Morgunblaðið - 23.02.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 23.02.2011, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Þann 22. janúar síðastliðinn lést góður vinnu- félagi, Marinó Kristinsson. Það er einstakt að rifja upp með vinnufélögum minningar um Marinó. Sjaldan hef ég heyrt jafn margar sögur og allar góð- ar af samskiptum við vinnu- félaga. Karakter sá sem hann hafði að geyma mun seint úr minnum líða. Ávallt jákvæður, hress og tilbúinn í að taka á því sem dag- urinn bar í skauti sér. Orð eins og „ekkert mál“ og „sjálfsagt að redda þessu“ voru tíð hjá Marinó sem virtist hafa það eitt markmið í lífinu að hjálpa öðr- um og hugsa í lausnum. Við fyrstu kynni af Marinó fyrir um 10 árum var alveg ljóst hvaða mann hann hafði að geyma, enda laðaði hann að sér fólk og bros. Ég hef aldrei kynnst ein- staklingi sem hefur tekist á við Marinó Kristinsson ✝ Marinó Krist-insson fæddist í Reykjavík 1. október 1953. Hann lést á Land- spítalanum 22. jan- úar 2011. Útför Marinós fór fram frá Lang- holtskirkju 11. febrúar 2011. jafn erfiðar aðstæð- ur og hvítblæði af slíkri auðmýkt og sátt sem Marinó sýndi. Hvernig hann ræddi við okk- ur vinnufélagana vikum áður en hann yfirgaf okkur var mér innblástur sem ég mun seint gleyma. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til barna og ættingja Marinós og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Vinnufélagi hjá Símanum, Davíð Stefán Guðmundsson. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ég man þegar ég sá þig í fyrsta sinn. Þú varst að byrja á vinnu- staðnum mínum og ég hugsaði „þessi er hress og snaggaraleg- ur“ í framhaldinu komst ég að því hve gott var að hafa þig á staðnum. Við fórum að spjalla saman, eins og gengur, og komumst fljótlega að því að við vorum bæði með samskonar sjúkdóm, það leiddi svo til frekari sam- ræðna og nú töluðum við sama tungumálið. Á stórum vinnustað er vita- skuld þverskurður þjóðfélags- ins og ýmislegt gengur á. Mér detta í hug sjómennirnir hér áður fyrr sem komu af hafi og sáu vita í landi svo kærkom- ið ljós í myrkrinu. Þú varðst mér svona viti, maður sem ég var ekkert að trufla með mín- um málum en það var svo gott að vita af þér þarna. Það fylgdi þér alla tíð svo mikið öryggi og staðfesta. Þú smaugst alltaf svo lipurlega fram hjá öllu og kenndir mér heilmikið í því efni bara með því fylgjast með þér í hópnum og í viðskiptum við kúnnana. Alltaf hress og kátur, en það var ekkert hægt að fara með þig. Þú varst mér alla tíð góð fyrirmynd og svo margt frá þér sem ég hef reynt að tileinka mér og held áfram að vilja tileinka mér. Svo var það einkalífið sem ég fékk, mér til ánægju dálítið að fylgjast með. Stelpurnar þínar komu í heimsókn á vinnustað- inn og önnur var svo í sumar- vinnu þarna líka. Hvað þú varst stoltur pabbi, þú ljómaðir alveg þegar við rædd- um um krakkana þína. Svo fékk ég að fylgjast með þegar Hjördís var ófrísk og það var aldeilis stoltur afi sem flutti mér tíðindin þegar strákurinn var fæddur, Þú varst hreinlega að springa af monti. Svo kom nafnið, Marinó Breki, þú varst svo glaður með nafnið, en að ég held dálítið feiminn að láta það mikið í ljós. Það eru eingöngu góðar minn- ingar sem fylgja okkar kynn- um, ekkert annað. Svo var vinnustaðnum okkar lokað, starfið mitt lagt niður og þú og þinn hópur fluttuð ann- að. Þá missti ég sjónar á þér. Ég hef oft hugsað um að hafa uppi á þér og athuga hvernig lífið gengi, en því miður náði það aldrei lengra. Maður held- ur alltaf að það sé nógur tími þegar fólk er ekki eldra en þú varst, en