Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRDINQUR I. árg. Siglufirði 10. jan. 1924. 7. blað •Qóðtemplarareglan 40 ára. (1884. — 10. jan. — 1924.) Árið 1884 var nýbyrjað. Það var harðæri þá,,eins og oftar hjá oss íslendingum; — frostaveturinn '81 með ísárinu '82 vair ný um garð genginn, með fjen- aðarfelli og bjargarskorti hjer norðanlands, og mis- H.ngarnir höfðu nýgeysað yfir landið og 'hneigt að velli fjölda manns. Landbúnaðurinn lá í rústum, sjáfarútvegur yar enginn til nema opnir bátar og fáein hákállaskip, verslun óhagstæð, en drykkjuskapur var ærinn, Það má þvi kallast stórfurða, að kjarkur var eigi svo drepinn úr þjóðinni, að hún gæti gripið og not- fært sjer nýjar menningarhugmyndlr umheimsins, en svo var þó eig'i, Norðmaðtirinn Ole Lied, sem þá stundaði skó- smíðar á Akureyri, hafði kynst O.-T.reglunni - sem þá var óðum að útbreiðast í menningaiiöndum heims- ins, '-- í föðtuiandi sínu, Noregi. Hann og nokkrir menn aðrir á Akureyri, sem höfðu opið auga fyrir því, hvílíkt þjóðarböl og þjóðarhneysa að öfdrykkjan er, bundust samtökum um það, að verja kröftum sín- , um til að berjast gegn henni, en þó sjerstaklega til þess, að varðveita sjálfa sig fyrir skaðræðis áhrifum hennar, og Ole Lied fjekk samþykki og umboó hinn- ar norsku stórstúku, til þess, a'ð stofna stúkur hjer á landi. Þann 10. jan. 1884 stofnaði hann svo á Akur- eyri stúkúna Ísafold-Fjallkonan No. 1, með 12 með- limum og voru það frumherja* G.;T.reglunnar hjer á landi. Hefir stúkan j.-Fj. stöðugt starfað síðan alt'til þessa dags og ávalt staðið mjög framarlega í bind: indisbaráttunni. Það hefir þurft meira en meðal kjark til þess, að hefjast þannig handa á þeim tímum. Vjer, sem nú störfum undir merki reglunnar getum tæpast gert oss Ijóst, hve afarörðug að öll aðstaða hefir ver- ið fyrir þennan fámenna hóp; og líklega tæpast að þeir sjálfir hafi gjört sjer það ljóst, Þarna vaf við margra alda rótgróna venju að etja. Pá þótti'-eá mestur maður í augum almennings, sem mest þoldi að drekka, og sá varla líðandi i góðum fjelagsskap, sem ékkí vildi »vera með« við skál. Embættismennirnir gengu á undan álþýðunni í drykkjuskapnum þá, eins og raunar þýkir ofmjög brenna við enn í dag. Menn komu varla saman, hvort heldur var til gleði eða sorgar, »án þess að hafa vín um hönd. Og slagsmál og illindi voru oft afleiðingar þess, fað varð reglunni að háppi, að í þessum fámenna hóp voru menn, sem strax í byrjun munu hafa ásett sjer að gjöra bindindisstarfið að lifsstarfi sínu, og sem voru þann veg gerðir, vð áhrifa þeirra híaut að gæta. Pað vom þeir Friðbjörn bóksali Steinsson óg Jón timburmeistari Stefánsson, báðir síðar dannebrogs- menn á Akureyri. Pessir menn voru þeir heiðursmenn sem allir er þektu, litu upp til með virðingu og trausti, það var þvi öllum Ijóst, að það mál sem þeir lögðu slíka alúð við og öeigingjarna, sem bindindismálið,, hlaut að vera gott málefni. Pessum tveimur heiðurs- mönnum má óefað þakka það, hve, ve! hinn fyrsíi vísir reglunnar sem gróðursettur var á landi hjer, óx og dafnaði, því þeir kröfðu til handa reglunni þá. virðingu sem hún átti fullan rjett til og fengu hana von bráðar. PaÖ er yarla hægt að ætla, 'að þes'sum fáu mönn- um, hvað þá öðrum hafi verið það ftillkomlega Ijóst í byrjuniriní, að þeir vorn þarna að leggja hyjrningar- stein að jafn hávaxinni menningarbyggingu handa hinni íslensku þjóð, og reglan nú er orðin, — um slíkt gat tæpast nokkurn dreymt á þeim tíma — en hitt var þeim óefað Ijösf, að þeir voru þarna að vinna gott verk -til viðreisnar góðum siðum« í landinu. Þeir hræddust ekki hleypidóma og óvild, en lögðu ótrauðir út í baráttuna og hafa með þvi unnið hinni íslensku þjóð það gagn, sem meira er vert en svo, að nokkurum mannidetti í hug að reyna að telja það i tölum. En jafnframt hafa þessir menn reist sjer með stofnun reglunnar hjer á landi, þann minnisvarða er standa iriun óbrotgjarn svo lengi serh íslensk tunga er töluð. Saga ö.-T.reglunnar hjer/ á landi er almenningi svo kunn, að ekki þykir þörP að rekja hana hjer, skal þó drepið á allra helstu atriðin. Stórstúkan var stofnuð í Rvík 1886 af Birni Páls- syni (tengdasyni Snorra heitins Páíssonar verslunarstj. hjer á Siglufirði) og úr því fór regltinni óðtnn að fleyja fram, enda bættust þá margir ágætir og mætir menn undir merkið. Vínsölubann komst á í hverju eftir annað af kauptúnum landsins og stúkur voru stofnaðar um land alt, á árabilinu frá 1890 til 1908 að aðflutningsbannið var samþykt með þjóðaratkvæði og kom: það til framkvæmda sem lög þremur árttm síðar. Með því var náð því marki sem sett hafði verið löiigu áður, og varð ísland fyrsta jand álfunnar, sem 'riieð frjálsri löggjöf gjörði vínið landrækt. Framliald á 6. síðu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.