Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 ✝ VilhelmínaMaría Magn- úsdóttir fæddist í Neskaupstað 8. október 1917. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. febrúar 2011. For- eldrar hennar voru Magnús Guð- mundsson frá Fannardal og Anna Guðrún Aradóttir frá Nes- kaupstað. Systkini Maríu voru Guðmundur, f. 1916, d. 1962, Guðjón, f. 1919, d. 1986, Lukka, f. 1920, d. 2008, Hjalti, f. 1923, d. 2001, Fanney, f. 1924, d. 2009, Ari, f. 1927, d. 2005, Al- bert, f. 1928, d. 1928, og Albert, f. 1929, d. 1993. Eiginmaður Maríu var Guðmundur Hall- dórsson, bifvélavirki á Ak- ureyri, f. 1913, d. 1976. Börn þeirra eru a) Svala Guðmunds- dóttir, f. 1937. Fyrrv. eig- inmaður var Gunnar Bald- ursson, f. 1935, d. 2004. Börn þeirra eru Margrét, f. 1957, Guðmundur, f. 1958, Arna María, f. 1962, og Edda Hrönn, f. 1965. Barnabörn Svölu eru Þórunn Guðmundsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru Tryggvi Þór, f. 1974, Hulda Björk, f. 1977, og Harpa Dögg, f. 1980. Börn Jósefs úr fyrri sam- böndum eru Kristján Már, f. 1966, d. 1991, og Siggeir Ragn- ar, f. 1970. Barnabörn Jósefs eru níu. f) Stúlka Guðmunds- dóttir, f. 1947, d. 1947. g) Haukur Smári Guðmundsson, f. 1949, d. 2004. Eiginkona hans var Pálmey Hjálmarsdóttir, f. 1952. Börn þeirra eru Hjálmar, f. 1970, Lilja Björg, f. 1973, og Birgir, f. 1974. Dóttir úr fyrra sambandi er Hólmfríður María, f. 1969. Barnabörn Hauks eru níu. h) Hrafnkell Guðmundsson, f. 1951. Eiginkona hans er Steinunn Kristinsdóttir, f. 1949. Börn þeirra eru Arnar Már, f. 1974, Þröstur, f. 1978, og Hrafnkell, f. 1984, d. 1984. Barnabörn Hrafnkels eru fjög- ur. Seinni maður Maríu var Friðfinnur Svarfdal Árnason, f. 1915, d. 1999. Eftir að María hitti Guðmund eiginmann sinn fluttist hún til Akureyrar og bjó þar alla tíð. Hún var hús- móðir þar til börnin komust á legg en fór eftir það út á vinnu- markaðinn þar sem hún vann ýmis störf. Afkomendur Maríu á lífi í dag eru 86. Útför Maríu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 23. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. sjö. b) Halldór Guð- mundsson, f. 1939, d. 2009. Fyrrv. eig- inkona er Gunn- hildur Bragadóttir, f. 1941. Börn þeirra eru Bragi, f. 1960, og Kristján, f. 1964. Barnabörn Halldórs eru tvö. c) Bergþór Njáll Guð- mundsson, f. 1941, d. 2007. Fyrri eig- inkona hans var Guðrún Helga- dóttir, f. 1939, d. 1997. Börn þeirra eru María, f. 1960, Helgi, f. 1963, Kristín, f. 1964, Ingibjörg Halldóra, f. 1966, Guðmundur Örvar, f. 1970, og Rúnar Þór, f. 1971. Seinni eig- inkona Bergþórs var Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1940. Sonur þeirra er Brynjar, f. 1978. Barnabörn Bergþórs eru átján. d) Guðmundur Magnús Guð- mundsson, f. 1942. Eiginkona hans er Jónína Guðríður Dav- íðsdóttir, f. 1943. Börn þeirra eru Anna María, f. 1967, og Brynja, f. 1969. Barnabörn Guðmundar eru fjögur. e) Jósef Kristján Guðmundsson, f. 1946. Eiginkona hans er Kolbrún Elsku amma mín er fallin frá. Þegar tíðindin komu þá varð mér þungt fyrir hjarta, sem kom mér svolítið á óvart því samskipti okkar geta ekki talist mikil í gegnum árin. Hún bjó á Akur- eyri alla tíð en ég ólst upp í Grindavík og bý enn fyrir sunn- an. Oftast voru hundruð kíló- metra á milli okkar en stöku sinnum hittumst við, eða töluð- um saman í síma, og það var allt- af hlýtt á milli okkar. Sem barn fórum við systkinin oft norður til ömmu og dvöld- umst þar í sól og sumri. Það er ein af bestu minningum