Siglfirðingur - 14.12.1923, Blaðsíða 1
SIGLF
I. árg.
Siglufirði 14. des. 1923.
3. blað
Halló! Ljúkið upp fyrir
Siglfirðing. Hann er ómiss-
andi hverju heimili ekki síb-
ur en góður kaffisopi. — Pví
fleiri sem kaupendurnir
verða, þess oftar kemur hann
til þeirra. Munið það!
Allar vörur verða seldar með 10-20 prc.
afslætti til jóla ef keyft er fyrir minst 5 krónur
í einu og greitt í peningum um leið.
Sophus Árnason.
Bæjarstjórnarfundur
var settur og haldinn 10. þ. mán.
kl. 4 e. rri. og stóð hann til ki. 1
í. m. daginn eftir. Atta mál voru á
dagskrá, en vegna rúmleysis lætur
Siglf. sjer nægja að geta hjer að-
eins um tvö helstu málin,
Söltunarpláss Hafnar-
s j ó ð s .
Hæðstu tilboð sem komið höfðu
voru: í syðra plássið kr. 13750 frá
S. Goos, en í nyrðra plássið kr.
6177 frá Sigutjóni Ólafssyni. Hafn-
aínefnd hafði á fundi b. þ. m. lagt
til, að hvorugu þessu tilboði yrði
tekið nú, heldur yrðu plássin aug-
lýst á ný með umsóknarfresti til 15.
jan. n. k. — Um þetta mál voru
haldnar þrettán ræður, sem stóðu
yfir fulla þrjá tíma. Kendi þar
margra grasa og misjafnra, og hefði
sumt at því, sem sagt var, áreiðan-
lega betur veriðósagt látið. Mála-
lokin urðu loks þau, að tillaga
Hafnarnefndar var samþykt með
þeirri breytingu, að tilboðsfrestur-
inn yrði til 17. jan. n. k. Hefir
málinu þannig verið frestað um 6
vikur. Það er að vísu of stutt, en
þó betra en að gjört hefði verið
út um leiguna nú, sem vissulega
hefði orðið, ef borgarafundurinn.
hefði ekki verið haldinn.
Fundargjörð rafljósa-
n e f n d a r,
þar sem nefndin lagði til, að frá
1. jan. n. k. hætti bærinn að hafa
einkasölu á ljóstækjum, hverju nafni
sem nefnast, og að svo fljótt sem
unt væri, yrðu settir hemlar á hvert.
einasta hús sem rafljós hefir. Þetta
hvorutveggja samþykti bæjarstjórn.
Pað væri full ástæða til, að geta
um ýmislegt fleira, sem þarna gerð-
ist, en plássið leyfir það ekki. Fast
að hundraði áheyrenda sótti fundinn.
Askorun.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi sagði
frú Guðrún Björnsdóttir meðal
margs annars að nokkrir af þeim,
er mæltu með tillögu þeirri er sam-
þykt var á borgarafundinum um
daginn, kynnu hvorki aó fara með
sitt fje nje annara. Með því að jeg
var einn af þeim, er mæltu með
tillögunni, og hefi jafnframt ann-
ara fje til meóferðar, krefst jeg
þess að nefndur bæjarfulltrúi lýsi
yfir því opinberlega hvort við . mig
hafi verið átt með þeim ummælum
eða ekki. Jeg get ekki sjtð annað,
en að almenningur eigi óskerta
kröfu til slíkrar yfirlýsingar.
Sig. Kristjánsson.
Vel get jeg látið það að vilja
hr. Sig. Kristjánssonar ~- þó jeg
telji það algerlega óþarft — að lýsa
yfir því, að ofan umgetin orð mín
áttu auðvitað ekki við hann, enda
gátu þau ekki skilist svo, því ald-
rei hefir hann »synt opinberlega«
neina óreiðu í fjármálum.
öuðrán Bjömsdóttir.
I. O. G. T.
Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi
á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsí
Hjálpræðishersins.
Nýir meðlimir velkomhir.
Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held-
ur fundi á hverjum sunnudegi kl. hálf
þrjú á sama stað.
Fúllveldið 5 ára.
Eftir Sigurð Björgólfson,
flutt á skemtun U. M. F. S.
1. des. s. 1.
Háttvirta samkoma. í dag á full-
veldi íslands 5 ára afmæli. Jeg skal
ekki þreyta ykkur á löngu máli.
En nokkrum orðum vildi jeg þó
eyða til þess, að líta yfir hvað við
höfum grætt á fullveldisbúskapnum
þenna hálfa áratug. Athuga hvað
við öðluðumst með hinu marg-
þráða hnossi, fullveldinu. Það er
nú að vísu svo, að 5 ár eru sem
dropi í hafinu í lífi heillar þjóðar
sem á öll skilyrði þess, bæði í
sjálfri sjer og landinu sem hún
byggir, að lifa bæði vel og lengi,
Og því trúum vjer öll að hvort-
tveggja hafi ísland og íslendingar.
Þjóðin hefir staðist þær raunir, að
það er henni 'fullgild prófun þess,
að hún er lífseig og langminnug,
þoli og þreki gædd, og eigi síður
andlega en líkamlega. Þessi v orð
verða því enginn dómur um þaó,
hvort fullveldisviðurkenningin verði
oss til blessunar eða ekki. Til þess
er liðinn, eins og fyr var sagt, alt-
of stuttur tími, En þó er gaman
að líta snöggvast 10 ár eða svo