Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.01.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 25.01.1924, Blaðsíða 1
SIGLFI RÐINGUR I. árg. Grænlandsmálið. F*að er nú orðið að þrætuefni milli frændþjóðanna — íslendinga og Norðmanna annarsvegar og Dana hinsvegar — hverjum beri yfirráðin yfir Grænlandi. Pað verð- ur aldrei um það deilt að fslend- ingar fundu Grænland og bygðu það fyrstir manna — stofnuðu þar íslenska nýlendu. Hún var eins og kunnugt er stofnuð af Eiríki rauða 982 og greinir menn á um hve lengi beri að telja hana verið hafa við líði. En eftir miðja 15. öld mun óhætt að segja hana úr sögunni. En um eitt skeið (á 11. og 12. öld) stóð bygð þessi með miklum blóma. Þá voru 12 kirkjur og tvö klaustur í Eystribygð en 4 kirkjur i Vestri- bygð. Skáldskaparlistin var þar í heiðri höfð sem annarsstaðar á Norðurlöndum í þá daga og skáld hafa verið þar góð. Að minsta kosti er það talið áreiðanlega víst að eitt af Eddukvæðunum (Atlamál) sjeu þar kveðin. Svo er talið að á bestu velgengnisárum þessarar ný- lendu hafi búið þar 3—4000 manns (af íálensku bergi brotnir flestir). Þá kváðu verið hafa í Vestribygð 90 bygðar jarðir, en 190 í Eystri- bygð. Grænlendingar fengu sinn eigin biskup en voru þó, eins og íslendingar, undirgefnir erkibiskup- inum (fyrst í Brimum en síðar í Brándheimi). 1261 gengu Græn- lendingar sjálfviljugir á hönd Nor- egskonungi, mest fyrir þá sök, að skipakostur þeirra þvarr (eins og íslendinga) og sáu þeir sinn kost vænni að Noregskonungur hjeldi uppi siglingum til landsins. Varð þá verslunin ríkiseinokun. En um miðja 14. öld fóru Norðmenn að vaiirækja Grænland. Siglingar fjellu niður og um sama leyti æddu suð- ur yfir nýlendurnar herskáir Skræl- ingjar, sem komu norðan að og eyddu þeir Vestribygð stuttu eftir Siglufirði 25. jan. 1924. 1340 og á Eystribygð herjuðu þeir 1379. Bar nú alt að einu marki: Siglingaleysið og hernaður Skræl- ingja hjálpaðist að, uns alt var eytt — nýbyggjarnir drepnir og býlin lögð í rústir. Nú líður upp undir öld og Grænland er því þær gleymt. En þá fóru ýmist Danir eða Norð- menn að sigla til Grænlands, en oftast nær mishepnuðust þessar ferðir þeirra, og urðu að engu gagni. Pað er loks á öndverðri 18. öld (kringum 1721) er Hans Egede hóf trú'ooð sitt á Grænlandi, að hin núverandi nýbygð hófst. Og síðan hefir öll stjórn Græn- lands verið svo nátengd verslun þess að þar hefir ekki mátt á milli greina. Það eru verslunarviðskifti Grænlands við Danmörku, sem hafa komið þeirri hefð á, að land- ið er, og hefir uin hríð, verið tal- inn hluti hins danska ríkis eða ný- lenda Dana. En sannast mun það að bæði Noregur og ísland sjer- staklega hafa og eiga fullkominn sögulegan og lagalegan rjett til landsins, hvernig sem fara kann. En óneitanlega er Dönum nokkur vorkunn þótt þeir haldi fast fram sínum »rjetti«, því eigi er það all- lítið er þeir hafa lagt f sölurnar fyrir Grænland; þeir tóku það, ef svo má segja, upp af götu sinni, kristnuðu það og rannsökuðu nátt- úru þess og sögu. En hvort þeir hafa farið þar vel eða illa með vald sitt, eða hvort nýlendustjórn þeirra hafi verið sem allra-best, um það má að sjálfsögðu deila. En nú eru yfirráð Dana yfir Grænlandi viðurkend um heim allan og verð- ur það hörð deila ef bróðurríkin ísland og Noregur fara nú bæði að krefja rjettar sms til landsins. Og nú eru Færeyingar líka farnir að leggja orð í belg. F*að er ekki svo að skilja að þeir sjeu að telja sjer rjett til póli- tískra yfirráða á Grænlandi. Peir eru einungis að malda í móinn yfir 9. blað »innilokun« landsins og landhelgi þess. Danir hafa, eins og kunnugt er »lokað« landinu. F*angað mega engir koma um ákveðið árabil. A það að vera gert til þess að vernda Eskimóa frá óhollum áhrifum heims- menningarinnar. Svona eru nú Dan- ir brjóstgóðir og drenglundaðir inn við beinið. En Færeyingum þykir þröngt um sig á fiskimiðun- um heima fyrir en-------»vestan- fyri Island er Gronland og har vita Foroyinga af einum landi og einum sjógvi«, segir Jóannes Pat- urson í grein einni er hann skrifar í »Tingakrossur«. Jeg ætla að leyfa mjer að taka hjer ofurlítinn kafla orðrjettan upp úr grein hans.. Færeyskan er svo »íslensk« í eðli sínu, þegar annar eins maður skrif- ar hana og Paturson, að þýðing er óþörf og fremur til lýta. Hann segir svo: »Islendingar hava fleiri árum siðan verið mælskir um að Gron- land av rottum er teirra land, tí Islendingar funnu og bygdi landið, og tað var í forðum undir íslendsk- um lögum. Sum kunnugt er hava Islendingar fjölmentan fund í Reykja- vík um Gronlandsmálið har einmælt var samtykt að heita á Islands stjórn að royna sum best að fremja Is- lands viður skifti í hesum máli. Suni eisini lesarnum kunnugt, halda íslendskir undangongumenn í Gronlandsmálinum, at happadrjúg- vasta leiðin hjá Islendingum til at vinna somdir í hesum máli, er at gera felagsskap við Norðmenn. Nýlega er framborið í íslendskum bloðum, að væntandi er, að Gron- landsmálið verður lagt fyri altingið í vetur. — —----------- So hent suni tað kann vera Norðmonnum og Islendingum at fáa ognarrætt aftur til teirra gamla land Gronland, ongum hevdi tad verið hentari at fingið atkomurætt tii Gronlands ehn Foroyingum, og helst tá Foroyja siglingsmonnum. So ómissandi sum Islands sjóg-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.