Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.12.1923, Side 4

Siglfirðingur - 21.12.1923, Side 4
14 Satt og logið. F*að var settur og haldinn fund- ur á sunnudaginn var. — Bæjar- stjórinn var á dagskrá. Thorarensen: »Jeg er á móti bórgarstjóra. Jeg fæ aldrei jafn gott yfirvald. Allar kæiur skriflegar og vottfastar — takið eftir! Varið yð- ur á greininni sem ekki er komin í »SigIfirðing« og öllum greinum sem Jaar eru ókomnar. F’etta er mitt ráð — ókeypis recept — takið eftir.U Flóvent: »Jeg vil hafa bæjarstjóra! Hjer hefir enginn verksvit — það skal jeg sanna ef jeg kemst að. Alt er hjer á trjefótum, rekur sig hvað á annað og veltur um koll í nánustu framtíð. Hjer vantar mann, sem lætur ekki alt hlaupa framhjá sjer, eins og fít'l — það skal jeg játa; mann, sem veit hvað hann vill og gleymir ekki heilum bryggj- um.« Bíldal: »Jeg vil gera Flóvent að bæjarstjóra. F’á fæ jeg máske að hafa frið við moldarkerrurnar og eldfæraskoðunina.« Matthías: »Jegvil stofna embættið bara handa Þormóði, »simpilthen« og blátt áfrarn vegna þess, að hafnarnefnd og bæjarstjórn ráða ekkert við hann. Og hann á að hafa gott kaup — ágætt kaup. — Jeg borga.« Oddvitinn: »Án þess jeg ætli nokkuð að hrósa sjálfum mjer, þá er jeg á sama máli og læknirinn. Og þó mjer sje málið skiit, þá verð jeg að segja það, að jeg er á móti bæjarstjóra af þeirri ástæðu, að jeg fæ ekki skilið, að þau störf sem jeg hefi með höndum, sjeu til tvískiftanna. F*ví — sjáið þið til — Möller passar skipagjöldin, Stebbi skemtanaskattinn, Dísa bæj- argjöldin og Oli tollana. Og ef svo á að koma bæjarstjóri, ja — hvað á jeg þá að gera?« Ovidus. Með Sirius á morgun koma JÓLATRJE. Aðeins örfá óseld. Ennfr. kemur ýmislegt smádót á jólatrje og vínber. S. A. Blöndal. SIOLFIRÐINGUR B. D. S. S.s. „Mercur“ fer 2 vetrarferðir í staðinn fyrir „Sirius“ þannig: Frá Kristianiu........18. jan. 22. febr. — Bergen.............. 22. — 26. — — Reykjavík...........28. — 3. mars Til Siglufjarðar......30. — 5. — Kemur við á sömu höfnum og „Sirius“ hefir gert. Frá 1. apríl ganga 2 skip frá fjelaginu eftir föstum áætlunum, Gengur annað þeirra (,Mercur‘) aðeins á milli Reykjavíkur og Bergen hálfsmán- aðarlega. Hitt skipið kemur upp að austurland- inu og fer norður um land til Reykjavíkur og síðan sömu leið til baka út. O. Tynes. Sorp- og salernahreinsunar- starfið í Siglufjarðarkaupstað til umsóknar. Starfið veitist frá 1. jan. n. k. og eru árslaun 1500 kr. Umsóknir sjeu komnar á skrifstofuna fyrir 3. jan. n. k. — Bærinn útvegar sorp- og saurkassa til flutnings. — Hreinsunarmanni er skylt að sæta ákvæðum erindisbrjefs um starfann. Siglufirði, 13. des. 1923 Bæjarfógetinn. „GAFFELBITER“ FRÁ ÁSGEIR PJETURSSYNI ERU ÓMISSANDI Á JÓLABORÐIÐ. I

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.