Morgunblaðið - 23.02.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.02.2011, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Schubert hafði þegar færtljóð Müller, Malarastúlk-una fögru, í tónbúningnokkrum árum áður þegar hann tók til við að semja Vetrarferð- ina. Verkið samdi hann í tveimur hlutum, 12 söngvar í hvorum hluta, annars vegar í febrúar og hins vegar í október árið 1827. Fyrsta útgáfa verksins var einnig í tvennu lagi og kom út snemma og síðla árs 1828. Lagaflokkurinn fjallar um ungan mann, sem hefur verið svikinn í tryggðum og notar Müller sífellt myndlíkingar úr heimi náttúrunnar til þess að sýna sálarvíl hins brostna hjarta, frostið sem nístir sálina, villuljós hugans og hrímið, sem bregður gráma á hár hans, svo nokkur dæmi séu tekin. Vetr- arferðin hefur ávallt verið talin einn af hápunktunum í ljóðalist Schubert, enda sagði austurríska leikskáldið Grillparzer um verk hans: „Hann lét orðin syngja og tónana tala“. Bjarni Thor hefur verið einn af okkar farsælustu söngvurum und- anfarin ár og hefur sungið viðamikil bassahlutverk í fjöldamörgum óp- eruhúsum í Evrópu og víðar. Bjarni Thor, sem hlaut Grímuna sem söngvari ársins árið 2006, stóð sig frábærlega þessa laugardagsstund. Að vísu gætti þess einu sinni eða tvisvar í upphafi að það vantaði að- eins upp á stuðninginn í veikum nið- urlagshendingum, svo að tónninn féll lítið eitt en slíkt er sparðatíning- ur hinn mesti í ljósi frammistöð- unnar. Vetrarferðin lék í höndum hans og túlkunin og heildarsvip- urinn var sannfærandi allt frá upp- hafi til enda. Ekki er hægt að tala um eiginlegan undirleik, þegar kem- ur að píanópartinum, enda er píanó- leikarinn fullgildur þátttakandi í þessari tónsmíð. Ástríður Alda sannaði það með Chopin-geisladiski sínum nýverið að hún er flottur túlk- andi rómantískrar tónlistar og var samleikur þeirra Bjarna hnökra- laus. Íslenskri þýðingu á texta Vetr- arferðarinnar var smekklega varpað á tjald að baki flytjenda meðan á flutningi stóð og setti það punktinn yfir i-ið varðandi þennan flutning. Hvort sem maður skilur þýskuna lítt eður vel gefur slíkt tónleikaupplif- uninni aukna dýpt. Schubert í Salnum Morgunblaðið/Ómar Ástríður Alda og Bjarni Thor „Vetrarferðin lék í höndum hans og túlkunin og heildarsvipurinn var sannfærandi allt frá upphafi til enda.“ Salurinn Bjarni Thor Kristinssonbbbbn Franz Schubert: Vetrarferðin, ljóða- flokkur e. Wilhelm Müller. Bjarni Thor Kristinsson bassi, Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanó. Laugardagurinn 19. febr- úar kl. 17.00. SNORRI VALSSON TÓNLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Skagfirski karlakórinn Heimir legg- ur land undir fót í vikulokin og kem- ur fram á tvennum tónleikum á suð- vesturhorninu. Syngur kórinn í Njarðvíkurkirkju á föstudagskvöldið kl. 20.30 og í Langholtskirkju daginn eftir, laugardag, kl. 15. Helga Rós Indriðadóttir sópr- ansöngkona stýrir kórnum í vetur þar sem Stefán R. Gíslason er í leyfi. „Á tónleikunum verða klassísk karlakóralög, hestamannaljóð og óp- erukórar,“ segir Helga Rós. „Við byrjum á þjóðlegum nótum og svo er efnisskráin eftir hlé meira léttleik- andi. Hinn ungi skagfirski harm- ónikkusnillingur Jón Þorsteinn Reynisson kemur fram með okkur, leikur með í nokkrum lögum og verður líka með einleik.“ Helga Rós tók við Heimi í haust og segir samstarfið við kórfélaga hafa gengið mjög vel. „Þeir tóku mér strax vel og leggja sig alla fram, eru til í allskyns hundakúnstir á æfingum og það hef- ur verið óskaplega gaman hjá okkur. Við æfum tvisvar í viku og félagarnir leggja mikið á sig, sumir þurfa að fara langa leið á æfingar.“ Er satt að Helga Rós hafi jafnvel sett þá í þrekæfingar? Hún hlær og svarar játandi. „Þeir mæta ekki bara á söngæfingar held- ur eru þetta líka leikfimiæfingar, en það er hluti af upphitun. Þeir gera allt sem ég segi,“ aftur hlær hún. „Annars hjálpar það til við að ná dýpri öndun og slaka á að hreyfa sig um leið og maður syngur, röddin fær að njóta sín.“ Söngur eykur vellíðan Helga Rós, sem er frá Hvíteyrum í Lýtingsstaðahreppi, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og er menntaður tónmennta- og söng- kennari, og einsöngvari. Þá lauk hún meistaragráðu við Tónlistarháskól- ann í Stuttgart árið 1999 og var í kjölfarið fastráðin sem einsöngvari við óperuhúsið í Stuttgart þar sem hún starfaði í 8 ár. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Heimi við ýmis tækifæri.