Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.12.1923, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 28.12.1923, Blaðsíða 1
SIGLF NGUR I. árg. Siglufirði 28. des. 1923. 6. blað Götumoksturinn. Pað hefir lengi verið kur í mönn- um hjer í bænum út af snjómokstr- inum á götunum, og er það ekki að ástæðulausu. Umsjón með mokstrinum hefir Bíldahl undir yf- irstjórn veganefndar. Veganefnd er, sem kunnugt er, þannig skipuð, að í henni sitja: Oddviti bæjar- stjórnar, sra Bjarni Þorsteinsson og Flóvent jóhannsson. Að ein- hverjum þessara fjögra manna er því að snúa máli sínu, eða jafn- vel frekar til þeirra allra. Um það, hvernig mokstrinum skuli hagað, mun engin reglugjörð vera til; er það heldur ekki stór skaði því nóg er af reglugjörðum sem slælega er framfylgt. Mokstr- inum er því hagað eftir geðþótta ofangreindra manna, og er ekki ófróðlegt að líta stuttlega yfir hvern- ig það verk er framkvæmt. F*ær götur, sem jafnaðarlega eru mokaðar eru: Aðalgata, Vetrarbraut, Eyrargata, Norðurgata frá Gránu- götu að Aðalgötu, og lítill partur af Tjarnagötu. Ernstöku skaflar eru lækkaðir á öðrum götum. Pær göt- urnar sem má telja erfiðastar um- ferðar á vetrum, að undanskilinni Aðalgötu, eru aldrei snertar að heita má. T. d. mun Nórðurgata aldrei hafa verið mokuð í mörg ár, fyr en þá að hafist hefir verið handa með krafti miklum, að höggva af henni klaka að vorinu, og hún með því — ásamt fleiri götum — mikið skemd. Lindargata, er mjög sjaldan mokuð, og aldrei svo sem vera ber. Kveður svo ramt að, að þurfi Brekkubúar að nota götuna til þess að flytja heim lífsnauðsynjar sínar verða þeir annaðhvort að moka hana sjálfir, eða þá að láta sjer lynda að slengja öllum flutn- ingnum á bak sjer. Suðurgata mun Iítið eða ekki vera mokuð, er þess þó oft full þörf, og getur jafnvel stafað hætta Stór nýung á næsta ári! Hjermeð tilkynnist að jeg hefi ákveðið að gefa viðskiftamönnum mínutn einn vandaðan og góðan hlut á mánuði hverjum. Pað gjörist sem hjer segir: Hver sá viðskiftamaður,, sem kaupir fyrir 5 kr. í einu gegn peningaborgun um Ieið, fær vinningsseðil afhent- an gefins. Verður svo mánaðarlega dregið um þau númer sem afhent hafa verið yfir mánuðinn, og sá sem á það númer sem upp kemur, fær vinninginn alveg gefins. Janúarvinningurinn er vandað Blómsturborð á 32 krónur. Athugið þetta boð grandgæfilega pg kastið ekki hendinni á móti hamingjunni þegar hægt er að fá hana gefins. — Það er ekki svo oft sem það er. — Jeg mun svo auglýsa jafnóðum hvaða númer hafi verið dregið upp og hvaða vinningur verði næsta mánuð. Virðingarfylst Friðb. Níelsson. af ef ekki er gert, þar eð gatan er mjó og hallar straks fram að bakka- brún er snjó og klaka leggur á hana. Það verður ekki í fljótu bragði sjeð hvernig á þeim »forrjettindum« stendur er íbúar Aðalgötu, Eyrar- götu og Vetrarbrautar verða að- njótandi; minnir það mann á for- gangsrjettinn sæla, en öll slík mis- munun er óvinsæl og órjettlát. Hver bæjarbúi á heimtingu á að hafa jafnt og annar þægan og greiðan veg, eftir götum, að heimili sínu og aó minsta kosti ættu fjölmenn hverfi, eins og Brekkan, síst að vera útundan, þar sem aðstaða þar, til heimflutninga, er að öðru leiti mun erfiðari en annarsstaðar. Það hefir mikið verið lofað og dýrkað, að komið var á fót dýrtíð- arvinnu fyrir bæjarbúa, með mold- arakstrinum á Hafnarlóðina, og inalarflutningnum sæla. En því þá ekki að leggja talsvert meira í snjó- moksturinn, svo sú vinna geti ver- ið þeim tekjugrein er nauðsynlega þurfa á vinnu að halda? Það, sem þarf að gera er það, að moka allar götur bæjarins, sem nokkur umferð er um að ráði, al- veg niður í götu strax i fyrstu, og halda því við allan veturinn. Með því veittist mikil atvinna, mokstur gatnanna yrði ekki lengur bænum til vanvirðu, göturnar skemdust minna, og bæjarbúar nytu mikilla þæginda. Vill ekki veganefndin, að Bíldahl viðbættum, taka eitthvað af ofan- skrifuðu til athugunar; góð byrjun, ef þegar með nýári breyttist eitt- hvað til bóta. Ba kkan. Fiskiveiðalögin. Köíd kveðj'a tíl Islands. Eftirfarandi grein er lausl. þýdd úr norsku blaði: »Einn af starfsmönnum blaðsins átti tal við skipstjóra frá Hauga- sundi í morgun, sem var við síld- veiðar við ísland í sumar. Sagði skipstjóri þessi, að jslensku strand-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.