Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.12.1923, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.12.1923, Blaðsíða 1
r SIG LF NGUR I. árg. Siglufirði 24. des. 1923. 5. blað HATÍÐ BARNANNA, Brot úr ræðu eftir Ásm. Guðmundsson. Mitt í slcammdegismyrkrinu koma til okkar blessuð jólin. Pau koma þegar dagurinn er stystur og nóttin lengst, og við finnum, að það er engin tilviljun, Þegar okkur er mest þörf á upporvun oggleði, þá er okkur flutt- ur þessi óumræðilega mikli fagnaðarboðskapur: í dager yður frelsari fæddur. Um hávetur er okkur boðuð sól og sumar. »Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill b'.íður, og þegar Ijósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skín.« Hversu ólíkt er nú umhorfs í náttúrunni eða um júnídaga og bjarta nætur. Pá er sumarsvipur á himni og jörðu, alt vafið í sólarljósi og lif og gróður breið- ist út um 'haga og hlíðar, nú er alstaðar vetrarríki og grúfir yfir löng og dimm skammdegisnött. En það á engan veginn að geta varpað fölva á jólagleði okkar, heldur þvert á móti. Pað á að vekja löngun okkar eftir sumri um vetur, eilífu sumri. Og það sumar boða jólin okkur. Við viíum, að hið innra í lífi mann- anna, er samskonar myrkur, eða jafnvel enn þá meira. Ef við gætum horft inn í sálir þeirra, þá mundum við sjá hversu útlitið þar er misjafnt, birta eða dimma, sumar eða vetur, líf eða dauði. Og það fer alt eftir því, hvort h a n n væri þar eða ekki, sem er lífið og ljós mannanna. Þar sem hann er, þar getur enginn vetur grandað. Með h o n u m eigum við öll eilíft sumar í sál, lif og Ijós, börnin og unglingarnir og fullorðna fólkið, jafnt í lífi og dauða. Jesús er líf mannanna og Ijós og verður það þegar hjá börnunum. Engir hlakka meir til jólanna en þau, eða kunna að því Ieyti betur að taka á móli boðskap þeirra. Pau finna það, að jólin eru þeirra hátíð ekki síður en fullorðna fólksins, og það fæddist líka frels- ari handa þeim. Þau hlusta ef til vill með mestri át- hygli á söguna um fæðingu hans og njóta hennar best. Þeim getur verið Ijúft að hugsa uin hann og lifa á andlegan hátt samvistum við hann, barnavininn mikla, sem sjálfur var einu sinni barn á meðal barn- anna. Peim getur auðnast að reyna þetta, sem skáld- ið segir frá: i, »Jeg sá hann í bernskunnar sólbjörtu hlíðum. »Jeg sá hann í regnbogageislunum fríðum. »Hann kysti minn vanga og kom mjer svo nærri. »En krossinn var hulinn, hann stóð mjer svo fjarri.« Er þetta ekki falleg bernska, hrein og björt? Eru þau börn ekki sæl, sem lifa þannig? Við getum ekki óskað börnunum neins, sem sje betra en það. Hver dagur, sem rynni upp yfir þau, hefði eitt að færa þeim, Jesú. Þeim fyndist líkt og- þau sæju mynd.hans, hvert sem þau litu, þegar sólin stráði á þau gullinu sínu, þá hugsuðu þau um það, að nú kysti hann augn þeirra og kinnar og stryki um lokkana, og hira- inbláminn djúpi minti þau á augu hans, er horfðu á þau. Kærleiki móður og föður og hlýleiki annara sýndi þeim kærleika hans, og allur unaður lífsins benti þeim á það, hvað hann væri blíður og góður. F*á þætti þeim Ijett að lifa, hann fylgdi þeim sjálfur hvert sem þau færu og hjeldi í hendina á þeim, hann væri hjá þeim, þegar þau væru að vinna eitthvað eða læra, og í barnaleikjunum með þeirn, bjartur og glað- ur. Hann hjálpaði þeim til þess, að hafa það ekki eftir, þó að einhver hefði ljótt fyrir þeim, og forðaði þeim frá íllu, því að þau myndu eftir því í tíma, að hann væri nálægur sjer. Hann horfir á mig. Hann sjer mig. Svo þegar myrkrið færðist yfir, óttuðust þau ekki, því að hann væri líf þeirra og Ijós, og á kvöld- in sofnuðu þau í anda við barminn hans með bæn í huga. Ó, að bernsku árin mættu líða svo fyrir öllum börnum og þau lifðu dag eftir dag við birtuna af jólaboðskapnum. — Börnin þurta að fá styrk hjá okkur fullorðna fólk- inu. Að vísu standa þau okkur oft og tíðum framar í trú og trausti, hreinleika og gæðum við alla, og eru að því leyti færari um það ósjálfrátt, að ala okkur npp til guðsríkis, en við þau. En engu að síður get- um við veitt þeim mikla hjálp. Þeim verður það ó- metanlegt gagn, að sjá það af Iífi okkar, að trúin sje okkur helg alvara og það besta sem við eigum. Þau eru næm á að finna það, hvort hún sje okkur veruleiki og það afl, sem við viljum láta stjórna okk- ur. Og komist þau að raun um, að trúin sje sönn, þá verður það dásamlegur styrkur fyrir trú þeirra sjálfra. Sálirnar þeirra ungu þyrstir að fá að lifa með okkur heitu trúarlífi og bænarlífi. Jeg hefi jafnvel vit- að barn, sem þakkaði þeim, sem það heyrði biðja fyrir sjer í fyrsta sinni, og það var þó svo ungt, að það hafði hvorki hugmynd um það, hvað Guð væri nje bænin. Við finnum hver blessun börnin eru fyrir okkur. Okkur skilst mörgum best jólaboð- skapurinn, þegar við sjáum þau með kertið sitt í höndunum og horfa á ljósið. Eigum við þá ekki líka aftur á móti aó reyna að gera eitthvað fyrir þau? Styðjum heil og sönn að trúarlífi þeirra. Vinnum að því, að trúin nái svo föstum tökum á hjörtum þeirra, að áhrif hennar haldist þar alla æfi, hvað sem síðar kann að mæta. Og auðnist þeim að komast í lifandi samfjelag við Jesú Krist, þá er þeim vissulega að fullu borgið. Þau fá það uppeldi, sem best er, ná takmarki bemskunnar og þeim siðferðisþroska, sem til þess þarf að geta staðist freistingar og hættur áranna næstu. Með mynd Jesú, geymda í hreinu hjaita, taka þau á móti æskuárunum, og með það veganesti er þeim ó- hætt, enda þótt þau verði ef til vill að hverfa burt úr foreldrahúsum og frá átthögum sínum til allra ókunnugra.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.