Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.02.1924, Side 1

Siglfirðingur - 15.02.1924, Side 1
I SIGLFIRÐINGUR I. árg. + Dr. phil. Jón Porkelsson ríkisskjalavörður. Hinn 10. þ. m. andaðist í Reykja- vík dr. phil. Jón Rorkelsson, þjóð- skjalavörður. Er þar til moldar genginn sá maður, er fróðastur var allra samtíðarmanna sinna um mið- aldasögu landsins, og ekki er í bili sjáanlegt, að nokkur sje sá nú, er talist geti hálfdrættingur við hann um þá hluti, og Iengi mun það sæti vandskipað er hjer er rutt. Jón var fæddur í Ásum í Skaft- ártungu 16. apríl 1859. Foreldrar hans voru sjera Rorkell Eyjólfsson — síðast prestpr að Staðarstað (d. 1891) og Ragnheiður Pálsdóttir (d. 1905) prófasts í Hörgsdal, Páls- sonar. Næturgamall kom hann í fóstur til Eiríks hreppstjóra Jóns- sonar í Hlíð í Skaftártungu (d.1877) og Sigríðar konu hans (d. 1895), Sveinsdóttur læknis, Pálssonar. Hann varð stúdent frá Reykjavíkur- skóla 1882. Meistarapróf í norræn- um fræðum tók hann við Hafnar- háskóla 26. júní 1886, og varð dr. phil við sama háskóla 30. júní 1888. Doktorsritgerð hans »Om digtingen pá Island i det 15. og 16. árhundrede« kom út í Kbh. sama ár. Er það afarmerkileg bók og grundvöllur allra síðari tima rannsókna á því sviði. Árið 1886 tók hann að sjer að halda fram útgáfu hins ísl. fornbrjefasafns, og hafði það starf með höndum til. dauðadags. Árið 1888 var honum falið, ásamt Ólafi Halldórssyni, skrifstofustjóra, að sjá uin nýja út- gáfu af Jónsbók. Rannsakaði hann og flokkaði öll handrit Jónsbókar. Sumarið 1890 dvaldi hann í Skot- landi og Englandi, og rannsakaði þar á söfnum handrit um sögu ís- Siglufirði 15. febr. 1924. lands, lög og bóknientir, Búsettur var í Kbh. til 1898 en fluttist þá til Rvkur. 8. des. 1899 var hann skipaður fyrir skjalasafn Iandsins, er þá var nýstofnað, og er því var komið í fast skipiilag með sjerstök- um lögum 1915, var hann 30. des. það ár, skipaður þjóðskjalavörður. Árið 1891 stofnaði hann, ásamt fleirum, blaðið Sunnanfara og var aðalritstjóri þess fimm fyrstu árin og síðar enn um eitt skeið. Árið 1902 stofnaði hann, ásamt nokkr- um öðrum, Sögufjelagið og var jafnan forseti þess. 1901 var hann kosinn í fulitrúaráð Fornleifafjelags- ins og var í þeirri nefnd æ síðan. 1909 var hann af alþingi kosinn í nefnd þá, er dæma á um ritgerðir er verðlaun hljóta af »Ojöf Jóns Sigurðssonar«, og sat í henni til dauðadags. 1911 var hann, ásamt 4 öðrum skipaður í nefnd er ráða skyldi um fyrirkomulag Thorkillii- sjóðsins. Árin 1894 og 1901 — 1905, var hann skrifstofustjóri alþingis. Alþingismaður Snæfellinga var hann 1893, fyrri alþingismaður Reykvík- inga 1909—1911 og konungkjörinn alþingismaður 1915. 1914 var hann kosinn váraforseti hins ísl. bók- mentafjelags og var það til 1918, að hann var kosinn forseti þess fjelags og var hann það til dauða- dags. Heiðursfjelagi þess fjelags var hann kosinn á aldarafmæli þess 1916. Forseti Pjóðvinafjelagsins var hann 1912—’l3 og í forstöðunefnd þess 1910-Tl. Pað munu fáir renna grun í hver óhemjuvinna liggur í öllum þeim störfum er dr. Jón hefir af höndum int i þarfir sögu íslands. Nægir þar sem dæmi að benda á útgáíu Fornbrjefasafnsins og doktorsritgerð hans. Af hans hvötum mun og það hafa verið sprottið, er Bókmenta- fjelagið hóf að gefa út hin miklu rit, Annálasafnið og Kvæðasafnið. Er nú eigi ólíklegt að hlje verði á útgáfu þeirra rita um hríð. Sögu 12. blað t Páll Snorrason, sonur Snorra heitins Pálssonar sem lengi var verslunarstjóri hjer á Siglufirði, andaðist í Reykjavík í síðastliðinni viku. Banamein hans mun hafa verið krabbi í hálsinum. Páll heitinn var besti drengur, dagfarsprúður og hrekklaust ljúf- menni, sem, því miður, ekki er hægt að segja um alla nú orðið. Ógiftur var hann og barnlaus, en rrióðir hans lifir hann í hárri elli. Jörundar hundadagakonungs samdi dr. Jón og sögu Magnúsar prúða o. m. fl. er hjer verður eigi talið. Fyrir tveim mánuðum síðan kom út kvæðabók eftir liann: »Vísna- kver Fornólfs«. Fer hann þar undir dulnefni, þótt kvæðin villi eigi á sjer heimildir. Hefir hann með þeirri bók þokað sjer á hinn æðsta bekk í Pjóðskáldatölu íslendinga. Hann var orðinn aldraður maður er hann Ijest, tæpl. 65 ára, og segir hann á einum stað í kvæðuni sínum, að hann sjái mest eftir því hve mikið liggi eftir óunnið af því, er hann langaði helst íil að koma í verk. En miklu var hann búinn að bjarga af »timburreki af tímans stórasjó.« og »marka og draga í land, | og korna því undan kolgu, svo | að kefði’ ekki alt í sand.« En, það er eins og hann hafi órað fyrir því, að »áður en varir æfin þver— l og alt er »fyrir bí«.« Og nú er æfi hans »fyrir bí« og sögudísin ís- lenska grátur ástmögsinn. En seint munu íslendingar gleyma Jóni »forna« og lengi mun minst Forn- ólfs skálds. [Það et hjer er sagt, um æfi dr. Jóns, er að mestu leyti tekið úr Minningarr. Þjóðvinafjel. og Alþingisinannatali.] Sig. Bj.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.