Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR Leigutilboð Hafnarbryggjanna, Einhver, sem nefndir sig »Borg- ara« skrifar um ieigulilboó Hafnar- bryggjanna í 1. tbl. »Siglfirðings.« Af því mjer finst kenna nokkurs misskiinings hjá geinarhöf. um að- alefni málsins, vil jeg biðja »Sigl- firðing« fyrir þessar línur. Jeg geri ekki ráð fyrir öðru en bæði Hafnarnefnd og Bæjarstjórn hafi hugsað málið rækilega og unn- ið að því, aðeins með heill Hafn- arsjóðs fyrir augum. Óþarfi því að ræða málið á öðrum grundvelli. Pað, sem »Borgara« finst undar- legast við gerðir viðkomandi stjórn- arvaida í þessu máli er þá það, hve mjög sje hraðað að leigja út bryggj- urnar og telur vafasamt að Hafnar- sjóður græði mikið við það. Til- færir helst, máli sínu til stuðnings, að útgerðarmenn sjeu ekki búnir að ákveða sig fyrir nýár með útgerð næsta sumar; fyrst sje fyrir þá að útvega sjer tunnur, salt og síld áður en þeir festi sjer nokkurt sölt- unarpláss. Jeg get ekki verið háttv. greinarhöf. sammála um þetta, og tel þetta algerlega rangt hjá honum. Aðeins eitt dæmi: Við skulum hugsa okkur að »Borgari« ætiaði að setja á stofn búðarverslun, t. d. hjer á Siglufirði. Hann byrjar á að kaupa vörur í útlöndum fyrir 2 til 3 hundruð þúsund krónur, (tipphæðin nefnd svona há, til þess dæmið verði hliðstætt manni, sem æílar að salta 15 þús. tunnur af síld) og ákveður að vörurnar skuli sendar hingað í júnímánuði. Síðan fer hann að skygnast um eftir húsnæði fyrir verslunina, en kemst þá að því, sjer til mikillar skelfingar, að ekk- e r t húsnæði er fáanlegt. Ætli þáð hefði ekki verið rjettara fyrir »Borgara« að byrja á því að *ryggja sJer húsnæði og kaupa svo vörurnar? Jú, áreiðanlega. Enda hefi jeg grun um, að skírnarnafn »Borgara« sje næg trygging fyrir því, að hann mundi tryggja sjer húsnæði á undan/ í þessu tilfelli. Alveg sama gildír um þá menn, sem ætla sjer að kaupa og salta síld. Það fyrsta, sem þeir verða að gera, er að tryggja sjer söltunar- Skrá yfir bækur sem fást í bókaverzlun Friðb. Níelssonar. B. Barátta Allans, saga eftir Alice Gray, í kápu 1,00 Barnalærdómur Klaveness, í bandi 1,50 Biblíusögur, í bandi 3,50 Biblían, í giltu bandi 10,00 — í giltu bandi 5,00 Ben Húr, í skrautbandi 20,00 , Brandur, eftir Ibsen, í bandi 6,00 Börn, foreldrar og kennarar, í bandi 4,50 Barnastafrof, til að klippa sundur, 0,50 Borgin við Sundið, eftir Jón Sveinsson, í skrautbandi 10.00 Hjermeð er skorað á þá, sem eiga ógoldna vexti og afborganir til Sparisjóðsins, að greiða það fyrir 31. þ. m. Jafnframt tilkynnist, að innieignir verða ekki borgaðar út á milli jóla og nýjárs, , Siglufirði 7. des. 1923 Sparisjóður Sjglufjarðar. pláss og haga svo kaupum á tunn- um, salli, síld o. fl. eftir því. Petta mun Hafnarnefnd og Bæjarstjórn hafa rjettilega athugað, þegar ákveð- ið var að *bjóða plássin út« svona snemma, og trúað gæti jeg því, að mörgum útgerðarmanninum kæmi það frekar vel en illa — og síst draga úr háum tilboðum — að fá tækifæri til að tryggja sjer hið stóra söltunarpláss Hafnarsjóðs svona snemma. Þessi eina skýring á því, hvers- vegna plássin eru leigð í desember ætti háttv. »Borgara« að vera nægi- leg til þess að skilja það, að Hafn- amefndin hefir farið hjer alveg rjett að, og jeg tel als ekki orka tvímæl- is að Hafnarsjóður græði frekar á þessari ráðstöfun en tapi. — Ann- ars er ekki ólíklegt að Hafnarnefnd svari fyrir gerðir sínar, hún virðist standa svo vel að vígi, og má þá vera að fleiri ástæður komi fram, og sem máske eru veigameiri, en sú, sem hjer ræðir um, en senni- lega verður hún þó aðalástæðan, eða svo skildist mjer á ræðum full- trúanná. Eitt er það, sem jeg legg aðaláherslu á í þessu máli, og það er, að nokkurnveginn má telja víst, að þeir Ieigjendur einir, sem eru eftirsóknarverðir, munu bjóða í plássin á þessum tíma, og eins og eftirspurnin er mikil eftir, síldar- söltunarplássum, mun það koma á daginn að hvorki vanti tilboð nje tryggingu. Pað er ekki alt unnið vió það, að fá sem hæst tilboð, þeim verður að fylgja næg trygg- ing. Virðist mjer, sem Hafnarsjóð- ur hafi fyllilega rekið sig á agnúa undanfarið í því efni að líta aðeins á upphæð tilboðanna. Ef Hafnar- nefnd getur því leigt plássin á þessum tíma ábyggilegum leigjend- um fyrir svipað verð eða hærra en samskonar pláss eru leigð hjer í bænum, og það tel jeg engan vafa á að hún geti. Pá er síður en svo að hún eigi ámæli skilið. Pað er alveg sjálfsagt að haga framkvæmd- um mála eftir ástæðunum, sem fyrir hendi eru. Pað var rjettmætt af Hafnarnefnd að leigja ekki þessi sömu pláss fyr en í apríl í fyrra, því þá fyrst byrjaði eftirspurnin eft- ir plássunum vegna þess, hve síld- armarkaður var daufur; nú er öðru máli að gegna. Strax seinnipartinn í sumar var gott verð á síldinni og fór stödugt hækkandi svo að stórgróði hefir verið á síldarsölu upp á síðkastið, og nú mun engin,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.