Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.01.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 18.01.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 18. jan. 1924. 8. blað Minni Góðtemplarareglunnar á 40 ára afmæli hennar 10. jan. 1924. ísland bygðist fyrst af frægu fólki af Noregsgrund. Paðan er oss kominn kraftur kapp og hreystilund, höfðingsskapur, hetjudygðir, heilagt óðsins mál, trú á alt hið göfga og góða gull í styrkri sál. Upp að köldum íslands ströndum átti maður leið löngu seinna; blómgrein bar hann barn af stórum meið, Pessa grein af góðum stofni gróðursetti hann hjer. Blómin sem að síðar bar hún sveitin Templara er. t Reglan sterka, helga hreina hjer kom Noreg frá. Par barst heilla önnur alda yfir kaldan sjá. Púsund faldar þakkir gjalda þjer skal Ole Lied, nafn þitt skal í helgum heiðri haft um ár og síð, Háleitt starf, sem hjer var unnið hlaut loks sigur þann: Eftir vilja þings og þjóðar þá var sett hjer bann. Sigri fagna þó ei þessum þurfti langt um skeið; nú er aftur eiturdrykkjum opnuð greiðfær leið. Stcíðsins fáni hátt er hafinn, hart nú barist er. Pó ei sterkum fyrir fjendum fótmál hopum vjer. íslands feður, íslands mæður, íslands sönnu börn, vilja fyrir frelsi landsins fræga halda vörn. r^ A I lí^ I MM getun" komið sem þjófur á nóttu, m-Ji\vJ \-J IIM 1N kippt í burtu fyrirvinnunni og ¦¦»"»¦......igft—¦—mmmmmaamsa skilið konu og börn eftir eigna- laus. — Framundan er sorgin ogsveitin. Tryggið því líf yðar í „Andvöku" áður en það er um seinan! Umboðsmaður Friðb. Níelsson. Sigurvonir vefjast um oss. Veiklist ei vor trú! Áfram höldum ára-starfi aldrei betur en nú. Pjóðin öll, hún þarf að skilja þetta stóra mál: Vínið er vors ættlands bölvun, eitur lífi og sál. Heill þjer Regla er hefir starfað hjer í fjörutíu ár! Andi þinn er æ hinn sami ungur, sterkur hár. Pitt er verksvið veröld gjörvöll, vígió Drottinn er, þaðan færðu styrk að stríða, styrk sem hjálpar þjer. Hannes Jónasson. Til barnast. „Eyrarrós" á fyrsta ársafmæli hennar 12. jan. 1924. Vjer heilsum þjer, Eyrarrós unga, sem afmæli heldur í dag. Og óskum að nybyrjað árið þinn efli og farsæli hag. Hvar sáum við ársgamalt áður svo efnilegt, velþroskað barn? Pess vöxtur, svo vænn og svo hraustur ber vott ei um kulda, eða hjarn. í barnshjartað bljúga og hreina I. O. G. T. Stííkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. , Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. hálf þrjú á sama stað. - skal blómuuum fegurstu sá. Ef aðhlynning öll er í lagi þau öflugum þroska þar ná. Hið fyrsta, er festir þar ræíur, að flytja er erfitt á brott, og þess vegna er þýðingarmikið að það sje alt fagurt og gott. Pið börn, eruð þegar svo þroskuð, að þekkið hvað gott er og ilt. Ó, varist þið ætíð hið illa, sem unglings fær hjartanu spilt. Pú alfaðir, öllu sem ræður, hin algóða barnanna stoð. Gef Eyrarrós alla tíð þekki, þitt eilífa kærleikans boð. Hannes Jónasson. Siglfirðingar! Verzlið að öðru jöfnu við þá sem auglýsa í ,,Sglf.". Peir sem aldrei aug- lýsa, eru á eftir tímanum, og við þá er ekki verzlandi.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.