Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.02.1924, Side 3

Siglfirðingur - 08.02.1924, Side 3
Líftryggingar eru fræðsluatriði, en ekki hrossakaup. — Leitaðu þjer fræðslu! — (»Andvaka.«) Viðskiftamál. Frjáls verslun og ríkisverslun Svohljóðandi tillaga var samþykt með 144 atkv. móti 39. á þing- málafundi á Akureyri 31. jan. s 1. »Par eð fundurinn lítur svo á, að ríkissjóði sje ofvaxið og það sje hættulegt fyrir lántraust hans að binda stórar upphæðir í verzl- unar fyrirtækjum, en hins vegar að einkasölutilraunir þær, sem gerðar hafa verið, eigi hafi gefist vel, hvorki að þvi er snertir vörugæði, vöruverð eóa tekjur fyrir ríkissjóð- inn, skorar hann á alþingi: a. Að leggja niður ríkiseinka- sölu á steinolíu svo fljótt sem verða má og þarafleiðandi að nema úr gildi einkasölulögin frá 1917 og fyrirskipa að samningnum frá 10 ágúst 1922 við British Petroleum Co. verði sagt upp fyrir lok þessa árs. b. Að leggja niður einkasölu á tóbaki og gefa verzlun á þeirri vöru frjálsa.« Er svo að sjá, sem fylgi Lands- verslunar og einkasölu fari nú óð- um minkandi, og fer það að vonum. Frá þingmálafundinum 21. f. m. Pess hefur áður verið getið hjer í blaðinu, að fundurinn feldi tillögu sem kom fram um að kjósa full- trúa á sameiginlegan þingmáiafund á Akureyri í sambandi við þetta mál kom fram svohljóðandi tillaga, sem var samþykt með 70 atkv. gegn 1. »Fundurinn lýsir yfir því, að hann skoði Stefán Stefánsson ,í Fagraskógi rjett kosirin annan þingmann kjördæmisins og mót- mælir þeim gerðum yfirkjörstjórn- SIOLFIRÐINQUR ar, að hafa gefið hr. Bernharði Stefánssyni kjörbrjef ti! Alþingis.. Pá var eftirfarandi tillaga samþ. með 127 samhljóða atkvæðum : »Fundurinn skorar á alþingis- menn Eyjafjarðarsýslu að beita sjer fyrir þvi á Alþingi að Siglu- fjörður verði gjörður að sjerstöku þingmannskjördæmi. Til vara krefst fundurinn þess að Eyja- fjarðarsýsla nieð Siglufirði verði setn fyrst skift í tvö einmenn- ings kjördæmi.« Magnús Einarsson, söngstjóri á Akureyri, sendi kunn- ingja sínum brjef með Esju síðast, með þessari utanáskrift: »Storms ber nafnið njótur brands, niflungs hæsti og auður fjekk það heiti faðir hans fyrir löngu dauður. Fyrir innan öldu sog uppsett mastur heitir líka kent við langan vog landsins þekt um sveitir.« Brjefið komst til skila. Lesari góður getur þú eða veistu af nokkrum sem vill selja eftirtaldar orðabækur: Danslc ísl. og ísl. danska Ensk — - — enska Pýsk — - — þýska Upplýsingar teknar með þökkum í „Hamborg.“ Gólfklútar, Sodi, Krystal- sápa, Stangasápa, Hand- sápa fæst í „Hamborg“ Útgefandi og ábyrgðarmaðtir: Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja. 43 I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 helduríundi á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. hálf þrjú á sáma stað. Hveiti 2 teg. (í Ijereftspokum) Matbaunir, grænar og gular Riis, Sago, Kartöflumjöl, Melís í 1 |i og !|2 kössum o. fl. nauðsynjavörur nýkomnar í „Hamborg.“ Gleraugu hafa tapast. Finnandi vinsamlega beðinn að skila þeim í Suðurgötu 12. Influensa hefur komið upp í Reykjavík, en er fremur væg og breiðist hægt út Botníac strandaði við Helsingfors en náðist út aftur lítið skemd »Tjald- ur« kemur þessa ferð í hennar stað. Enskur togari strandaði í gærmorgun við Vest- manneyjar. Menn björguðust. Pýskur togari sírandaði nýlega við Qrindavík. Menn björguðust. Togararnir sunnlensku selja ágætlega — alt upp í 2000 sterlingspund. Katrin Thoroddsen læknir, hefir verið skipuð læknir í Flateyarhjeraði á Breiðafirði. Hún lauk læknaprófi í Rvík árið 1921 og er fyrsta kona, sem hlýtur kon- unglegt embætti á íslandi. Úrslit bæjarstjórnarkosninganna í Rvík urðu þau að B-listinn fjekk rúm 3200 atkv. og kom að þrem mönn- um: Guðm. Asbjörnssyni, Jóni Olafssyni og 'Pórði Sveinssyni. A-!istinn fjekk um 1700 atkv. og kom að Agústi Jósefssyni og Stefáni Jóh. Stefánssyni.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.