Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 3
SIÖLFIRÖINÖUR 2S Þekking er auðlegð. Nú er sú tíð liðin, er það var efst á teningnum, að bókvitið yrði ekki látið í askana. Nú er það við- urkent að »þekking er auðlegð.«— Enthversu margir eru það þó ekki, bæði ungir menn og konur, sem fara á mis við að geta veitt sjer þessa auðlegð? Veldur því bæði það, hvað skólarnir eru strjálir og svo hitt, að stritið fyrir hinu dag- lega lífi tekur upp flestar stundir manna, og getan til að sækja menta- stofnanir því oftast engin. Pó mundi margur gera meira til að auðga þekkingu sína, en alment er gert, ef skólarnir væru nær og þannig fyrir komið, að sem allra fæstar starfandi stundir þyrftu að falla niður námsins vegna; ef hægt væri að nota allar tómstundir til náms. Úr þessu hefur verið reynt að bæta með kvöldskólum í flestum stærri kauptúnum, en þeir hafa þó ekki orðið öllum þeim að liði, sem löng- un hafa haft til náms, af framan- greindum ástæðum. Peir eiga vissulega gott, sem geta helgað sig námi. En fyrir hin- um, sem lítinn eða engan tíma hafa frá daglegum störfum, horfir öðru vísi við. Og það eru einmitt þeir, sem fjárhagsörðugleikarnir eru mestir hjá, sem þarf að greiða fyrir hvað aukna þekkingu snertir. Og það hafa nágrannaþjóðirnar gert með stofnun hinna svonefndu brjefaskriftaskóla (Korrespondance- skole). Skólar þessir kenna ýmis- konar námsgreinar, svo sem vjel- fræði, stærðfræði, dráttlist, raffræði o. m. fl. og er kenslunni þannig fyrir komið, að nemandinn fær sendar »lektiur« heim til sín, sem hann svo á að Iæra eða svara skrif- lega, og ef eitthvað er athugavert við svarið, er það leiðrjett og sent nemandanum aftur. Nemandi kostar burðargjald frá sjer, en skólinn til hans, en skólinn leggur til allar námsbækur." Fyrir hverja námsgrein er ákveðió gjald og er það greitt þannig, að 15—25 krónur eru greiddar í byrjun skóla- ársins og svo 10 krónur á mánuði kenslutímann út. Á þennan hátt má segja að skól- arnir sjeu komnir inn á heimili hvers þess manns, sem hefur mán- aðarlega 10 krónur afgangs dagleg- um nauðsynjum sínum; og það munu flestir hafa ef þeir enga starfandi stund þurfa að missa. Og vjer fslendingar ættum að geta tekið þátt í þessum skólum, því flestir erum við svo færir bæði í dönsku og norsku. Pegar jeg á síðastliðnum vetri dvaldi við nám í Kristianiu og naut þar tilsagnar hr. verkffæðings Ped- er Lobben, var jeg svo heppinn að kynnast einum af þessum skól- um, þeim elsta sem Norðmenn eiga. Er skóli þessi viðurkendur fyrir það hvað hann leggur tnikla rækt við nemendur sína og hversu góðar kensluaðferðir hann notar. Enda er líka eigandi og aðalmaður skólans, herra P. Lobben, alþektur bæði heima fyrir og utanlands af hinum ágætu teknisku bókum sín- um svo syo »Lommebog for mekanikere«, »E lekt ricetet o g m ag n e t i s m e«, »Elektr- iske ve k s e 1 s t rö m m e«, »In- duktionsmotoren og trans- formatoren« ásamt fleirum, og eru þessar bækur taldar með þeim allra bestu sem Norðmenn eiga í þeirri grein. Hvar svo sem maður á heima á hnettinum, getur maður numið við þennan skola ef maóur aðeins nær í póstsamband. Jeg hefði svo feginn viljað að línur þessar gætu vakið einhvern æskumanninn til þess að nota hverja einustu tómstund til að auðga þekkingu sína, og jeg get ekki bent á aðra aðferð betri, en að nota slíkan skóla. Og vilji ein- hver kynna sjer námsbækur Lobb- ens skólans, þá þurfa þeir ekki annað en snúa sjer til mín. Sömu- leiðis eru velkomnar allar þær frek- ari upplýsingar, sem jeg get í tje látið. Utanáskrift skólans er: Peder Lobben, tekniske korrespond- anceskole, Keysersgaten 1, Post Box H, Kristiania. Kr. Dýrfjörð. Sjáið hjer KAUPIÐ „Siglfirðing!" Byggingarefni: Trje, 4x4 og 3x3 Plankar, 3x6, 2x6, 2x5, 2x4. Oólfborð, 5" Loftborð, 1x5 og 1x4ty8 Oerektur og loftlistar Panel, Girðingastautar Saumur frá 1" til 8" Pappasaumur Paksaumur Innanveggjapappi, Pakpappi Rúðugler, þykt og þunt Trjelím Hurðarhandföng, 2 teg. Hurðarskrár Hurðarhengsli Skáphengsli, 2 teg. Skápskrár, 4 teg. Skáplauf gilt, 2 teg. Kommóðulauf, gilt Hurðarlokur Rúmkrækjur 6" Skúffutippi, 2 tég. Skúffuhöldur Húsgagnahjól Láshespur, 2 stærðir Líkkistulauf og skrúfur Líkkistumyndir Málningavörur: Lagað mál í 1. kg dósum Emelering, hvít Spírituslakk Slíbelakk Ahornlakk Möbellakk Lakk fernis á gólf Fernisolía og Blakkfernis Purkefni og Terpentínu Pimpsteinn, Bronce. Virðingarfylst Friðb. Níe/sson. h vaðjeg bíð þjer

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.