barn- æsku minnar að leika mér niðri í fjöru rétt við Aðalstrætið, eða með pabba að veiða á sama stað. Pabbi hefur í gegnum árin sagt okkur systkinunum frá dá- læti sínu á móður sinni. Hann talaði um hvað hún var alltaf glæsileg og sérstaklega dugleg, enda þurfti hún þess með þennan barnaskara. Þegar ég kom norð- ur síðust tvö sumur skildi ég bet- ur hvað hann var að meina, því ekki er íbúðin í Aðalstrætinu stór. Að vera með 7 börn í heimili í þessu litla rými hefur ekki verið auðvelt, en pabbi lagði áherslu á að amma hefði alltaf haldið gott heimili og aldrei hefði neinn liðið skort á neinn hátt. Það eitt og sér er afrek. Ég fann líka sjálfur þegar ég dvaldist þessar tvær helgar í Aðalstrætinu síðustu tvö sumur að þar er góður andi og gott að vera. Ég skil því vel af hverju amma María bjó þar í meira en hálfa öld. Þegar síga fór á seinni hlutann hjá ömmu fluttist hún á Hjúkr- unarheimilið Hlíð. Það voru ekki auðveld umskipti fyrir þessa kjarnakonu sem alltaf hafði hugsað um sig sjálf. Það stoppaði hana ekkert, hvorki veikindi né áföll, hún vildi halda í sjálfstæðið til síðasta dags. Það var ekki fyrr en hún varð níræð að hún fór loksins upp eftir en þó ekki for- tölulaust. Ég heimsótti hana bæði skiptin sem ég fór norður þessi síðustu sumur og ég er of- boðslega glaður að hafa gert það. Við endurnýjuðum kynni okkar, hún fékk fréttir af fjölskyldunum fyrir sunnan og ég af fólkinu okkar fyrir norðan. Mér fannst ég kynnast henni alveg upp á nýtt og þrátt fyrir háa elli var krafturinn ennþá til staðar. Römm er sú taug, segir ein- hvers staðar. Það á vel við hér þegar ég hugsa til ömmu Maríu. Því þó að samgangurinn hafi ekki alltaf verið mikill í gegnum árin hef ég ætíð geymt hana í hjarta mínu, og geri það sem eft- ir er. Hún var fyrirmynd; glæsi- leg, dugleg og hlý kona. Ég man að það sem hún sagði hvað oftast við mig var að ég ætti að mennta mig, næstum í hverju einasta samtali okkar í gegnum árin. Ég fór og gerði það, amma mín, og sé ekki eftir því. Elsku amma María, ég ber þér því hinstu kveðju mína, systra minna, pabba og mömmu. Ég veit að ég tala fyrir okkur öll þegar ég segi að minning þín mun ávallt lifa með okkur. Hvíl í friði. Tryggvi Þór Kristjánsson. Nú er ástkær amma mín María Magnúsdóttir fallin frá og mér er ljúft og skylt að minnast hennar í nokkrum orðum. Amma fæddist árið 1917 og var því þá á nítugasta og fjórða aldursári þegar hún lést og hafði því sann- arlega lifað tímana tvenna. Hún missti eiginmann sinn Guðmund langt fyrir aldur fram, þau eign- uðust átta börn. Amma hafði misst fjögur þeirra þegar hún lést. Síðar eignaðist hún annan sambýlismann sem nú er látinn. Þannig að lífið fór ekki alltaf um hana blíðum höndum. Þrátt fyrir það hélt hún ætíð einstakri reisn sinn og glæsileika og kvartaði ekki yfir áföllum lífsins. Frá því að ég man eftir mér bjó amma í Aðalstræti 13. Þar tókst henni ætíð að halda fallegt heimili þó að örugglega hafi stundum verið þröngt í búi. Hún var á margan hátt á undan sinni samtíð, hugsaði markvisst um heilsu og lífsstíl, hollt mataræði og hreyfingu. Hún hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og var framsækin og nútímaleg. Amma lagði ríka áherslu á, við okkur unga fólkið, að við sæktum okkur menntun. Hún þreyttist ekki á því að ræða um það við okkur og hefur sumum ef til vill fundist nóg um. En auðvitað lýsti þetta fyrst og fremst umhyggju ömmu fyrir velferð okkar. Hún var því bæði stolt og glöð þegar ég