Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 2
24 SIOLFIRÐINOUR SIGLFIRÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, m i n s t 4 0 b 1 ö ð, kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. í lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa inikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. t Baldvin Gunnarsson, kaupinaður í Höfða á Kljáströnd, andaðist að heimili sínu á gamlársdag. Hann var um sjötugt; alkunnur gáfu og gæðamaður; ættaður hjeðan af Siglunesi. Við árslokin 1923. Ekkert ár hefur fólki fjölgað hjer eins mikið eins og árið 1923. Er það nokkuð fyrir þá sök, að fleira hefur tæðst en dáið; rúm 40 börn hafa fæðst, og 16 mans hefur dáið. En mest stafar fjölgunin af því, að miklu fleira fólk hefur fluzt inn en út. Fólksfjöldinn við ársbyrjun í fyrra var 1225 en nú við árslokin 1 3 35, þar af 144 utan kaupstaðar- lóðarinnar. Á kjörskrá í bæjarmál- efnum hefur fjölgað um meira en 100 manns, og eru kjósenduruir á þeirri skrá, er nú liggur frammi 591 að tölu. Töluvert útlit er fyrir því, að fólksfjöldinn hjer nái tveim þús- undum innan tíu ára. Bærinn stækkar óðum og raf- ljósalausu húsununi fjölgar altaf, sem eðlilegt er, þar sem rafstöðin við Hvanneyrará er fyrir löngu fullhlaðin. Telst svo til við lauslega ransókn, að um 70 hús sjeu raf- ljósalaus með öllu, og mörgönnur hús hafa minni og færri Ijós en þyrfti. Mun það láta nærri að í bæinn, eins og hann er nú, muni vanta yfir þúsund Ijós 16 kerta að götuljósum meðtöldum. Við svona búið má ekki lengur standa; hjer þarf skjótra aðgerða við, en um leið hyggilegra. Væri óskandi að enn bjartara yrði þjer í bænum, úti og inni, við næstu áramót, en nú. B. P. Grein þessi er svar sóknarprest- sins við fyrirspurn frá mjer um fólksfjöldann í bænum nú um ára- mótin, og um tölu fæddra og dá- inna síðastliðið ár. En með því að þetta svar kom í greinarformi og fjallaði auk þess um fleira en að var spurt, birti jeg það hjer orð- rjett með samþykki höfundar. Af því sjest meðal annars, að bæjarbúum hefur fjölgað um 110 árið sem leið; um 24 vegna fleiri fæðinga en dauðsfalla og um 86 vegna meiri inn en útflutnings manna. Er þetta að vísu mikil fjölg- un en þó ekki meiri en svo, að jeg þykist þess íullviss, að ekki muni færri bætast við árlega næstu árin, þannig. að eftir 5 ár hjer frá teljum vjer Siglfirðingar full tvö þúsund. — Pá á líka að vera kom- in hjer upp hafskipabrygga, sjúkra- hús, ný rafljósastöð, kirkja, leikhús og gangstjettir um allan bæinn. Og þá á hver einasti opinber starfsmaður bæjarins að vera f y r- i r m y n d stjettarbræðra sinna. þetta á að vera og skal vera tak- mark vort. R i t s t j. YfirJýsing’. Jeg vil biðja »Sglf.« að geta þess, að jeg á engan hátt hef ráðið því hvernig götur bæjarins væru mok- aðar og hverjir innu það verk. Af gefnu tilefni neita jeg einnig að vera meðráðandi þess, að flutt- ur væri óþverri á götur bæjarins í staðinn fyrir sand. Flóvent Jóhannsson. Reikningum verður lokað 15. þ. mán. og 6°/0 vextir reiknaðir af skuldum f. f. ári, sem þá verða ógreiddar. Friðb, Níelsson. I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju niiðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. Nýir ineðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. hálf þrjú á sama stað. Siglufjörður. H. Thorarensen lækni, er hjermeð boðið rúm í næsta blaði til þess að gera grein fyrir þeirri fullyrðingu sinni, að spítalabyggingarmál Siglufjarðar liggi rykfallið uppá h i 11 u . Sinni hann ekki þessu boði, verð- ur það að skoðast sem svo, að ástæðan að hans áliti þoli ekki að koma fyrir al- mennings augu. G a m 1 a á r i ð endaði með blíðu veðri og notuðu bæjarbúar það óspart sjer til skemtunar. En nýja árið heilsaði með sunnan roki, sem mölvaði lítilsháttar tvo vjelbáta. Kærufrestur útsvaranna var útrunninn um áramótin. Kærur komu frá eftirtöldum 10 gjaldend- um: . Severin Roald 1 Sigurjón Björnsson Sigr. Ingimundardóttir Ole Tynes Sören Goos Helgi Hafliðason Stefán Lárusson H. Henriksen Hrogn og lýsi h. f. Steinþór Hallgrímsson Samanburðarmenn þessara kærenda voru um tuttugu. Kærufundur. Hinn lögákveðni fundur með útsvars- kærendum og samanburðarmönnum þeirra, var haldinn í »VaIhöll« 3. þ. m.fyrirfullu húsi áheyrenda. Sagðist þar mörgum vel að vanda; þó hafa þessir fundir oft vérið fjörugri, S t j ó r n a r s k r á i n átti 50 ára afmæli 5. þ. m. Var þess minst hjer með samkomu í leikfiinissaln- uni. Ræður fluttu Sig. Kristjánsson og G. T. Hallgrímsson, Karlakór söng nokk- ur lög og Chr. Möller söng gamanvísur. Síðast var dans. — Allur ágóði rann til Ekknasjóðsins; eiga forgöngumennirnir þakkir skildar fyrir það. Sigurður Jakobsson fyrrum kaupmaður, var nýlega fluttur fárveikur á sjúkrahúsið á Sauðárkrók, og andaðist hann þar. Hafði hann verið mjög heifsutæpur mörg undanfarin ár, og oft í og við rúmið. Hann lætur eftir sig ekkju og þrjú stálpuð börn. Þ e t t a b I a ð er sex síður, og er þá unnið upp að síðasta blaðið var aðeins 2 síður.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.