Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.02.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 29.02.1924, Blaðsíða 1
\ SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 29. febr. 1924. 14. blað Nokkur frarntíðarmál Siglufjarðar. Höfnin. Niðurl. Pað er að sjálfsögðu nokkuð öðru máli að gegna um dýpkun hafnarinnar og aðra virkjun hennar; þar á Siglufjarðarbær að sjálfsögðu að bera sinn bróðurpart af kostnað- inum, en eins víst er þó hitt, að ríkissjóður á að styrkja allar þær framkvæmdir með fjárframlögum og ábyrgðum ef bærinn hjer þarf, og vil jeg ekki gera ráð fyrir öðru, en að alt slíkt gangi greiðlega á sín- utn tíma. En það er á annan hátt að mjer virðist að ríkissjóður geti og eigi að vinna að hafnarbótum hjer, og annarstaðar á landinu þar sem með þarf: Það er með því, að kaupa til eignar og lána til notkun- ar, áhöld þau, sem notuð voru við hafnargerð Reykjavíkur og Vest- mannaeyja, og sem nú liggja ónot- uð og arðlaus syðra. Áhöld þessi hafa kostað ærið fje, og er það því drengsbragð gagnvart núver- andi eigendum að ríkið kaupi þau, og hitt eigi síður, að ríkið eigi og láni öðrum þau tæki til mannvirkja- gerða sem þegar eru keypt inn í landið, og sem er ofvaxið einstök- um bæjum að kaupa. Nú hagar svo til, að bæði Siglu- fjörður og Hafnarfjörður og ef til vill fleiri hafnarstaðir á landinu, þurfa á þessum eða líkum áhöld- um að halda í náinni framtíð, og liggur þá alveg beint við að land- ið kaupi þau og láni tjeóum bæj- um þau gegn vægu gjaldi eða endurgjaldslaust. Pað er margt sem vinst við dýpkun hafnarinn- ar. Fyrst og fremst það, að öll umferð um hana verð- ur mikið greiðari og bættuminni. Kostirnir. Afgreiðsla skipa verður mikið auð- veldari, en langmesti kosturinn er þó sá, að höfnin stækkar; - að líkindum svo mikið, að innri höfnin ein, mun nægja bænum hjer sem skipalega í alllangri fram- tíð og er það ómetanlegur kostur. Pað verður að ganga út frá því, aó grafið verði svo nærri landi á þrjá veguna sem hægt er, og þá jafnframt að allar bryggjur verði styttar, en við það stækkar höfnin meira en flestir hyggja, og af því leiðir aftur hitt, að öll afgreiðsla, — bæði síldar og önnur, - ljett- ist að miklum mun, og verður mik- ið kosnaðarminni. Með því að koma betra skipu- lagi á alla umsjón og gæslu hafn- arinnar, má nota innri höfnina mik- ið betur en gjört hefur verið. — Hafnargæslan hefur verið svo ó- fullkomin undanfarið, að varla get- ur talist vansalaust jafmiklum sigl- ingabæ og Siglufjörður er orðinn. En þegar aðal legustöð skipanna færðist að mestu á innri höfnina, þá yrði eftirlitssvæðið svo mikið minna, og eftirlitið þvi tiltölulega auðveldara. Það þyrfti að setja niður öflugar festar með vissu millibili, og leggja skipunum í tengsli, en ekki láta þau liggja á svifi svo sem nú er. Bátahöfn ágæt, fyrir vjelbátaflot- ann, gæti fengist með því að dýpka og grafa út svæðið milli söltunarplássa þeirra Helga Haf- lióasonar og Tynesar, og með því að bærinn tæki til sín sandinn ó- notaða ofan við, og fylti þar upp með leðjunni, þá væri þar bætt úr hinni brýnu þörf sem nú er, og fengið pláss fyrir sjóhús handa þeim útgerðarmönnum sem ekkert hafa og eru í vandræðum með út- veg sinn. Eitt er það sem athuga mætti í sambandi við þetta mál, það eru sandarnir sem hafnarsjóður á inn á leirunni. Ef fylt yrði þar upp með leðju þeirri sem mokað verð- ur upp úr höfninni, mundu þar myndast lóðir sem nothæfar væru til margs, — bæði til bygginga og annars, — og sem gætu með þessu móti orðið mjög arðberandi fyrir bæinn, auk hins mikla .óbeina hagnaðar sem því fylgdi. Jeg vil enda þessar línur með því, að skora á hafnarnefnd og bæjarstjórn, að taka þetta mál til alvarlegrar yfirvegunar, og gjöra þegar á þessu ári ráðstafanir til undirbúnings þessu verki, sem jeg tel langmestu tnáli skifta fyrir vöxt og viðgang bæjarins. Jón Jóhannesson. Alþingi. Stjórnarfrumvörp. 1. Fjárlög fyrir árið 1925. 2. Fjáraukalög fyrir árið 1923. 3. Um framlenging á gildi laga um útflutningsgjald. 4. Samþykt á landsreikningnum 1922. 5. Frumvarp til vegalaga. 6. Um sameiningu yfirskjalavarð- arembættisins og landsbókav. 7. Um vatnsorkusjerleyfi. 8. Um breyting á 182 gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. 9. Frumvarp til hjúalaga. 10. Frumvarp um fræðslu barna. 11. Um stýrimannaskólann í Rvík. 12. Um mælitæki og vogaráhöld. 13. Um yfirstjórn og umsjón fræðslumála. 14. Um blöndun ilmvatna. 15. Breyting á lögum um skipun barnakennara og laun þeirra. 16. Breyting á lögum nr. 62, 28. nóv. 1919, um brúargerðir. 17. Um gjald af hálfu lyfsala vegna

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.