hóf aftur nám og aflaði mér menntunar. Það var því gleði- dagur þegar við nöfnurnar skál- uðum fyrir útskrift minni sem ljósmóður í Ásabyggðinni vorið 2005. Amma var ekkja um árabil eftir að Guðmundur afi minn féll frá langt fyrir aldur fram. Svo steig hún inn í nýjan kafla í lífinu um sjötugt þegar hún kynntist Friðfinni sem varð síðari maður hennar. Þau áttu nokkur ástrík ár saman og það var yndislegt að fá tækifæri til að fylgjast með samveru þeirra. Minningarnar um ömmu í Að- alstræti eru óteljandi, mér er til dæmis minnisstætt þegar hún gaf mér fyrstu skautana mína enda var skautasvellið í fjörunni bak við húsið. Amma sleppti aldrei hendinni af mér og studdi mig jafnvel þegar ég var fjarri. Þannig skrifaðist hún á við mig sumarið sem ég var í sveit ung að árum og langaði meira að vera heima á Akureyri. Þegar ég hóf sambúð með eiginmanni mínum Guðmundi áttum við skjól hjá henni fyrstu vikurnar. Hún studdi mig og Munda alltaf heilshugar og var stolt og glöð yfir að fá hann inn í fjölskylduna. Þau náðu vel saman og það var alltaf glatt á hjalla þegar hann færði henni rjúpurnar fyrir jólin eftir einhverja veiðiferðina. Amma Mæja var alltaf hluti af fjölskyldunni og minnast börnin okkar hennar með hlýhug. Amma var einstaklega falleg kona, nett, hugguleg, vel til höfð og alltaf stórglæsileg, sannar- lega hetja hvunndagsins. Hún var mér fyrirmynd og hvatning í því að móta mitt eigið líf og ég er glöð og þakklát yfir því að hafa fengið að njóta þess að eiga sam- leið með henni í öll þessi ár. Veganesti hennar er mér ómet- anlegt. Guð geymi þig, elsku amma Mæja. María Bergþórsdóttir. María Magnúsdóttir ✝ Þuríður Hall-dórsdóttir fæddist á Halls- stöðum, Fells- strönd, 29. maí 1920. Hún lést á heimili sínu 6. febrúar 2011. For- eldrar hennar voru Guðlaug Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 29. jan. 1891, d. 10. júlí 1926, og Halldór Guðbrands- son, f. 18. maí 1889, d. 9. júní 1939. 20. júlí 1940 gekk hún í hjónaband með Árna Bjarn- mundi Árnasyni, f. 4. maí 1919, d. 11. janúar 1972, for- eldrar hans voru Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir, f. 25. ágúst 1885, d. 29. mars 1950, og Árni Vigfús Magnússon, f. arsdóttur, þau eiga tvö börn. c) Árni Jakob, látinn, kona hans Geirþrúður Ósk Geirs- dóttir, þau eiga einn son. 3) Magnús, f. 23. maí 1947, hann á þrjú börn. a) Sesselja. b) Guðrún, í sambúð með Guð- mundi Hauki Jóhannssyni. c) Árni Vigfús. Magnús er í sam- búð með Zhang Tong. 4) Birg- ir, f. 23. júlí 1956, kvæntur Auði Lóu Magnúsdóttur, þau eiga tvær dætur. a) Svafa Mjöll, í sambúð með Axeli Þór Valdemarssyni. b) Árdís Drífa, í sambandi með Jóhanni Helga Stefánssyni. 5) Bjarnhildur Helga, f. 19. mars 1958, gift Halldóri Heiðari Agnarssyni, f. 31. maí 1958. Þau eiga tvo syni. a) Árni Bjarnmundur, hann á þrjú börn. b) Atli Már, í sambandi með Þóru Björgu Jóhannsdóttur. 1980 kynntist Þuríður Agli Júlíussyni f. 11. mars 1908 og bjuggu þau saman þar til Egill lést 21. desember 1993. Útför Þuru fór fram frá Keflavíkurkirkju í kyrrþey 15. febrúar 2011. 27. júlí 1884, d. 7. maí 1959. Þau eignuðust fimm börn, 1) Árni Vig- fús, f. 19. janúar 1942, d. 16. októ- ber 1991, kona hans Matthildur I. Óskarsdóttir, f. 24. september 1943. Þau eiga fjórar dætur. a) Anna Pálína, gift Karli Einari Óskarssyni, þau eiga þrjú börn. b) Þuríður, gift Rúnari Helgasyni, þau eiga þrjú börn. c) Kolbrún, gift Jó- hanni Bjarka Ragnarssyni, þau eiga tvær dætur. d) Árný Hild- ur, látin. 