Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 31
AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í síðustu viku duttu inn umdyralúgurnar eða ofan í póst-kassana hjá rúmlega 600 ís- lenskum listamönnum bréf frá út- hlutunarnefndum listamannalauna. Þeir höfðu sótt um starfslaun til að geta einbeitt sér í ákveðinn tíma að tilteknum verknum á sínu sviði; bréfin duttu í póstkassa rithöf- unda, myndlistarmanna, hönnuða, tónlistarflytjenda, tónskálda og sviðslistafólks. Samkvæmt fréttatilkynningu var að þessu sinni um að ræða 621 umsókn frá einstaklingum og fulltrúum sviðslistahópa um starfs- laun eða ferðastyrki. Þurftu um- sækjendur að útskýra nákvæmlega hvernig starfslaununum yrði varið og að hvaða verkefnum þeir ynnu. Þegar umslögin voru opnuð voru ekki nærri öll svörin jákvæð. Starfslaun fengu að þessu sinni 198 einstaklingar og hópar. Til úthlut- unar voru 1.465 mánaðarlaun en samkvæmt fjárlögum ársins fá listamennirnir 274.739 krónur í laun á hverjum mánuði.    Samkvæmt lögum er tilgangurlistamannalaunanna að efla listsköpun í landinu. Og það gera þau, svo sannarlega. Þessi úthlutun ríkisins er grundvallarforsenda þess að hér í þessu fámenna landi er jafn öflugt og faglegt listalíf og raun ber vitni. Mörg síðustu ár hefur nokkuð borið á upphrópunum fólks, þegar tilkynnt hefur verið um úthlutun starfslauna, þar sem fyrirkomulag- ið hefur verið gagnrýnt. Bless- unarlega þögðu þær raddir fyrir síðustu helgi, enda hefði skýrslan um hagræn áhrif skapandi greina átt að þagga niður í þeim mjóróma kór þegar hún var kynnt í haust. Þar sagði að hinar skapandi grein- ar veltu að minnsta kosti 191 millj- arði árið 2009 og við þær störfuðu um 10.000 manns. Starfslaun lista- manna eru gríðarlega mikilvæg vítamínsprauta í þá deiglu alla, enda kom í ljós að framlag hins op- inbera nemur einungis um 13 pró- sentum af heildartölunni. Er nema von að maður velti fyrir sér hvort nokkur hlutur sem ríkið leggur fjármagn í ávaxti sig betur og á augljósari hátt en starfslaun lista- manna. Ég leyfi mér að efast um það. Enda fékk mennta- og menn- ingarmálaráðherra því nýverið framgengt að fjölgað var mán- aðarlaunum til úthlutunar. Á Katr- ín Jakobsdóttir hrós skilið fyrir það – enda spýtti hún svo sann- arlega auknum krafti í innlenda framleiðslu og listsköpun með þeirri aðgerð. Ef hugmyndir listamannanna eru fræin þá eru starfslaunin áburðurinn sem tryggir glæsta uppskeru – uppskeru sem öll þjóð- in nýtur.    Þeir sem sitja í úthlut-unarnefndum um starfslaun eru ekki öfundsverðir. Það er erf- itt og vanþakklátt starf enda er hlutverk þeirra að gera metn- aðarfullu fólki kleift að sinna köll- un sinni – og fá því miður ekki allir það sem þeir vonast til. Miklar kröfur eru gerðar til umsókna, enda er verið að gera mörgum helstu listamönnum þjóð- arinnar, rétt eins og nýliðum sem hafa vakið eftirtekt og vinna að áhugaverðum verkefnum, kleift að einbeita sér að listinni og sköp- uninni í ákveðinn tíma: í þrjá, fimm, sex, níu, 12 eða 24 mánuði. Ekki er hægt að búast við því að listamenn geti skapað fram- úrskarandi verk í aukavinnu, um leið og þeir framfleyta fjölskyldu og halda heimili. En þegar þeir fá starfslaun einbeita listamennirnir sér undantekningarlítið að verkum sem lengi hafa verið í undirbún- ingi, verkum sem munu knýja langt færiband í samfélaginu. Þessi laun skapa grundvöll starfsemi bókaútgefenda og bókaverslana, innrammara og smíðaverkstæða, safna og fólksins sem á þeim starf- ar, fólksins sem starfar í leik- húsum og við framleiðslu hvers- kyns hönnunarvara, í