri öryrkjum hið eina rétta meðal. Kjör þessara hópa eru óravegu frá kjörum sambæri- legra hópa annars staðar á Norð- urlöndum. Ráðning hans til Rómar er þjóðarskömm. Í öllum flokkum er gerspillt fólk – nýir þingmenn ekki síður. Skerum ríkisbáknið niður. Hag- ræðum, fækkum embættum. Það er svívirða hversu fáir greiða fyrir silki- húfurnar og svikastörfin, sem eru sömu blekkingastörfin og störf klæð- skeranna frægu í „Nýju fötum keis- arans“. Íslenskt skrípalýðræði Eftir Arndísi H. Björnsdóttur Arndís H. Björnsdóttir. » Stjórnmálaspillingin hérlendis er fyrirlit- leg. Stjórn Samfylk- ingar og VG er jafnspillt og stjórnir forvera hennar. Sirkusinn við Austurvöll er skömm. Höfundur er kennari. Það að æfa íþrótt, koma saman á ákveðnum stað á ákveðnum tíma og gera sama hlutinn í ákveðinn tíma getur gefið barni svo ótrú- lega mikið. Það að tilheyra hópnum get- ur skipt höfuðmáli fyrir félagsþroska barnsins, og svo ekki sé talað um sjálfs- myndina. En mín tilfinning er að allt of mikil áhersla sé lögð á af- reksbörn. Þó að ég sé alls ekki að tala um að þeim eigi að halda niðri eða ýta út í horn, þvert á móti eiga afreksbörn í íþróttum að fá allan þann stuðning sem völ er á, svo þau geti áhyggjulaus stundað sína íþrótt, og náð langt ef þau vilja og geta. En það eru hin börnin sem ég hef áhyggjur af. Börnin sem vilja bara stunda íþróttir af áhuga. Vilja mæta á ákveðnum tíma, hitta félagana, stunda sportið og fara svo bara heim. Vilja ekkert endilega ná langt eða keppa, eða hreinlega hafa ekki burði til þess. Þau börn megum við ekki hrekja úr íþróttum með of mikilli pressu. Því ég get ekki lagt nægilega áherslu á mikilvægi þess fyrir börn að stunda ein- hverjar íþróttir á uppvaxtarár- unum og þess vegna íþyngir þetta mér. Ég hef fylgt barninu mínu á íþróttakeppnir þar sem það hefur skarað fram úr og gengið rosa- lega vel og það er ólýsanleg ánægja sem fylgir því, bæði fyrir barnið og mig sem foreldri. Ég hef líka fylgt barninu mínu á íþróttamót þar sem því gekk bara svona sæmilega en það barn var alveg jafn ánægt með sína frammistöðu og afreksbarnið mitt og þar með var ég sem móðir líka jafnánægð. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er barnið og upplifun þess, ekki frammistaðan sem slík. Því jú, auðvitað verðum við að eiga afreksfólk líka, þegar fram líða stundir er það fólkið sem býr til peningana fyrir íþróttirnar, og til þess að einhver geti átt þess kost að stunda íþróttir verða jú að vera til peningar. En ef afreksbörnin hafa enga til að keppa við verður ekk- ert afreksfólk til. Því, enn og aftur verðum við að passa okkur á því að hrekja ekki „meðalbörnin“ úr íþróttunum, því það verða að vera til stað- ar líka. Íþróttaþjálfari barnsins míns orðaði þetta ágætlega þegar hann sagði: „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eitt og það er að búa til afreksfólk í íþróttum.“ Þá var verið að ræða áhuga barnanna og hversu dug- leg þau væru að mæta á æfing- arnar. Hann sagði jafnframt að það auðveldaði þjálfurunum vinn- una að sumir væru latir að mæta, þá sæju þeir bara fyrr hverjir væru efni í afreksfólk og hverjir ekki. Ég er ekki sátt við þennan hugsunarhátt hjá þjálfara þar sem athöfnin sjálf á að skipta meira máli í mínum huga. Því at- höfnin sem slík skilar svo miklu, eins og ég hef komið inn á. Barn- ið er hluti af hóp, sjálfsmyndin eflist, það lærir að mæta á réttan stað á réttum tíma, taka tillit til annarra, leika sér og fleira og fleira. Ég held að íþróttaþjálfarar séu sem betur fer nokkuð meðvitaðir um þetta og sníði íþróttaþjálfun sína þannig að hún henti sem flestum. En við verðum að passa okkur á því, bæði sem foreldrar og þjálfarar, að setja ekki of mikla pressu á þessi blessuðu börn, svo þau hreinlega hrekist ekki úr íþróttunum. Því, enn og aftur, þetta er svo gott og nauð- synlegt fyrir þau á allan hátt. Íþróttaiðkun barnanna okkar Eftir Hafrúnu Pálsdóttur Hafrún Pálsdóttir »Hugleiðing um íþróttaiðkun barnanna. Eru börnin okkar að hrekjast úr íþróttum vegna of mik- illar pressu? Höfundur er í stuðningsfulltrúa- , leikskólaliða- , og skólaliðanámi. Er leiðbeinandi og móðir. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 18. febrúar var spilað á 19 borðum. Úrslitin í N/S Jón Lárusson – Bjarni Þórarinss. 389 Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimars 359 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 345 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 337 Nanna Eiríksd. – Jón Sigvaldas. 337 A/V Stefán Ólafsson – Jón Ól. Bjarnason 386 Hulda Mogensen – Birgir Sigurðsson 370 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 359 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 357

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.