2) Sigríður, f. 28. júní 1943, hún á þrjú börn. a) Arna Björk, gift Högna Sturlusyni, þau eiga tvo syni. b) Ingvi Þór, kvæntur Aðalheiði Ósk Gunn- Jæja mamma mín þá ertu far- in frá okkur eftir snarpa bar- áttu. Á þessum tímamótum fer maður að sjálfsögðu að hugsa til baka og upp kemur mynd af duglegri, sjálfstæðri og stoltri konu. Konu sem kynntist bæði gleði og sorg, en aðeins 6 ára missti hún móður sína, seinna missti hún tvo menn, elsta son- inn í bílslysi og tvö barnabörn. Það lýsir mömmu kannski hvað best að þegar Árni bróðir dó var það hennar fyrsta hugsun að komast til hins aðilans sem lenti í slysinu og taka utan um hann og hugga, þ.e. hugsa fyrst um aðra svo um sjálfa sig. Ann- að sem lýsir mömmu vel er þeg- ar ég kom með hana Svöfu Mjöll í fjölskylduna 7 ára gamla, þá tók hún henni af öllu hjarta sem sínu eigin barnabarni og var jafn annt um hennar hag og frama sem annarra afkomenda. En eins og segir í bréfi henn- ar til okkar systkinanna hófst hamingja hennar 1939. Hún sagðist hafa verið hamingjusöm síðan. Það ár kynntist mamma pabba, honum Adda Fúsa. Þau giftust ári seinna og upp frá því fóru börnin fimm að koma í heiminn, við Bjarnhildur síðust fædd ’56 og ’58 í minningunni oft kynnt sem elliafglöpin, takk fyr- ir þau afglöp. Þessi rúmlega 50 ár sem við áttum saman eru ekkert nema góðar minningar, tjaldferðalög- in þegar við vorum ung, oft farið á Laugarvatn og alltaf verið í gamla hvíta tjaldinu. Salta síld með mömmu í Litlu Milljón, rífa upp og umsalta fiski. Það væri endalaust hægt að halda áfram að telja upp en flest myndi tengjast gamni eða þá að taka þátt í og aðstoða við vinnu, þó síst heimilisstörfum en við þau slapp maður algjörlega. Vorið 1972 dó pabbi og við litlu örverpin tvö eftir í kotinu, þá tók mamma upp á því að taka bílpróf. Það haust fórum við á Laugarvatn, mamma að vinna en við krakkarnir tveir í Héraðs- skólann. Þessi útilega endaði og mamma fór að vinna í „Messan- um“ og vann þar út sinn starfs- feril. Jafnframt því fór hún að fara til útlanda, m.a. Írlands, Kanada, Grikklands, Júgóslavíu og Þýskalands. Einhvern tíma á þessu tímabili kynntist hún hon- um Agli Júlíussyni. Þau áttu saman 12 góð ár áður en hann féll frá. Egill kynnti mömmu fyrir veiði og sumarbústaðalífi við Þingvallavatn. Það þarf ekki að orðlengja það að hún varð algjörlega veiði- sjúk, lét ekki duga að veiða við bústaðinn sem varð með tíman- um helgur staður í huga hennar, heldur fóru þau um víðan völl að leita að bráð, t.d. í Hlíðarvatnið, Hnausatjörnina, Hópið og Úlf- kelsvatn. Fyrsta laxinn veiddi mamma í Grímsá, en þangað fór- um við tvö þrisvar í góðum hópi. Það var gaman þegar hún setti í laxinn, þá bauð ég fram aðstoð mína við löndun, en hún afþakk- aði pent með þeim orðum: „Þú kannt ekkert á svona veiði.“ Ég er viss um að túrbaninn var á höfðinu allar þessar veiðiferðir. Einhvers staðar verður að hætta að hugsa en mikið var skrítið að fara suður nú þegar þú varst fallin, það var aldrei hringt og athugað hvernig gengi og hvort væri hálka og enn skrítn- ara verður að fá ekki rokviðvör- un og ósk um að loka gluggum þegar illa spáir. Mamma mín, takk fyrir allt og allt. Birgir og Auður Lóa. Það mun aldrei úr mínu minni líða, hversu vel hún Þuríður tengdamamma tók mér þegar ég fór að birtast á hennar heimili fyrir hartnær 35 árum. Ég þakka Guði fyrir öll þessi ár sem ég fékk að njóta samvistum með henni. Hún var ein sú heil- steyptasta og réttsýnasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Ég kveð hana með sárum söknuði en veit jafnframt að hún er núna á þeim stað sem hún þráði. Hún er örugglega í öruggum höndum allra þeirra sem farnir eru héð- an og þóttu vænt um hana í lif- andi lífi. Hún Þura mín bar alltaf svo mikið traust til mín sem mér fannst oftast að ég ætti alls ekki skilið en af því lærði ég mikið. Þetta skilyrðislausa traust hennar til mín kenndi mér svo margt. Kenndi mér að axla ábyrgð. Vinátta hennar og væntumþykja gerði mig að betri manni en ég hefði annars orðið. Það má segja að hún hafi að mörgu leyti alið mig upp. Þura var sílesandi meðan hún hafði sjón til og blessunarlega þá gaf Guð henni þá sjón sem til þurfti, nánast allt til enda. Þessi áhugi hennar opnaði nýjar vídd- ir fyrir mér og hún var óþreyt- andi við að segja mér frá og benda mér á rithöfunda og bæk- ur sem henni fannst að ég ætti að lesa. Hún hafði mest gaman af sígildum bókmenntum eins og Þórbergi og Halldóri Laxness, en einnig fannst henni gaman að allskonar ævi- og skemmtisög- um. Húmorinn og kímnin voru sjaldan langt undan hjá henni Þuru minni. Ég á í minni mínu margar skemmtisögur sem hún sagði mér og minni hennar var við- brugðið allt til enda. Hún sagði okkur hjónunum margar sögur af sér ungri og það eru reynslu- sögur sem við bæði munum allt- af muna og geyma í brjósti okk- ar. Hún átti bæði góða og erfiða ævi. Erfiðleikar sem hún gekk í gegnum hefðu bugað marga. Hún átti erfiða æsku, missti mömmu sína barnung. Hún missti mann sinn á besta aldri. Hún missti elsta son sinn í hörmulegu slysi, þurfti að sjá eftir barnabörnum sem Guð tók til sín öllum að óvörum. En það var ekki allt, því einnig sá hún á eftir sambýlismanni sínum kær- um þegar Egill Júlíusson lést árið 1993. En þrátt fyrir allt þetta stóð hún alltaf upprétt og örugg. Missti aldrei trúna og var öðrum sú stoð sem þau aldrei gleyma. Það eru margir sem syrgja hana því öllum sem henni kynnt- ust hlaut að þykja vænt um hana. Ég votta þeim öllum dýpstu samúð mína af heilum hug en segi jafnframt að við öll sem þekktum Þuru, við vorum heppin og eigum að þakka Guði fyrir þann tíma sem við fengum að vera með henni í þessu lífi. Mig langar til að enda þetta á séra Hallgrími Péturssyni, sem hún dáði mjög. Þetta er jafn- framt það sem Þura hafði í huga á sínum síðustu stundum. Þetta er „Um dauðans óvissan tíma“. Síðasta erindið sem flestir þekkja: Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Halldór Heiðar. Það er sárt að kveðja þig, amma mín. Þú varst alltaf svo góð og hugsaðir svo vel um alla í kringum þig. Ég hugsa núna um allar minningarnar okkar saman sem eru allar góðar. Ég man eft- ir afmælinu mínu á Vesturgöt- unni sem ég hélt hjá þér. Þá gerði Bjarnhildur prinsess- uköku handa mér og allir komu í veislu. Ég á eftir að sakna þess rosalega að koma til þín á Þing- velli og veiða í vatninu eins og ég gerði svo oft með þér. Það var með því skemmtilegasta sem ég gerði að fara til þín á Þingvelli í bústaðinn, alveg toppurinn á sumrinu. Mér þykir svo rosalega vænt um þig. Ég gaf þér einu sinni ísskápa- segul sem á stóð „Besta amma í heimi“, það er sko alveg satt. Árdís Drífa Birgisdóttir. Þuríður Halldórsdóttir ✝ Móðir okkar, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR frá Mýrum í Skriðdal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum, þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 26. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.