Morgunblaðið - 23.02.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.02.2011, Qupperneq 19
UMRÆÐAN 19Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Í byrjun febrúar var haldin í Reykjavík ágæt alþjóðleg og þverfagleg ráðstefna tileinkuð nátt- úrutengdri ferða- mennsku. Á þessari ráðstefnu kom margt mjög áhugavert fram um stöðu ferðamála hér á landi samanborið við aðliggjandi lönd og framtíðarhorfur þess- arar mikilvægu atvinnugreinar sem skilar á eftir stóriðju og sjávar- útvegi mestum gjaldeyristekjum í íslenskt þjóðarbú eða um 17%. Náttúra Íslands og umhverfi, sem ferðamennskan nýtir, er óneit- anlega mjög mikilvæg auðlind sem nauðsynlegt er að skipuleggja vel, ekki síður en notkun og nýtingu annarra auðlinda Íslands, hvort heldur um er að ræða fiskinn í sjón- um, vatn, jarðhita eða aðrar auð- lindir. Hér er líka um mjög mikla og flókna hagsmuni að ræða sem lík- legt er að rekist á í vaxandi mæli á komandi árum ef þessi mál verða ekki tekin föstum tökum. Hér dugar ekki bara að segja að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Skipulag íslenskra ferðamála Margir aðilar sem tengjast ís- lenskri ferðamennsku hafa und- anfarin ár verið að vinna ágætt starf, hver á sínu sviði, en án mikils samráðs eða sameiginlegrar stefnu- mótunar. Hér má nefna t.d. Vatna- vini, samstarfsverkefni HÍ, The Wild North, Ferðamálastofu, Sam- tök ferðaþjónustunnar, Ferðafélag Íslands og fjölmarga aðra einka- aðila og félög. Einnig hafa margir aðilar unnið að rannsóknum og kennslu ferðamálafræða. Ýmsir að- ilar hafa líka unnnið að tillögugerð um landnotkun og landnýtingu hugsanlegra ferðamannasvæða t.d. nefnd um verndun og nýtingu auð- linda í jörðu og Umhverfisstofnun sem hefur unnið að skipulagi nátt- úruverndar, en um 20% af flat- armáli Íslands eru nú friðlýst á grundvelli náttúruverndarlaga eða með sérlögum. Skipulag þeirrar auðlindar sem ferðamennskan nýtir hefur vafist talsvert fyrir okkur undanfarna ára- tugi enda eru á Íslandi rösklega 70 sveitarfélög auk þess sem hálendið er innan stjórnsýslumarka um 40 sveitarfélaga. Fyrir tæpum tveimur áratugum fannst samt okkar vísustu mönnum að tími væri til kominn að skipuleggja miðhá- lendi Íslands enda er allt Ísland nú skipu- lagsskylt. Miðhálendið er um 40% af Íslandi, draumaland ferða- manna og auðlind sem margir vilja nota. Ákveðið var að bjóða þessa skipulagsvinnu út, lægsta tilboði tekið og Svæðisskipulag miðhálendisins 1995-2015 síðan aug- lýst árið 1997. Hefði mátt ætla að skipulag þessa svæðis væri með þessu komið í nokkuð gott horf bæði hvað varðar ferðamennsku og aðra landnotkun. Engu að síður ákvað Alþingi í fyrra að blása enn á ný til skipulags á hálendi Íslands með það að markmiði að hægt yrði að taka þar á móti auknum fjölda ferða- manna, án þess að ganga of nærri viðkvæmri náttúru. Iðnaðarráð- herra og umhverfisráðherra eiga að hafa forustu um gerð þessa skipu- lags og á því að vera lokið fyrir árs- lok 2015. Með nýsamþykktum skipulagslögum er samt Skipulags- stofnun líka falið að vinna lands- skipulag sem einnig á að taka til miðhálendisins og á það að vera tilbúið árið 2012. Að því samþykktu á svo að fella niður núgildandi svæð- isskipulag miðhálendisins. Erfitt er þó að sjá hvernig Skipulagsstofnun, sem á að hafa eftirlit með fram- kvæmd skipulagslaga og skyldra reglugerða, getur bæði unnið þetta landsskipulag og jafnframt haft eft- irlit með sjálfri sér. Byggingar fyrir ferðamenn Erlendis er Ísland kynnt sem ósnortin náttúruperla þar sem vist- vænt og sjálfbært umhverfi er haft í hávegum. Því skiptir miklu að upp- lifun ferðamanna bæði af landi og byggingum sem ferðamenn búa í og heimsækja verði í samræmi við það. Þegar farið var að huga að skipulagi miðhálendisins kom samt í ljós að þar höfðu verið reistar um 400 óleyfisbyggingar sem margar hverj- ar voru bæði ljótar og langt frá því að vera vistvænar eða sjálfbærar. Svipaða sögu má segja um margar byggingar víða um land sem not- aðar eru til að taka á móti ferða- mönnum. Hér virðist því full ástæða til að við tökum okkur tak. Erlendis hefur það færst í vöxt að byggingar og umhverfi séu vottuð hvað varðar skipulag, hönnun, efnisval og sam- spil við viðkvæma náttúru. Þekkt- ustu alþjóðlegu vottunarkerfin, sem líka hafa verið notuð hér á landi, eru breska kerfið BREEAM og banda- ríska kerfið LEED sem bæði eru notuð við hönnun nýrra bygginga og umhverfis en líka til að „græna“ núverandi byggingar. Ýmsir bankar erlendis eru nú farnir að gera kröfu um þannig vottun sem skilyrði fyrir lánveitingu. Aðrir vottunaraðilar eru t.d. EarthCheck (áður GreenG- lobe), Green Seal, Energy Star og Svansmerkið og nú stefna Samtök ferðaþjónustunnar að því að inn- leiða enn eitt vottunarkerfi fyrir ferðamálafyrirtæki. Við eigum marga framúrskarandi hönnuði og ekki væri úr vegi að gefa þeim líka tækifæri til að styðja þessa mik- ilvægu atvinnugrein. Heildstæð stefnumótun á þessu sviði er allt annað mál en almennar rannsóknir, en jafnframt alger grundvöllur fyrir farsælli fjárfest- ingu og uppbyggingu framtíð- arferðamálaþjónustu. Hér dugar ekki lengur einhver óljós „framtíð- arsýn“ og hér getum við hugsanlega tekið Finna til fyrirmyndar en þeir luku í fyrra við stefnumótun á sviði ferðamála til ársins 2020 og hafa fylgt henni markvisst eftir með að- gerðaráætlunum. Skipulag ferðamála Eftir Gest Ólafsson »Heildstæð stefnu- mótun í ferðamálum er orðin alger grund- völlur fyrir farsælli fjár- festingu og uppbygg- ingu framtíðar- ferðamálaþjónustu. Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. Nú er ljóst að kosið verður um Icesave- samninginn. Hótanir um að samþykki Ís- lendingar ekki samn- inginn muni það verða til þess að Ísland fái ekki inngöngu í Evr- ópusambandið eru að mínu mati afar ein- kennilegar. Eftir tölu- verða umhugsun og að hafa kynnt mér innihald hins nýja Icesave-samnings tel ég meiri líkur en minni á að ég myndi samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er aftur á móti ekki hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og ef nei við Icesave tryggir að við stöndum utan Evrópusambandsins renna á mig tvær grímur. Er þá ekki réttast að hafna Icesave til þess að tryggja það að við göngum ekki í ESB? Sjálfsagt eru fleiri en ég sem hugsa á þessum nótum og þess- ar hótanir hafa í það minnsta þver- öfug áhrif á mig. Því meira sem mér er hótað því líklegra er að ég segi nei. Hótanir sem virka öfugt Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson »Er þá ekki rétt- ast að hafna Icesave til þess að tryggja það að við göng- um ekki í ESB? Höfundur er forstjóri. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Föstudaginn 4. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. FERMI GAR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar. Ferm ing S É R B L A Ð Nú þegar forseti Íslands hefur synjað Icesave-frumvarpinu stað- festingar í annað sinn og vísað því til þjóð- aratkvæða- greiðslu í annað sinn og þegar forsætisráðherra leggur til að í leiðinni fari fram kosning til stjórnlagaþings í annað sinn finnst mér að verið geti að fordæmalaus lýðræðisleg vakning sé að festa sig í sessi á Ís- landi. Kannski að þjóðaratkvæða- greiðslur geti virkjað almenning hér til meiri þátttöku í ákvörð- unum Alþingis og örlögum þjóð- arinnar en áður var talið? Mér finnst allt í einu að hvort sem þessi þjóð fer í Evrópusam- bandið eða ekki; og hvort sem hún fær að kjósa um það eða ekki verði það ekki neinn sauðarlegur hópur sem um ræðir, heldur þjóð sem sé ólík öllum öðrum í Evrópu. Hún minnir mig nú fremur á óeirðirnar sem nú eiga sér stað í arabalönd- um, eða á sígaunana sem skáldið Garcia Lorca gerði að táknmynd- um Spánar, í ljóðum hans sem ég er nú enn að lesa. Það er eins og það hafi verið rangt hjá okkur að álykta að ekk- ert hafist nema með þeirri yfirveg- uðu rósemi og stillingu sem virtist reynast svo vel á uppgangstímum síðustu áratuga. Um leið og forset- inn hafði lokið máli sínu fannst mér að hann hefði afhjúpað að efna- hagsmál milli ríkja snúast ekki nema að hluta um lagasamninga og peningaflæði, heldur geti allt hitt sem geri fólk að þjóð alveg eins ráðið ferðinni að lokum. Hugsið ykkur hvernig Evrópusambandið væri ef það væri samsett úr ein- tómum þjóðarpersónuleikum eins og okkur. Þá væri það hið mesta grasrótarfyrirbæri miðað við það sem nú er! Eða líkara Svisslend- ingum? Verkakona ein taldi mig á að ganga aftur í Sjálfstæðisflokkinn, í kjölfar efnahagshrunsins, frekar en að gera ekki neitt. Síðan hef ég farið þar á fund þar sem menn virt- ust alfarið á móti ákvörðun for- mannsins um að mæla með Ice- save. En ég taldi í uppsafnaðri visku minni að nú væri kominn tími til að gefa eftir, í bili, ef við ætl- uðum að vera í takt við hefðina. En nú sýnist mér að farið sé að birta til aftur í atvinnulífinu og að fólk og fyrirtæki séu að losna úr dróma. Og að láglaunafólkið finni aftur kunnuglega viðspyrnu undir fótum. (Og ekki virðist saka að hlýnun loftslagsins virðist vera að gera veturna okkar að engu!) Áður en næsta ólundarhrina skellur yfir vil ég nota tækifærið og þakka forsætisráðherra fyrir að vernda kjör láglaunafólks umfram aðra og forseta Íslands fyrir að hafa að lokum sýnt þá döngun sem hafði mátt vænta af honum sem stjórnmálafræðingi og vinstri- manni. Ennfremur þeim báðum fyrir að hafa gengið fram í að velja sér maka með framúrstefnulegum hætti. Og svo vil ég ekki segja annað að sinni en: Lifi Ísland! TRYGGVI V LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur og skáld. Þjóðaratkvæðasemi Íslendinga Frá Tryggva Líndal Tryggvi V. Líndal - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.