Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.02.1924, Qupperneq 3

Siglfirðingur - 15.02.1924, Qupperneq 3
SIGLFIRÐINGUR 47 Erl. símfrjettir. Neðri málstofa franska þingsins hefur samþykt með 333 atkv gegn 205 frumvarp stjórnarinnar um sparnað í ríkisbúinu. Við umræður fjárlaganna lenti þingið í uppnámi, og gengu ráðherrarnir af fundi. íslenskar afurðir hafa hækkað erlendis, stórfiskur er nú 160 kr., smáfiskur 140, ýsa 125, meðalalýsi 100, haustull 313 Dúnn 46, alt danskar krónur. Ameríkumenn hafa boðist til að gefa eftir allar herskuldir Frakka í Bandaríkjunum, og að taka að sjer allar herskuldir þeirra við Breta, gegn því að Frakkar af- hendi Bandaríkjunum eignir sínar í Vesturindíum. Amerríkumenn ræða mikið um að skjóta eldflugu tii tunglsins, búast þeir við að flugan verði ell- efu klukkutíma á leiðinni þangað. Útlit fyrir að hafnarverkfallinu breska, sem átti að hefjast 16. febr., verði afstýrt. ínfluensa, ekki óskæð, gengur í London, París og Stockholm. ísfisksalan. Á yfirstandandi vertíð hefir tog- araútgerðin gengið vel, bæði veiðin sjálf og salan. Veiða togararnir, sem kunnugt er, í ís og fara svo með aflann niður til Englands og selja hann þar. Á tímabilinu 20,- des. til 11. jan. s. I., eða á tæpum þremur vikum, fóru 27 togarar eina söluferð hver og seldu þeir allir fyrir samtals 37040 sterlingspund. Með 33 króna gengi á pundinu gerir þessi þriggja vikna veiði á 27 togara kr. 1,222, 320 — eina miljón tvö hundruð tuttugu og tvö þúsund þrjú hundr- uð og tuttugu krónur — eða rúm 400 þúsund kr. á viku. Til jafnaðar á hvern togara verður það krónur 45,271, eða rúmlega fimtán þúsund krónur á viku. Petta er engin smáræðis upphæð og furðulegt, að ekki skuli hún hafa meiri áhrif á gengi íslensku krónunnar, en raun ber vitni um. Pað ætti þó að muna töluvert um það að ísland á þennan hátt fær vikulega erlendan gjaldeyri, sem nemur yfir 400 þúsund íslenskra króna. Pað er því auðsætt, að ef íslenskir einstaklingar ekki hefðu í verkinu sýnt jafn lofsverðan áhuga fyrir framförum lands og þjóðar, eins og þeir gjört hafa, sem að togaraútgerðinni standa; eða ef slíkar einstaklingsathafnir hefðu verið bannaðar með löguni — eins og nú vilja sumir — þá hefði þó land vort staðið miklum mun ver að vígi, en nú er, í verslunarkapp- leik þeim, sem nú er háður milli nálega allra þjóða heimsins, þar sem hver um sig keppist við að selja sem mest og að halda sínum gjaldeyri í sem næstu verði. Pá hefði ísi. krónan ekki verið mikils virði. Pað sem vjer því verðum að keppa að, íslenskri krónu til hækk- unar, landi og lýð til álitsauka og til þess að verða ekki að klessu milli hinna öflugu átaka annara þjóða í verslunarmálum, það er að auka framleiðsluna, framleiða svo mikið sem mögulegt er — selja meira en keyft er. Pað er takmark- ið. Og í þeirri viðleitni er togara- útgerðin einn öflugasti þátturinn. Bæjars tjórnin hjelt fund í gærkvöldi. Má um hann segja það sama og kerlingin sagði: »Smásaman fer bömum mínum fram.« Var hvert málið eftir annað afgreitt með 3. og 4. atkv., enda þrír fulltrúar utanlands. Niðurjöfnunarnefndin hafði sent bæjarstjórninni erindi útaf riiður- fellingu hennar á útsvari fiskversl- unar H. Hafliðasonar og fjelaga hans, en nióurfelling þessi mælist alment illa fyrir. Pessu svaraði bæjarstjórnin með því að löðrunga nefndina svo rækilega sem frekast var unt, með því að úrskurða lækk- un á eftirtöldum útsvörum, þvert ofaní samhljóða mótnræli nefndar- innar, eins og hjer segir: Útsv. H. Henriksens um kr. 1000,00 — O. Tynes--------------- 1500,00 — Steinþ. Hallgr. — — 150,00 — Ingv. Guðjónss.----- 600,00 Ekkert útsvar var hækkað á móti. Væri ekki ástæðulaust að þessa árs útsvarskærumál öll í heild væru tekin til rækilegrar yfirvegunar, og má vera að það verði gjört innan skams hjer í blaðinu. Útfluttar ísl. afurðir árið 1923. Salífiskur verkaður 41,917,800 kg. Saltfiskur óverkaður 6,498,200 — Síld . 198,145 tn. Nýr lax . . . . 12,500 kg. Saltaður lax . . 800 — Lýsi 4,321,900 — Síldarlýsi . . . 2,167,200 — Síldar og fiskimjöl 2,751,700 — Sundmagi . . . 52,300 — Hrogn .... . . 2,257 tn. Æðardúnn . . . . 2,664 kg. Hross .... . . 4,161 stk Sauðkindur . . . . 1,863 — Kælt kjöt . . . 23,400 kg. Saltkjöt .... 26,129 tn. Rúllupylsur . . ... 15 — Garnir .... 147 — Smjör .... 19,400 kg. Mör . . 3,000 — Gráðaostur . . . . 7,800 — Ull 748,100 — Prjónles . , . . . 3,900 — Saltaðar gærur . 830,700 — Söltuð sauðskinn 28,900 — Silfurberg . . . . . . 60 — (Verslunartíðindi). lnfluensan er i rjenun í Reykjavík. Sig. Sigurðsson járnsmiður á Akureyri, er sjö- tugur í dag. Bliki, vjelbátnr frá Stykkiskólmi er tal- inn af. 7 menn voru á bátnum. Miklar skemdir urðu á Dýrafirði í óveðrinu 28. f. mánaðar.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.