Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.02.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 08.02.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 8. febr. 1924. 11. blað t Jósef Larsen skipsstjóri á »ísland« varð^bráðkvaddur síðastliðna þriðju- dagsnótt. Hafði hann hreppt vonsku veður við Vestmanneyjar og varð að vera uppi nálæga tvo sólahringa. Er líklegt að það hafi að einhverju leyti verió orsök til dauða hans. ,Hin frjálsa samkeppni.' Með þessari fyrirsögti hefir nú undanfarið verið grein í »Verka- manninum«, blaði jafnaðarmanna á Akureyri. jeg hefði nú að sjálfsögðu ekki skift mjer af þessum skrifum, ef ekki hefði æxlast svo til, að rit- stjórinn — því eftir hann verður grein þessi að álítast — hefði ekki blandað mjer inn í þetta mál sitt út af því, að honum finst að jeg hafa syndgað gífurlega upp á jafn- aðarmennskunáðina í orðum nokkr- um er jeg, að beiðni ungmenna- fjelaga hjer, talaði á samkomu þeirra, fullveldisdaginn síðasta. Og svo mjög hafa þessi orð mín æst upp ritstjórann að það er engu líkara, en þau hafi haft lík áhrif á hann og lyftiduftið hefir á deigið. Þau hafa hleypt í hann þeirri ólgu og æsingi að hann ryðst um fast og sparar ekki miður góðgirnis- legar getsakir og köpuryrði í minn garð, og seilist mjög um öxl eftir sönnunum. Virðast mjer vopnin snúast allmjög í hendi hans og snúa eggjar þeirra fremur að hon- um sjálfum og hans skoðunum; hefði svo ekki farið, ef maðurinn hefði yfirvegað betur orð sín en lítur út fyrir að hann hafi gert. Jeg skal fúslega játa það, að herra Halldóri Friðjónssyni, og yfir höfuð öllum hans skoðanabræðr- um, mun vera sitt málefni kært, og hann og þeir munu þykjast berjast fyrir góðum málstað. En hann verður að gæta þess, sá herra, að jeg þykist nokkuó hafa til míns máls, og svo mun öllum farið er á öndverðum meiði standa við hann og hans skoðanabræður. Jeg skal ekki deila um það við hann, hversu vel jeg muni gefinn vera frá hendi forsjónarinnar. Þar munu sjálfsagt vera skiftar skoð- anir um okkur báða og ótal fleiri. Nje heldur hvort jeg hafi talað þessi orð »af uppskafningsbelgingi eða löngun til að slá um mig við hátíðlegt tækifæri.« Mjer er ekki kunnugt um, að jeg hafi þann heið ur, að hafa átt þess kost' að kynn- ast Halldóri ritstjóra, svo að þessi orð hans eru því ekkert annað en vindhögg, sprottið af augnabliks- gremju mannsins við mig út af orðum mínum, og get jeg fúslega fyrirgefið honum það. Jeg get verið honum að nokkru leyti sammála um það, er hann undirstrykar í grein siiíni, um »ógætni í fjárrnálum og eyðslusemi í daglegu lífi þjóðarinnar.« En er það óskoruð meining Halldórs rit- stjóra, að þetta sje eingöngu orspkin til hins bágborna fjármála- ástands f Iandinu? Jeg get tæplega trúað því, Satt mun það, að ýmsir lifa um efni fram. En ætli það reki sig ekki fljótt á? Ef við Halldór ritstjóri værum svo eyðslusamir að við eyddum því á átta mánuðum er okkur, að öllu skaplegu, ætti að vera nægilegt til ársins, mundi ekki fljótt koma babb í bátinn? Ætii bæði hann og jeg yrðum ekki fljótt að kippa að okkur hendinni, reyna einhvernveginn að komast yfir þessa fjóra mánuði, og taka svo sinnaskiftum og lifa eftir efnum og ástæðum framvegis? Jeg held við f Egill Sigurjónsson óðalsbóndi á Laxamýri, andaðist á heimili sínu 30. f. m. Hann hafði búið mörg ár á Laxamýri, fyrst á móti föður sínum, en síðar móti Jóhannesi bróðir sínum. — Hann var á sextugsaldrj. mundum hljóta að gera það. Og ætli svo mundi ekki flestum farið? Eða mundi honum þykja það viðkunnanlegra, að einhverjir jafn- aðarburgeisar kæmu til hans og segðu: »Framvegis skömtum við þjer, konu þinni og börnum, úr hnefa. Pú lifir um efni fram og átt nú ekki lengur rjett á þjer sem forráðamaður fjár þíns!« Jeg gæti best trúað því að þyknaði í Hall- dóri og hann kynni þeim litlar þakkir fyrir tiltækið. Lítil góðgirni finst mjer i þeirri ásökun er felst í spurningu hans um togarakaupin. Er það enn sem fyr að honum er lægn- ara að dæma en að rjettlæta. Mundi hann, ef hann hefði haft löngun og hug til togaraútgerðar, hafa hikað við að kaupa togara ef hann hefði á einhvern hátt verið þess megnugur á »hápunkti dýr- tíðarinnar?« Jeg held ekki. Eða er Halldór ritstjóri gæddur þeirri fram- sýni, að hann hefði þá getað sagt fyrir, að kominn væri shápunktur dýrtíðarinnar.« Og best gæti jeg trúað því, að hann nú ætti einhvern hlut í eigu sinni er hann hefði ó- hikað selt á »hápunktinum« hefói hann verið gæddur spádómsgáf- unni. Jeg er alveg viss um það, að enginn maður hefði keypt tog- ara þá, ef hann hefði vitað fyrir hið skyndilega verðfall. Og hitt er

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.