Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 3
SLGL'FIKÐIN.<3)U.R Húsmæður! Bestu kaupin til jólanna gerið þíð í verslun Ásgeirs Pjeturssonar, þar fæst: Kaffi, Export, Sukkulaði, Cacao, Sukkat, Möndl- ur sætar, Kúmen, Gerduft, Rúsínur, Sveskjur, Sætsaft, Purkaðir ávextir, svo sem: Epli, Apri- cosur, Ferskjur og Bláber, Melís, Strausykur, Púðursykur, Hveiti, Haframjöl, Rúgmjöl, Sago, Perlugrjón, Baunir, Súpulit, Kanel, Hjartarsalt, Natron, Kristalsápa, Jólakerti stór og smá, Eld- spítur o. m. fl. Verðið er mjög lágt. Virðingarfylst Finnur Níelsson. Vegna þess að jeg þarf að gera reiknings- skil mjög bráðlega bið jeg alla þá sem ennþá skulda Landsverslun hjer fyrir steinolíu að gera full skil fyrir 15. þ. m. pr. Landsverslun Andrjes Hafliðason. eða sama sem engin óseld síld vera á markaðinum. Síldarsöltunar- »spenningurinn« er í algleymingi. Hann gétur tæplega vaxið úr þessu, en hann gæti minkað seinni* partinn í vetur eða vor, ýmsar ástæður eru hugsanlegar, sem þess yrðu valdandi. Það á að grípa gæs- ina meðan hún gefst. Pess vegna álít jeg svo að Hafnarnefnd og Bæjarstjórn hafi farið alveg rjett að, »frá almennu sjónarmiði sjeð.« Eða átti Bæjarstjórnin að fara að bíða eftir einhverjum sjerstökum ein- staklingi, sem ef til vill hefði 'kom- ið biðin betur? Spyr sá sem ekki veit. Ánnar Borgari. Siglufjörður. >Fj*am tí ð i n« vill hjálpa til'að dusta rykið af sjúkra- húsbyggingarmálinu. Það er ágætt. — En hvers vegna er málið rykfallið? Og hvers vegna var það lagt upp á hillu? Svör óskast! Oflof N um sjálfan sig virðist það vera hjá rit- stjóra »Framtíðarinnar« að þykjast hafa átt upptök að því með tillögu á borgara- funii 1920, að farið var að leggja fje í sjóð til byggingar sjúkraskýlis. Það var n. 1. hreppsnefndin sáluga sem átti upp- tökin og var byrjað á því.mörgum árum áður en læknirinn kom til bæjárins. Ungmennafjelagið hjelt skemtisamkomu 1. des. í tilefni af 5 ára fullveldi landsins. Sig. Björg- ólfsson flutti ræðu, »Fullveldið 5 ára,« snjalt erindi sem ef til vill verður birt hjer í blaðinu við tækifæri. Jónjóhannes- son las upp ágætt kvæði og Chr. Möller söng sprenghlægilegar gamanvísur. Endað var með dansi —¦ eins og vant er. S i g l i n g a r. Botnía kom hingað s. I. mánudagskvöld og Goðafoss á þiiðjudagsnótt, bæði á leið austur um land til útlanda. Helgi Hafliðason kom heim með Botníu. Hefur hann dvalið í Rvík undanfarið sjer til heilsu- bótar. Eimskipafjelagið hefir nii sent út áætlun fyrir skip sín næsta ár. Eiga þau að fara samtals 30 ferðir milli landa. Viðkomustaðir á Siglu- firði eru 9 á leið frá útlöndum og vestur um land, en 10 á leið vestan um land til SIGLFIRÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst40blöð, kosta 4 krónur ergreiðist fyrirfram. ílausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um Iægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. Hvítar Manchettskyrtur nýkomnar í „Hamborg.* Epli, Vínber og Appelsínur ódýrast í >Hamborg. tt ai AMBORO' selur langódýrast MATV0RU! Spyrjið um verðið. útlanda. Fyrsta ferð frá Danmörku er Goðafoss, sem á að vera hjer 24. janúar. Sameiginlegur fundur í Hafnarnefnd og Bæjarstjórn, var hald- inn i fyrradag fyrir lokuðum dyrum. Hófst hann kl. 4 e. m. og stóð yfirþang- að til Ijósin dóu á tíunda fímanum. — Sjálfsagt hafa þarna verið einhver stór- tíðindi á ferðinni. Seinnipartinn í gær var enn haldinn sameiginlegiir fundur, en hvað hann stóð lengi yfir veit blaðið ekki. Heyrst hefur að samkomulagið hafi ekki verið nema í meðallagi. Bæjarfógetinn hefur beðið fyrir svöhljóðandi smágrein: »Athygli almennings skal vakin á því, að nú er gengið um bæinn í lögtökum á þinggjöldum, eins og eðlilegt er, en al- menningur ætti að kappkosta að greiða slík gjöld án lögtaks.*

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.