„Það voru því ekki margir kórfélagar sem ég þekkti ekki þegar ég tók við kórnum í haust,“ segir hún og bætir við að þótt flestir kórfélaganna séu vanir, þekki efnisskrána vel og viti hvað þarf að leggja mikið á sig á tón- leikum sé talsverð og ánægjuleg endurnýjun í hópnum. En hver skyldi að hennar mati vera ástæðan fyrir vinsældum Heimis og hinni rómuðu skagfirsku raddfegurð? „Áhugi kórfélaganna er ótrúlega mikill. Einn sagði að Bretinn færi á pöbbinn eftir vinnu en hann færi á kóræfingu!“ segir hún. „Söngur er líka hollur og eykur vellíðan. Annars held ég að eitthvað í gen- unum sé ástæðan fyrir þessari sam- heldni og vinsældunum. Ég hef líka haldið fram að ástæðan sé land- fræðileg; fjallahringurinn sem um- lykur okkur hefur sín áhrif.“ „Það hefur verið óskaplega gaman“  Helga Rós Indriðadóttir stýrir Karlakórnum Heimi í vetur Stjórnandinn Helga Rós Indriðadóttir með hluta Karlakórsins Heimis. Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur á tónleikum á Café Rósenberg í kvöld, miðvikudag. Hefjast tónleikarnir klukkan 21.00 miðvikudagskvöldið 23. febrúar kl 21:00. Hljómsveitin var stofnuð um mitt ár 2010 en meðlimir hennar eru íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnir. Efnisskrá hljóm- sveitarinnar er samsett af þjóð- legri tónlist frá Balkanlöndunum en sú tónlist er annáluð fyrir ólg- andi tilfinningahita, blandaðan austurlenskri dulúð. Forsprakkar hljómsveitarinnar hafa sótt sér innblástur með ferðum til Búlg- aríu þar sem þeir hafa numið hjá ýmsum þarlendum hljómlist- armönnum. Hljómsveitina skipa þeir Hauk- ur Gröndal á klarínett, en hann hefur fengist talsvert við Austur- evrópska tónlist, Ásgeir Ásgeirs- son á tamboura, Þorgrímur Jóns- son á rafbassa, Erik Qvick á slag- verk og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Skuggamyndir frá Býsans leika í kvöld Spilað Hluti hljómsveitarmeðlima. Vísindafélag Ís- lendinga efnir til málþings í Þjóð- minjasafninu í dag, miðvikudag, undir yfirskrift- inni: Um fjár- mögnun grunn- rannsókna á Íslandi – Bein framlög eða sam- keppnissjóðir? Stendur málþingið frá kl. 16-18. Frummælendur verða prófess- orarnir Magnús Karl Magnússon og Jón Torfi Jónasson. Guðrún Nordal stýrir málþinginu. Málþing um fjármögnun rannsókna Magnús Karl Magnússon Gerður Kristný mun á morgun, fimmtudag, ræða um ljóðabók sína, Blóðhófni, í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? Fyrirlest- urinn verður í stofu 105 á Há- skólatorgi fimmtudaginn 24. febr- úar og hefst klukkan 12.00. Gerður Kristný hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir Blóðhófni og fjallar meðal annars um tilurð bókarinnar. Ljóð- in kallast á við eitt þekktasta ljóð Eddukvæða, „Skírnismál“. Fyrirlestraröðin er skipulögð af ritlist við íslensku- og menning- ardeild í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun. Gerður Kristný fjallar um Blóðhófni 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Mið 23/2 kl. 20:00 forsýn Þri 8/3 kl. 20:00 aukasýn Lau 26/3 kl. 19:00 12.k Fim 24/2 kl. 20:00 forsýn Mið 9/3 kl. 20:00 6.k Fös 1/4 kl. 19:00 Fös 25/2 kl. 20:00 frumsýn Fös 11/3 kl. 19:00 7.k Lau 2/4 kl. 19:00 Lau 26/2 kl. 19:00 2.k Fös 11/3 kl. 22:00 aukasýn Sun 3/4 kl. 20:00 Þri 1/3 kl. 20:00 aukasýn Mið 16/3 kl. 20:00 8.k Fim 7/4 kl. 20:00 Mið 2/3 kl. 20:00 3.k Fim 17/3 kl. 20:00 9.k Lau 9/4 kl. 19:00 Fös 4/3 kl. 19:00 4.k Fös 18/3 kl. 19:00 10.k Sun 10/4 kl. 20:00 Fös 4/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 18/3 kl. 22:00 ný aukas Sun 17/4 kl. 20:00 Lau 5/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 24/3 kl. 20:00 11.k Fös 29/4 kl. 19:00 Lau 5/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 25/3 kl. 19:00 aukasýn Lau 30/4 kl. 19:00 Sun 6/3 kl. 20:00 5.k Fös 25/3 kl. 22:00 aukasýn Tveggja tíma hláturskast...með hléi Ofviðrið (Stóra sviðið) Fim 3/3 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Sun 27/2 kl. 19:00 aukasýn Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn Lau 12/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar. Allra síðustu sýningar! Afinn (Litla sviðið) Sun 27/2 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 19:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans. Sýnt á Stóra sviðinu í mars Nýdönsk í nánd (Litla svið) Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Fim 24/2 kl. 20:00 5.k Lau 26/2 kl. 19:30 Fös 15/4 kl. 19:00 Fös 25/2 kl. 20:00 6.k Lau 26/2 kl. 22:00 Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr. Sýnt á Stóra sviðinu í apríl Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Sun 27/2 kl. 12:00 Sun 27/2 kl. 14:00 lokasýn Bestu vinkonur allra barna. Síðustu sýningar! Nýdönsk í nánd – á Stóra sviðinu í apríl ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is LÉR KONUNGUR Sýningum lýkur í febrúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.