Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.12.1923, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 14.12.1923, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR kemur út fyrst uin sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð, kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. I lausa- sölu 15 aura biaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. Erl. símfrjettir. Kosningarnar í Bretlandi fóru þannig, að stjórnarflokkurinn fjekk 260 þingsæti, Verkamannaflokkur- inn 191 og Frjálslyndi flokkurinn 159. Er því talið víst að núverandi stjórn muni sitja áfram að völdum. Ákaflegur vöxtur Iiefir hlaupið í Tiberfljótið, og hefir það valdið miklum skemdum í Rómaborg. Hover hinn ameríski inælir með því að Ameríka veiti Rjóðverjum sjötíu miljónir dollara lán. Níu ríki í Mexiko hafa gert upp- reisn undir forustu Goudalupa Saches. Dyrtíð í París, og er sagt að slegið hafi þar í bardaga og margir særst. Nýúng. Svo sem kunnugt er, hefur á síðustu árum tekist að senda als- konar hljóð með loftskeytum úr ein- um stað í annan, óravegu, yfir lönd og höf. Á loftskeytasíöðinni í Rvík hefur lengi heyrst söngur, hljqð- færasláttur og ræður frá öðruin löndum, einkanlega Englandi. Mót- tökustöðvar þær, sem nema þessi hljóð, hafa mjög rutt sjer til rúms á þessu ári, og nú hefur herra Rósenberg sá, sem veitingarnar hefur á Nýja Bíó í Rvílc fengið sjer eina slíka móttökustöð og lát- ið setja hana upp í veitingasalnum. Ekki er enn þá komin full reynd á SIGLFIRÐINGUR þessa nýju móttökustöð, en þó hefur oft heyrst mjög greinilega í henni bæði söngur, hljóðfærasláttur og ræður, frá Englandi og öðrum löndum. Ef tilraun þessi tekst svo vel sem vonast er eftir, þá ætlar Rosenberg að gefa gestum sínum kost á að heyra þær nýungar, sem stöðinni berast. — Seinna mun í ráði að koma móttökutækjum stöðv- arinnar svo fyrir, að sýningargestir í Nýja Bíó geti heyrt hinn erlenda söng á miili þátta. Hvenær ætli við fáum slíka skemt- un hjer á Siglufirði? Fyrirsp urnir. 1. Hver hefir ráðið því að láta taka möl og grjót sunnan við »Söbstadsþróna«, sem hlýtur að verða til þess að eyðileggja þróna að nieira eða minna leyti? Ekki hefir það verið borið undir bæjar- stjórn. 2. Hver hefir ráðið verkstjóra við uppfyllingu á hafnarlóð og með hvaða kjörum? I fyrra var sú at- vinna boðin niður, en þó greitt hærra kaup en undirboðið bar með sjer. Hvorugt þetta hefir verið sam- þykt af bæjarstjórn. 3. Hver hefir látið setja lyfti- tæki á nýu hafnarbryggjuna, og fyrir hvers reikning er það gjört? Ekki hefir það verið borið undir bæjarstjórn. F. Fyrirspurnum þessum var odd- vita geíinn kostur á að svara nú í þessu blaði, en hann Ijet það vera. Er þeim því hjermeð vísað til bæj- arstjórnarinnar. R i t s t j. Hermann Jónasson, fyrv. alþingismaður, er nýlátínn. Pýskur togari sökk undan Krísuvíkurbjargi. Menn komust allir af. Togararnir hafa selt illa undanfarið. II Siglufjörður. Bæjarstj órnin hefir kosið 5 manna nefnd til þess að ransaka og gera tillögur um, hvort for- gangsrjettur B. Petersens til syðra sölt- unarplássins sje úr gildi fallinn, eða ekki. Sjúkrasamlagið hjelt hlutaveltu á sunnudaginn var. Að- sókn var fremur dauf. Bæjarstjóri. Grein með þessari yfirskrift kemur í næsta blaði. Alskonar Jólasúkkulaði Epli og Vínber bíður eftir kaupanda hjá Friðb. Nielssyni. Látið ekki svona góðan mat bíða lengi. Fundargerðabækur Reikningsfærslubækur Kontrabækur Vasabækur Stílabækur Sögubækur Ljóðabækur Kensluhækur fást hjá Fríðb. Níelssyni. BOLSKYRTUEFNI hvít og svört, SILKI og MOLL verður selt með miklurn afslætti til JÓLA. Sophus Arna. T W I N K í mörgum lilum nýkomið í versl. Sig. Kristjánssonar. Góð bók er tilvaiin JÓLAGJÖF. Allar nýustu bækurnar fást hjá Friðb. Níelssyni.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.