Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.02.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 08.02.1924, Blaðsíða 4
44 S'IGLFIRÐINQUR / Olafsfírði brann vöruskúr fyrir nokkrum dögum. Var skúrinn og vörurnar vátrygðar fyrir 10 þús. kr. oghafði tryggingin nýlega verið hækkuð að mun. Þykir bruninn grunsamlegur og er ransókn hafin í málinu. Ofsarok gekk yfir landið um mánaðarmót- in og gerði nokkurn skaða víðs- vegar. Mestar munu skemdirnar hafa orðið á Súgandafírði; þar fauk íbúðarhús með öllu innan- stoks fram í sjó, en fólk bjargaðist með naumindum. Er skaðinn talinn 30—40 þúsund krónur, Minningarrit um 25 ára starfssemi sína hefur verksmiðjufjelagið Gefjun á Akur- eyri gefið út nýlega. Er það með mörgun myndum og vandað að frágangi. Þorsteinn Thorlacius hef- ur samið ritið og sjeð um útgáfu þess fyrir fjelagsstjórnina. Eimskipafjelagið hefur gefið út handhægt kver um ýmskonar fróðleik viðvíkjandi farm- og fargjöldum fjelagsins, viðkomustöðum o. fl, Kort er þar einnig af íslandi. Ættu menn að fá sjer þetta kver hjá afgreiðslu- mönnum fjelagsins. Fimm hreppar, af ellefu, sendu fulltrúa á hinn sameiginlega þingmálafund sem þingmenn Eyjafjarðarsýslu höfðu boðað til á Akureyri. 26. f. m. Sex hreppar, og Siglufjarðarkaupstaður, möttu þessa fáránlegu fundarboð- un að verðleikum. Björn Jónsson hreppstjóri og dbrm, frá Veðra- móti í Skagafirði, ljest a Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki 23 f. m. eftir langa legu. Seyðisfjörður hefur fengið sjer bæjarstjóra. Heitir hann Jón Þór. Sigtryggsson. Árni Vilhjálmsson sem verið hefur aðstoðarlæknir á Seyðisfirði; hefur verið settur í Hofsóslæknishjeraði. Fór hannþang- að með »Esju« síðast. ORJÓT. Undirritaður vill kaupa 5 faðma af grjóti flutta að verksmiðju S. Goos. Tekið á móti tilboðum til 13. febr. Hannes Jónasson. Skrá um gjaldskylda menn til ellistyrktarsjóðs Siglufjarðarkaupstaðar 1924 liggur frammi, almenningi til sýnis, í sölubúð h.f. Hinna sameinuðu ís- lensku verzlana, dagana 9.—29. þ. mánaðar. Mótmælum gegn skránni sje skilað hingað á skrifstofuna fyrir lok mánaðarins. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 7. febr. 1924 C. L. Möller. settur. Skrá yfir bækur sem fást í bókaverzlun Friðb. Níelssonar. L. Lífsstraumar, sex fyrirlestrar, í kápu 1,00 Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar, í bandi 9,00 Ljósberinn 1921, í bandi 6,00 Do. 1922, í bandi 6,00 Ljósmóðurfræði, eftir Kr. Brandt, í bandi 10,00 Lesbók, fyrir byrjendur, eftir Stgr. Arason, í bandi 2,50 Leiðarvisir við skriftarkenslu eftir sama 1,25 KERTI STÓR og ÓDÝR nýkomin. Friðb. Níelsson. KRISTALSAPA frá >Hreins«-verksmiðju er besta sápan sem fáanleg er. Fæst ávalt hjá ' • Sæt rnjólk í súpu og grauta er meiri sparnað- ur en margur hyggur. Fæst hjá . Friðb. Níelssyni. Peir kaupmenn, sem ekki auglýsa, borga auglýsingarnar fyrir FRIÐB. NÍELSSYNI. þá sem auglýsa.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.