upptökuheimilum og tónleikastöð- um, og svo mætti áfram telja. Og allt greiðir þetta fólk skatta og féð skilar sér í hringrás samneysl- unnar. Oft á tíðum stíga listamenn- irnir úr öðrum störfum, sem jafn- vel eru mun betur launuð, til að nota þetta mikilvæga tækifæri til að sinna köllun sinni og skapa. Starfslaun listamanna gera það að verkum að hér þrífast skap- andi listir, metnaðarfull listsköpun sem auðgar líf íbúanna, styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og vekur athygli á henni utan landsteinanna. Forsenda öflugs listalífs » Þegar þeir fá starfslaun einbeita listamenn-irnir sér undantekningarlítið að verkum sem lengi hafa verið í undirbúningi, verkum sem munu knýja langt færiband í samfélaginu. Morgunblaðið/Einar Falur Á vinnustofu listamanns Þóra Einarsdóttir sópran syngur á vinnustofu Sigurðar Árna Sigurðssonar myndlistarmanns á Listahátíð í maí síðastliðnum. Þau Þóra og Sigurður Árni fá bæði starfslaun í eitt ár. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.20 L BIG MOMMA´S HOUSE LÚXUS KL. 8 - 10.20 L THE EAGLE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN KL. 8 16 BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.30 16 GREEN HORNET 3D KL. 5.25 12 THE DILEMMA KL. 10.30 L GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L 127 HOURS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE FIGHTER KL. 5.30 - 10.30 14 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S.,MBL BIG MOMMA´S HOUSE KL. 8 - 10.10 L JUST GO WITH IT KL. 8 - 10.10 L SÚÐBYRÐINGUR, SAGA BÁTS KL. 6 L -H.S.S., MBL T.V. - KVIKMYNDIR.IS ÁTAKANLEG SAGA SEM SKILUR ENGAN EFTIR ÓSNORTINN. .. FRANCO ER ÓAÐFINNANLEGUR. -H.H., MBL MISSIÐ EKKI AF EPÍSKRI STÓRMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST KING OF SCOTLAND HEIMSFRUMSÝNING LAUGARÁSBÍÓ BIG MOMMA’S HOUSE 3 Sýnd kl. 8 og 10:15 TRUE GRIT Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:25 JUST GO WITH IT Sýnd kl. 8 og 10:25 ALFA OG ÓMEGA Sýnd kl. 6 ísl. tal MÚMÍNÁLFARNIR - 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýningartímar Stundum þarf maður stelpu, til að ná stelpunni SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF HHH „Myndin hin besta skemmtun sem hentar öllum aldurshópum“ -H.H. - MBL -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Hljómsveitin Swords of Chaos held- ur í tónleikaferð um Bandaríkin í næsta mánuði og mun á henni leika á nokkrum tónleikum. Fyrstu tónleik- arnir verða haldnir í New York og þaðan er förinni heitið á tónlistarhá- tíðina South by Southwest í Austin í Texas. Til að afla fjár fyrir ferðina ætlar hljómsveitin að halda tónleika á Sódómu Reykjavík á morgun kl. 20. Miðaverð er 1.000 kr. og renna tekjur af miðasölu í ferðasjóð hljóm- sveitarinnar. Auk Swords of Chaos leika hljómsveitirnar FM Belfast, Orphic Oxtra, Quadruplos og Muck. Glundroðasverð Hljómsveitin Swords of Chaos heldur í vestur. Safnað í ferðasjóð Táningstónlistarstjarnan Justin Bie- ber er búinn að fara í klippingu og kominn með nýja hárgreiðslu. Hin góðkunna Bieber-klipping mun heyra sögunni til, sú sem sést á myndinni fyrir ofan, og segist Bieber orðinn öllu fullorðinslegri. Lokkarnir sem klipptir voru af Bieber verða settir á uppboð og rennur ágóðinn af sölu þeirra til góðgerðarmála, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Gu- ardian. Bieber-klippingin gamla hef- ur verið vinsæl meðal ungmenna í hinum vestræna heimi. Reuters Hárið Bieber með gömlu klipp- inguna sem margir hafa dáðst að. Með nýja klippingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.