Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.02.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 15.02.1924, Blaðsíða 4
48 SIGLFIRÐINOUR Einn kemur öðrum meiri. Nokkur undanfarin ár hefir S. Qoos verið talinn einhver voldugasti síldarspekulant þessa bæjar, eða sá, sem mest hefir haft um sig á því sviði. En nú virðist svo sem annar enn voldugri sje upp risinn vor á meðal, ef dæma má af auglýsingu, sem nýlega hefir verið birt í norskum blöðum, svohljóðandi: Island. — Noregur. Síldveiðamenn og aðrir, sem ætla sjer að salta íslenska síld á næsta sumri, ættu að snúa sjer til undirritaðs firma, sem hefir yfir að ráða mörgum bryggj- um og söltunarplássum í Siglufirði og Eyjafirði. Ódýr söltun. Ennfremur ósk- ar sama firma eftir tilboðum á veiði- skipum, herpinótum, tunnum og salti, síldarnetum og öðrum fiskiveiðaáhöldum Ferdinand Johannsson, Siglufírði Símnefni: Ferdinand. Code: A. B. C. 5. útg. Þessa auglýsingu hefir »Siglf.* sjeð bæði í »Stav- anger Dagblad« og »Söndmörsposten«, og úr því blaði, frá 12. jan. s. !., er híín orðrjett þýdd. Má vera að málið sje nokkuð norskt, og var það með vilja haft svo til þess að síóur tapaði sjer kraftur orðanna. Er augl. þessi birt hjer til þess, ef verða mætti hún Siglfirðingum og öðrum landsmönnum að liði í því hinu mikla öngþveiti, sem margur stórhuga út- gerðarmaður er nú í með söltunarpláss. Er og gleðilegt til þess að vita, að oss Siglfirð- ingum hefir nú á þessum þrengingartímum bæst einn voldugur borgari, sem ekki þarf sjálfur að fara út fyrir landhelgina til þess að kasta Ijóma yfir sig og Siglufjörð. SJÓMENN! Áður en þið farið í hákarlalegur eða á þorskveiðar, þá ættuð þið að að athuga vel hvort þið eigið nóg handa konunum ykkar og börnun- um, þó svo færi að þið kæmuð ekki aftur. Ef ekki, þá athugið hvernig forða megi fjölskyldunni frá sveitarstyrk, og munuð þjer þá sannfærast um að LÍFTRYGGINO í ANDVAKA er eina ráðið sem dugar. Tryggið yður því Á D U R en þið leggið á hafió; seinna getur það orðið OF SEINT. Umboðsmaður á Siglufirði FRIÐB. NÍELSSON, Skrá yfir bækur sem fást í bókaverzlun Friðb. Níelssonar. M. Maður og kona, eftirjón Thoroddsen, íbandi 12,00 Mannamunur, eftir Jón Mýrdal, í kápu 3,00 Marteinn Luther, eftir Magnús Jónsson, í bandi 6,50 Mærin frá Orleans, leikrit eftir Schiller, í bandi 7,00 Móðurmá/sbókin, eftir Jón Ólafsson, í bandi 3,50 MikiII Mannamunur, saga í kápu 3,00 Milli tveggja elda, saga úr þjóðlífinu, í kápu 3,50 Minningarit Qóðtemplara á Akureyri 1,00 Auglýsið í Siglfirðing. Hreinsunarstaffið. Tilboð óskast í starfið sem fyrst. Tilboðs- gefandi gefi upp þá launaupphæð, er hann telur sig lægst geta gengið að, en hinsvegar er bæj- arstjórn áskilinn rjettur til að hafna tilboðum, ef hún telur þau of há. Skrifstofu Siglufjarðar 15. febr. 1924 Bæjarfógetinn. Gengið: Sterlingspund . . 33.80 Dollar . . . 8.02 100 danskar kr. . 123.15 100 norskar kr. . 107.63 100 sænskar kr. . 210.30 Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friöb. Níelsson. Sigluf j arðarprentsm iðj a. Góður saltfiskur og ennbetri Rúllupylsur fást hjá Sophusi Árnasyni. Skúr, áfastur við annan skúr, er til sölu. Elin Jóhannsdóttir. Kaupið „Siglfirðing."

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.