svo einn góðan veð- urdag er maður minntur óþyrmilega á fallvaltleika til- verunnar og hrekkur illa við. En í þínum anda reyni ég nú að hrista eftirsjána af mér og setjast heldur niður og skrifa þér það sem ég aldrei náði að segja við þig. Blessuð sé minning þín. Ég bið ykkur fólkinu hans allrar blessunar um ókomna tíð og bið að minningarnar um hann megi ylja ykkur og létta ykkur lífið. Rúna Knútsdóttir. Ég dáðist alltaf að tengda- föður mínum sem hafði hug- rekki til að láta drauma sína rætast sem ungur maður og sækja sér það líf sem hann vildi. Sú mynd sem ég hef í huga mér af Einari áður en ég kynntist honum er eins og brot úr gamalli kvikmynd. Aðalleik- arinn töffari með stórt hjarta sem leggur heiminn að fótum sér og tónlistin sungin af Frank Sinatra eða leikin af Glenn Mill- er. Ævintýraljómi er yfir því skeiði lífs hans þegar hann var flugmaður, las í himininn og tróð breiðgötur New York- borgar á meðan þjóðvegur eitt var enn bundinn möl á Íslandi. Ástríða hans fyrir starfinu var mikil og hann sinnti því af alúð og nákvæmni enda voru farþeg- arnir alltaf öruggir í hans hönd- um. Ég man þegar hann fór á flug, næstum í bókstaflegri merkingu, og sagði sögur frá flugmannstíð sinni sem voru vægast sagt krassandi. Hann kynntist heimi sem var flestum af hans kynslóð framandi og lenti í ótrúlegum ævintýrum. Ég sé þau líka stundum fyrir mér, hvernig hann flúði undan byssukúlum í miðri byltingu einhvers staðar, eða stóð í dyr- um flugvélarinnar og bannaði hænum og geitum að ganga um borð. Gapandi yfir þessum frásögn- um hafði ég orð á töffaraskapn- um sem þessu öllu fylgdi en þá hló hann bara og sagði að þetta hefði nú bara verið vinnan hans og ekki neitt til að flíka. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una var Einar sestur í helgan stein og bauð mig velkomna í fjölskylduna á sinn afslappaða Einar Ólafur Gíslason ✝ Einar ÓlafurGíslason fædd- ist í Þingholtsstræti 23, Reykjavík, 6. apríl 1929. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 6. febrúar 2011. Útför Einars fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 18. febrúar 2011. máta, enda einstakt ljúfmenni. Hans daglega líf var ein- falt en skipulagt, enda var hann allt- af mjög nákvæmur í öllu sem hann gerði. Hann lét sér annt um fuglana sem flugu um him- ininn og settust á svalirnar og hann las veður og vinda úr skýjafarinu einu saman. Langar gönguferðir með hund- inn Krumma veittu þeim báðum ánægju og var Krummi honum góður félagi. Í eldhúsinu var hann listakokkur og enginn sem stóðst honum snúning með framandi krydd og eins og allt annað sem hann hafði hæfileika til eldaði hann áreynslulaust. Og eftir kvöldmat átti hann það til að setjast niður við píanóið og leika djass af fingrum fram af sama áreynsluleysi. Á efri árum var hann jarð- bundinn og heimakær og naut sín með fjölskyldunni. Hann var góður afi barnanna minna, hlýr og yndislegur maður sem verð- ur sárt saknað. Við hugsum allt- af til Einars þegar við horfum til himins. Töffarans sem setti mark sitt á himininn og okkur. Kristín Eva Þórhallsdóttir. Einar Gíslason mágur minn og góður vinur féll frá 6. þ.m. Alla tíð frá því Fríða systir og Einar giftust, í fjóra áratugi, hefir alltaf verið mikið og stöð- ugt samband milli fjölskyldna okkar. Synir þeirra Kolbeinn og Einar jr. og Ólafur sonur minn, sem eru á líkum aldri, urðu fljótt góðir vinir og á unglings- árum þeirra, fleiri frænda og vina var oftast hist í flottu af- drepi fyrir táningana heima hjá Einarssonum. Þar voru bumbur barðar, strengir slegnir, hlustað