Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.01.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 18.01.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINQUR 31 Jarðskjálftar hafa enn gert vart við sig í Japan; hafa 600 hús hrunið og 250 manns dáið og særst. Árne Garborg, norskur rithöf- undur og skáld, er íátinn 73 ára gamall. Breskt neðansjáfarskip fórst 16. þ. m. við Portland; 30 manns Ijetu lífið. Eftirgjöfin. Síðasti bæjarstjórnarfundur Siglu- fjarðarkaupstaðar var að mörgu leyti alveg einstakur í sinni röð, mun þar sjaldan hafa verið talað jafnmikið af jafnlitlu viti og lítilli þekkingu á ýmsum bæjarmálum. Eitt af málum þeim, sem þar voru til umræðu var tillaga Hafnarnefnd- ar um að gefa eftir 600 krónur af leiguupphæð syðra söltunarpláss Hafnarsjóðs. Tillaga þessi var sam- þykt með 5 ’atkv. gegn 2. — Frú Guðrún og bæjarfóg. greiddu ekki atkv. Pó mál þetta sje flestum eða öllum borgurum bæjarins nokkuð kunnugt, þá mun þó eftir atvikum rjett að skýra það ofurlítið nánar, Plássið var boðið út í fyrravetur í febrúar, »með tveimur bryggjum og aukinni uppfyllingu^, og sam- þykti forgangshafi, seint í marz- mánuði, að ganga inn í hæsta boð kr. 8.800. Að uppfyllingu á pláss- inu var svo unnið eftir því, sem ástæður leyfðu. Snemma í apríi samþykti Hafnarnefnd að reyna að fá alt að 2000 tdr. af möl, til þess að bera á plássið, en ýmsra or; saka vegna náðist ekki í nema uin 1000 tdr. Á þessu atriði, að pláss- ið hafi ekki verið nægilega möl- borið, byggir svo leigutaki kröfu sína um eftirgjöf á leigunni. Pað virðist liggja í augum uppi, að þessi meðferð Hafnarnefndar og Bæjarstjórnar, að gefa eftir af leig- unni kr. 600 sje algerlega heimild- arlaus. Sá sem nýtur eftirgjafarinn- ar, gerir sjálfur ekkert boð í pláss- ið, heldur nýtur þeirra hlunninda, að fá að ganga inn í hæsta boð. Par með er því skertur rjettur þess manns, sem hæst bauð, og sem auðvitað átti fullart rjett til plássins, ef forgangshafi vildi ekki greiða jafnháa leigu. I öðru lagi hafði Hafnarnefndin aldrei lofað neinni ákveðinni auk- inni uppfyllingu, í útboðinu, og því síður er þar tekið fram að sú aukning skuli vera malborin. Og þó forgangshafa umb.m. hafi þá sjer- stöðu, að vera í Hafnarn., og vita þannig, að meiningin var að gera meiri umbætur á plássinu en gerð- ar voru, þá öðlast hann ekki við það neinn rjett til afsláttar á leig- unni, — þeirri upphæð, sem hann hefur ekki átt neinn þátt í að ákveða. I þriðja lagi er það ekki sannanlegt, að leigutaki hafi beðið eins eyris halla við það, að plássið varð ekki eins mölborið og eitt sinn var ætlað. Leigutaki átti því hvorki laga- nje sanngirniskröfu til þessarar eftirgjafar, og þegar eftir- gjöfin er auk þess gerð á kostað hagsmuna annars manns, joá virð- ist hún með öllu óforsvaranleg. Afslátturinn á leigunni getur því ekki skoðast annað en gjöf, sem Hafnarnefnd og Bæjarstjórn láti af hendi rakna af fje Hafnarsjóðs, nema að upphæðin eigi að skoð- ast sem verðlaun fyrir miklar og ódýrar kolabirgðir, sem leigutaki hefur fyrirliggjandi á lóðinni alt árið ? B o r g a r i. Siglufjörður. L e i ð r j e 11 i n g I auglýsingu landsímastjórans uni hækk- uð símskeytagjöld átti stofngjaldið til Noregs að vera 30 aurar, en ekki 70 aurar. Landsímastjóriun biður þess getið, að frá 1. jan. sl. fái Landspítalasjóðurinn 25 aura fyrir livert heillaóskaskeyti sem sent verður. Er það heltningur af aukagjaldi því sem tekið er fyrir slík skeyti. Hátíðahaldið í tilefni 40 ára afmælis Góðtemplara- reglunnar á íslandi fór fram eins og til var tekið í tilhögunarskránni í síðasta blaði, og tókst ágætlega. B a r n a s t ú k a n Eyrarrós nr. 68 hjelt ársafmæli sitt 12. þ. m. Var þangað boðið embættismönn- um stúkunnar Framsókn og konum þeirra, kennurum barnasólans og nokkrum fleiri. Fór afmælisfagnaðurinn nijög vel fram og Þeir, sem eigi hafa greitt presta og kirkju- gjöld sín, eru hjermeð ámintir um að gera það fyrir næstu mánaðar- mót. Sóknarnefndin. var stúkunni og forstöðumönnum hennar til sóma. Niðurjöfnunarnefndin liefur lagt úrskurð á framkomnar út- svarskærur á þessa leið. Útsv. Helga Hafliðasonar lækki um 1000 kr. — Severin Roalds — — 300 — — Hrogn og Lýsi h. f — — 870 — — Sigr. Ingimundard. — — 20 — — Sigurjóns Björnssonar— — 5 — — Stefáns Lárussonar — — 5 — — O. & G. Evanger hækki — 1400 — — Eðv. Jakobsen — — 800 — Útsvör allra annara kærenda og saman- burðarmanna standi óbreytt. — »Sglf.« telur fyrst nefndu lækkunina algjörlega rangláta og stappa nærri hlutdrægni frá nefndarinnar hálfu. Um starfið sem sorp- og salernahreinsari bæjarins hefur enginn sótt ennþá. Sýnir það annað tveggja, að bæjarbúar eru ekki eins þurf- andi fyrir atvinnu og af er látið, eða þá að þeir telja embættið óþarft. — Eða þá að þeir eru hræddir við að fá snoppung; slíkan sem síðastliðið vor. Eimskipafjelag Islands var 9. ára í gær; var stofnað 17. jan. 1915. Umsóknarfrestur um söltunarpláss Hafnarsjóðs var út- runninn í gær. Verða tilboðin sennilega opnuð í dag. Sparisjóður Siglufjarðar hefur aukið varasjóð sinn um rúmar fjögur þúsund krónur árið sem leið. Hafa innlög liækkað töluvert þrátt fvrir erfiðar kringumstæður allflestra. Bæjarstjórnarkosning í Reykjavík fer fram 26. þ. m. Töluverður undirbúningur er þeg- ar hafinn. í Hafnarfirði eru kosningar til Bæjarstjórnar nýafstaðnar. Komust 2. að af hvor- um lista. Misprentast hefur á nokkrum stöðum í kvæð- unum á fyrstu síðu:, en á að vera ’ Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.