Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 7. des. 1923. 2. blað Allir, sem fylgjast vilja vel með, þurfa að kaupa blað frá Sigiufirði, þessum mikla framfarabæ, sem síðustu 15 árin hefir tekið meiri fram- förum en nokkur annar bær á landinu, og er og verður sjálfkjörinn fiskiveiða ogsigl- ingamiðstöð norðan/ands. Borgarafundur var að tilhlutun Verkam.fjelagsins haldinn í »Valhöll« á þriðjudags- kvöldið var. Umræðuefni: .Leigu- útboð Hafnarbryggjanna. Fundarboðendur lögðu fram svo- hljóðandi tillögu: »Með því að augljóst er, og sannanlegt, að útgerðarmenn al- ment eru ekki við því búnir að taka dýr söltunarpláss á leigu strax að haustinu, þá vill fund- urinn alvarlega skora á Hafnar- nefnd og Bæjarstjórn, að fresta leigu á söltunarplássum Hafnar- sjóðs, þar til 15. apríl n. k. með því að fundurinn telur meiri tryggingu fyrir því að há til- boð fáist þá, þegar vænta má að miklu fleiri verði færir um að keppa um plássið, en nú.« Til niáls tóku með tillögunni: Jósef Blöndal, Sig. Kristjánsson, Flóv. Jóhannsson, Ouðm. Hafliða- son, Guðm, Bíldal, O. T: Hall- grímsson, Jón Jóhannesson og rit- stjóri þessa blaðs. En móti töluðu aðeins: Oddviti Bæjarstjórnar O. Hannesson, H. Thorarensen bæjar- fulltrúi og Sophus A. Blöndal bæj- arfulltrúi. Aðeins þrír af ellefu, sem sæti eiga í Hafnarnefnd og Bæjar- stjórn, urðu til þess að verja gerð- ir nefndanna í þessu máii. Umræður urðu fjörugar, eins og vant er á slíkum fundum, og sner- ust miklu meira um annað en sjálft fundarefnið, sem í sjálfu sjer er ósköp einfalt og auðskilið mál. Fað ætti sem sje að vera hverjum manni Ijóst, að því fleiri sem eru um boðið, því meiri I í k u r eru fyr- ir háum boðum. Og það blandast engum hugur um sem til þekkir, að á þessum tíma ársins eru m.argir útilokaðir frá að gera til- boð, sem keppa mundu um pláss- in síðar í vetur. Lað ,ætti því að vera föst regla, aó gera út um leiguna síðari hluta vetrar, og að hafa tilboðsfrestinn að minsta kosti 3. mánuði. Eftir fjagra stunda þjark var til- laga fundarboðenda samþykt með 46 atkv. gegn 10. Pá var og sam- þykt svohljóðandi viðaukatillaga frá Flóv. Jóhannssyni, með 37 atkv. gegn 1. »Svo framt að mögulegt sje, þá . óskar fundurinn að syðri hafnarlóðin verði boðin út í tvennu eða þrennu lagi eftir því hve margar bryggjur hafnarnefnd hefur til umráða á þeirri lóð.'< Samtals voru haldnar 37 ræður, fyrir utan fyrirspurnir og framíköll. Var fógetinn þar hæðstur á blaði með 9 — níu — ræður, eða hjer umbil fjórðaparlinn af allri skemt- uninni. Erl. símfrjettir. Tilraun Stegerwalds til stjórnar- myndunar í Þýskalandi mistókst, en nú hefir Max, miðfloksmanni, tekist að mynda þar stjórn með stuðn- ingi þjóðernissinna. Þjóðverjar hafa gert kröfu til þess, að andvirði þeirra vara, sem fluttar hafa verið frá Ruhrhjeraði til Frakklands, verði færðar til inn- leggs á skaðabótareikning sinn. I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 lield- ur fundi á hverjum sunnttdegi kl. hálf þrjú á sama stað. Tií jóla verða allar vörur seldar meó 10°|o afslætti ef keyft er minst fyrir kr. 10,00 í einu og borgað um leið. Verslun Sig. Kristjánssonar. HÁ TTAR. Margar tegundir af fallegum karl- mannshöttum. Nýkomnir. S. A. Blöndal. Bandamenn hafa skipað nefndir til þess að semja tekjuhallalaus fjárlög fyrir Rjóðverja, og til þess að benda á leið til að koma aftur inn í landið peningum þeim, sem laumað hefur verið út úr landinu. Ransókn um það, hvernig Þjóð- verjar hafi komið fje sínu fyrir er- lendis, er talin nær því ófram- kvæmanleg. Ítalía, Spánn og jafnvel lýðveldi Suður-Ameríku hafa gert bandalag sem nefnist »Latneska bandalagið.« Stórslys hafa orðið á Norður-Ítalíu af vatnsflóði. Þingkosningar fóru fram í Bret- landi í gær, »Daily Mail« hefur skorað alvarlega á kaupendur sína, sem eru tvær miljónir, að kjósa frjálslynda flokkinn.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.