Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.02.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 22.02.1924, Blaðsíða 2
50 SIGLFIRÐINGUR Er því bersýnilegt, að sjáifstæð- isleyfarnar geta brugðið fæti fyrir hverskonar viðleitni Borgaraflokks- ins til stjórnarmyndunar, með því að snúast í Iið með Framsóknar- flokknum, þó þeir hinsvegar muni ekki geta orðið sammála um áð mynda stjórn í sameiningu. Pað má því búast við að þing- störfin verði að þessu sinni, eins og stundum fyrri, að meira eða minna leyti tafin af reipdrætti og flokkaríg og að það litla, sem gjört kann að verða, beri augljós merki sundrungar og samtakaleysis, og komi þarafleiðandi ekki að tilætluð- um notum fyrir land og lýð. En slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til langframa, og hefur við- gengist alt of lengi, í fyrradag, þegar Kl. Jónsson lagði fjárlagafrumvarpið fyrir þing- ið, gat hann þess í ræðu sinni, að samkvæmt lauslegu yfirliti yfir fjár- haginn 1Q23, mætti búast við ná- lægt H/8 miljón króna tekjuhalla á því eina ári. Væri því ekki um annað að gera næsta ár, en að kippa að sjer hendinni um allar framkvæmdir og verja tekjunum einungis til skuldagreiðslu. Síðustu fregnir segja að i undir- búningi sjeu tvö frumvörp um breytingu á stjórnarskránni, og lík- legt talið að annaðhvort þeirra verði samþykt. Verður þá þingrof og nýjar kosningar að hausti. Taugaveiki hefur komið upp á Akureyri, á matsöluhúsinu .Goðafoss', og liggja nú fimm sjúklingar á sóttvarnarhús- inu þar. Eru þeir all-þungt haldnir en þó von um, að þeir muni lifa. Eftir upplýsingum, sem biaðið hefur fengið hjá hjeraðslækninum hjer, er óupplýst ennþá, hvernig veikin hefur borist inn á matsölu- húsið en talið víst, að »bakterían« sje í einhverjum matvælum þess. Hefur því verið sett bann á húsið að því er snertir nýja gesti, Eftir því sem blaðið best veit, þá hafa nokkrir menn, hjeðan úr Siglufirði, haldið 1il eða komíð í þetta hús, eftir að veikinnar varð þar vart, en enginn þeirra hefur þó veikst enn sem komið er. Aft- Skrá yfir bækur sem fást í bókaverzlun Friðb. Níelssonar. N. Norðuríjósið, 4.-7. árg., innheftur í kápu 5,00 Nýa testamenti, vasaútgáfa í bandi 3,00 Námar Salomons, í kápu 2,00 Njósnarmærin, saga frá stríðinu, i kápu 3,00 Níu myndir úr lifi meistarans, í kápu 5,00 — — — — — í bandi 7,50 Negrastrákarnir, myndabók, 3,00 Ný, lesbók, handa börnum og unglingum, í bandi 4,00 ur á móti voru þar um sama leyti 3 menn innan úr fljótum, og hafa nú 2 þeirra lagst í veikinni. Og tveir menn úr Þingeyjarsýslu höfðu haldið þar til í nokkra daga, og lögðust báðir eftir að þeir komu heim til sín, og er nú annar þeirra dáinn. Er það fyrsta dauðsfallið. úr veikinni sem til hefur frjest að þessu sinni, og væri óskandi að það yrðl einnig hið síðasta. Sóttvarnarnefndin hjer hefur gert ráðstafanir til þess að varna veík- inni hingað, eins og sjá má af auglýsingu á öðrum stað hjer í blaðinu. Eru menn alvarlega ámyntir um að fara eftir fyrirmælum nefndar- innar, því ella geta alvarlegar af- leiðingar af hlotist. Nokkur frarntíðarmál Siglufjarðar. II. Höfnin. Inngangur. Engum þeim sem nokk- uð hugsar um framtíð Siglufjarðarbæjar, getur blandast hugur um það, að höfnin er það sem bærinn stendur og fellur með. Höfnin er það sem skapað hefir bæinn frá öndverðu og undir henni er það að lang- mestu leyti komið hvort Siglufjörð- ur heldur áfram að vaxa og þrosk- ast í framtíðinni eða hvort hann veslast upp og verður að nokkur- um mannsöldrum liðnum, aðeins blað í menningarsögu íslands á þess að vera menningar og Höfnin grynnist ár frá ári. 20. öldinni í stað nyrsti forvörður ísl framtakssemi. P&ö gegnir því stórfurðu, hve nauðalítið hefir verið gjört til þess að viðhalda og bæta þessa líflind bæjarins; — varða um og bæta þessa bæjarins og I a n d s i n s arðbærustu eign, því ekki þarf að sanna það hjer með tölum, að Siglufjaróarhöfn gefur Iandinu lang- mestar tekjur tiltölulega, af öllum eignum landsins. Það vantar ekki, að talsvert hefir verið rætt og ritað um endurbæt- ur á Siglufjarðarhöfn á undanförn- um árum. Oamli »Fram« byrjaði fyrsta blað sitt á þvf, að taka hafn- armálið til íhugunar og síðan hefir það oft verið- gjört, — altaf af góðum vilja, en oft af misjöfnu viti. En þetta hefir að mestu setið við orðin tóm; framkvæmdir hafa litlar orðið, sem að gagni má telja. Og þó er hjer það vá fyrir dyrum að við svo búið má ekki standa leng- ur. Höfnin grynnist sem sje ár frá ári, og áður en nokkurn varir, er innhöfnin orðin óskipgeng öðru en smáfleytum, ef ekki er að því gjört í tíma og geta allir sjeð hvílíkur voði bænum er búinn með því, ef sá hluti hafnar- innar sem einan má telja örugt lægi, eyðilegst. Uppmokst- ur hafnar- innar. Hjer þarf því skjótra og röggsamlegra að- gerða við. D ý p k u n innri hafnarinnar er það málið sem hafnarnefnd og bæjarstjórn þurfa að setja efst ádagskrá sína þegar á þessu ári.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.