á allavega músík, eins og t.d. Iron Maiden-rokk, og eflaust rökrætt um lífið og tilveruna. Allir alltaf velkomnir af um- burðarlyndum húsráðendum. Einar var prýddur eiginleik- um, sem flestum finnast aðdá- unarverðir. Hann var hlýlegur og notalegur í viðmóti, hógvær og kurteis, mjög músíkalskur, spilaði eftir eyranu djassstand- arda að hætti Fatz Waller og Teddy Wilson o.fl., sem frænd- fólk og vinir fengu oft að njóta. Frá jólum 1994 þegar ég var komin í ekkjustand og fram til 2006 vorum við Óli langflest að- fangadagskvöld hjá Fríðu og Einari, sem var okkur kærkom- ið. Til þeirra er gott að hugsa. Einar kom alltaf til dyra bros- andi og einlægur, með „trygg- asta vininn“ hann Krumma sinn sér við hlið, sem fagnaði okkur á sinn hátt. Hengdi upp yf- irhafnir, bauð til eldhúss þar sem Fríða var að ljúka við ým- islegt tilheyrandi matnum. Þetta urðu alltaf sérlega nota- legar stundir sem gott er að minnast. Ég kveð traustan og góðan vin og sé hann í anda brosandi með Krumma sinn álíka glaðan, þegar þeir tóku á móti vinum sínum. Ég sakna þeirra beggja. Við synir mínir Kolbeinn Jón og Ólafur Brjánn og fjölskyldur þeirra samryggjumst Fríðu systur, sonum hennar og Ein- ars og fjölskyldum þeirra. Góður maður er genginn. Blessuð sé minning hans. Selma Samúelsdóttir. Í æsku minni var Einar Ólaf- ur ævintýrapersóna strákabók- anna holdi klædd. Ekki einasta skaut hann rjúpu og gæs til jólanna heldur kom hann fas- mikill í fjölskylduboðin, þar sem var jafnan nóg framboð af fólki sem vildi og gat dóminer- að með sögum af einkennileg- um mönnum, og sagði sögur af sjálfum sér sem yfirtrompuðu allt annað í eyrum ungra drengja á gólfinu: Á flugi í næt- urmyrkri yfir ókortlagðri Sa- haraeyðimörkinni á sundur- skotnum vélum á leið með vistir handa hungruðum börnum í Bi- afrastríðinu og þurfti sjálfur að beita verkamenn hörðu að af- ferma vélarnar svo hann kæm- ist aftur út yfir eyðimörkina fyrir dagrenningu. Nokkru síð- ar komu heillandi lýsingar á háttum pílagríma á leiðinni til Mekka og hvernig þeir brugð- ust við sínum fyrstu kynnum af okkar tæknivæddu þægindum. Þegar Einar taldi mig hafa vit til fór hann að lýsa hinni miklu ábyrgð flugstjórans í háloftun- um yfir Atlantshafi þegar góð- glaðir farþegarnir dormuðu í sætum sínum og vélin brytist áfram á orkunni frá litlum neista í miðjum hreyflinum – sem líf allra um borð ylti á að slokknaði aldrei. Einar var Loftleiðamaður og sættist aldrei við sameiningu þess félags við Flugfélag Ís- lands undir merkjum Flugleiða. Fannst flug til Skandinavíu vera skyldara innanlandsflugi til Akureyrar en því Ameríku- flugi sem hann hafði sérhæft sig í. Þó braut hann odd af of- læti sínu eitt sinn að vorlagi þegar afi og amma tóku mig með sér til Kaupmannahafnar í mína fyrstu utanlandsferð, tólf ára gamlan. Þá gat Einar hagað því svo til að hann yrði flug- stjóri og tók okkur afa beint framí til sín fyrir flugtak svo við gætum fylgst með öllu. Við vor- um ekki fyrr komnir á loft en Einari datt í hug að sýna pabba sínum æskuslóðirnar á Eyrar- bakka. Hann tók því stefnuna á Þrengslin og niður í Þorláks- höfn þar sem hann sveigði aust- ur með ströndinni og hallaði vélinni hæfilega svo við sæjum nú Eyrarbakka örugglega nógu vel þar sem ég hafði oft leikið mér í fjörunni með Kristínu dóttur hans sem lést langt um aldur fram fyrir liðlega tíu ár- um. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að kartöflugrösin væru komin upp í garðinum við bernskuheimili afa hækkaði Einar loks flugið í eðlilega hæð – en við afi fórum afturí og nut- um ferðarinnar þar til flugstjór- inn kallaði okkur aftur til sín fyrir lendinguna. Ekki er langt síðan ég settist hjá Einari í fjölskylduboði þar sem aðrir sáu nú um að halda orðinu. Hann var frekar þögull og hélt sér til hlés, sagði að þótt hann liti kannski sæmilega út hefði hjartabilun dregið úr sér allan mátt svo hann fyndi ekki lengur fyrir neistanum í brjósti sér. Eins og hann vildi segja að nú væri komið að lendingu sem yrði ekki lengur undir hans stjórn. Á yngri árum þoldi hann ekki við á sjúkrastofnun í umsjá vandalausra og útskrifaði sig eitt sinn sjálfur þegar hann þurfti að leggjast inn vegna smákvilla. Það var ekki hans stíll að verða karlægt gamal- menni upp á hjálp annarra kominn. Blessuð sé minning frænda míns. Gísli Sigurðsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ARASON, Þórólfsgötu 15, Borgarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugar- daginn 26. febrúar kl. 14.00. Kristín Haraldsdóttir, Haraldur Bjarnason, Katrín Regína Frímannsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Ari Bjarnason, Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Haraldsson, Kolbrún Stella Karlsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Haraldur Ari Karlsson, Tinna Björk Aradóttir, Karólína Haraldsdóttir, Brynja Aud Aradóttir, Bjarni Arason, Karl Jóhann Örlygsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGVI SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 21. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Guðmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Þórður Ingvi Guðmundsson, Guðrún Salome Jónsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Með þessu litla sanna ljóði kveð ég æskuvinkonu mína Guggu úr Vesturbænum í leik og gleði æskuáranna, vináttu er spannar yfir sjötíu ár. Fjórar vorum við og er hún sú þriðja sem kveður. Árin liðu en ætíð hélst vináttan þó að langt væri á milli endur- funda. Alltaf kom hún er ferða- langur kom í bæinn, þá voru vin- stúlkur heimsóttar og þá var glatt á hjalla. Einnig var ekið á milli fataverslana og kannað hvað var í boði og víða var farið. Svo brá Gugga stundum undir sig betri fætinum og ók vestur á bóg- inn og var fagnað. Guðbjörg María Hannesdóttir ✝ GuðbjörgMaría Hann- esdóttir fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1932. Hún lést á líknardeild LSP í Kópavogi 4. febr- úar 2011. Útför Guð- bjargar fór fram frá Langholts- kirkju 21. febrúar 2011. Gugga með sitt ró- lega yfirvegaða fas, enginn ærðist í ná- vist hennar og ætíð kom hún sínum mál- um fram á sinn hljóða hátt. Eiginmanni og fjöl- skyldu sendum við samúðarkveðjur. Sigurdís og fjölskylda. 21. febrúar síðastliðinn var til moldar borin kær vinkona okkar Gugga eins og við kölluðum hana, saumaklúbbsvinkona okkar til fjölda ára. Fyrstu árin þegar börnin voru lítil fannst okkur gott að komast út á kvöldin, þá hitt- umst við alltaf vikulega. Seinna þegar við fórum að vinna úti dreifðist saumaklúbburinn í hálfs mánaðar samverustundir. Þegar aldurinn færðist yfir okkur urðu samverustundirnar að degi til. Til Guggu var alltaf gott að koma og ekki var meðlætið af verri endanum, þessar líka fínu tertur og brauðið alltaf jafn gott. Gugga er sú þriðja sem fellur frá úr saumaklúbbnum. Við þökkum Guggu fyrir allar yndislegu og skemmtilegu samverustundirnar og öll árin sem við náðum að vera saman. Við sendum Guðmundi og fjöl- skyldu samúðarkveðjur fyrir hönd saumaklúbbsins, Sunna J. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og við- eigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.