Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.03.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 14.03.1924, Blaðsíða 2
62 SIGLFIRÐINGUR frumvarpi eru taldar vera í lands- reikningunum 1922, ath. yfirendur- skoðenda við þann reikning og svörum ráðherra við þeim ath. 3. Frumvarp til laga um fram- lenging á gildi laga um útflutnings- gjald. Frumvarpið er svona: Lög nr. 70., 27. jtíní 1921 skulu vera í gildi til ársloka 1925. — Astæður: Rar sem fjárhagstímabili með áætluðum 1.250,000 kr. tekju- halla er ný lokió, er auðvitað, að ríkissjóður má ekki við því, án uppbótar, að missa tekjulið er nemur ca. 350—400 þús. kr., en þá upphæð mun meiga áætla af útflutningsgjaldinu, að frátöldu út- flutningsgjaldi af síld, sem var lækk- að mikið 1922. 4. Frumvarp til laga um samþykt á landsreikningnum 1922. (Birt á öðrum stað í blaðinu.) 5. Frumvarp til vegalaga. Retta frumvarp er lagabálkur í 10 köflum og 58 greinum, og er því ætlað að koma í stað laga nr. 57, 22. nóv, 1907 um vegi, svo og allra breytinga, sem á þeim hafa verið gerðar. Verulegasta breyting- in frá núgildandi vegalögum er sú, að viðhaldi þjóðvega og nálega allra flutningabrauta er nú Ijett af sýslunum og yfir á ríkissjóð. Er tilætlunin með þessu sú, að gera sýslunum auðveldara fyrir með að bæta aðra innansveitarvegi og gera nýja. Alþingi. Stjórnarskiftin: í síðasta blaði var þess getið, að forsætisráðherrann hefði lýst því yfir í þinginu 7. þ. m. að stjórnin hefði beðist lausnar. Dag- inn eftir korn svar konungs, þar sem hann veitti stjórninni lausn en bað hana að gegna störfmn uns ný stjórn yrði mynduð. Sama daginn, föstudaginn 8. þ. m., fjekk formaður íhaldsflokksins, Jón Rorláksson verkfræðingur, sím- skeyti frá konungi um að mynda nýja stjórn. Svaraði hann konungi og kvaðst skula reyna, og bað um frest til mánudags. En honurti hefur ekki gengið vel að fá fylgi meiri hluta þingsins, sem og varla var við að búast eins og þingið nú er skipað, með því að hann vill aðeins mynda hreina flokkstjórn. Engar ábyggileg- ar frjettir hafa heldur borist um það, hvernig málunum horfir nú, eða hvort nokkur von er um að honum takist stjórnannyndunin. En í gærkvöldi var engin stjórn mynduð. Ekki vita menn þó til að hann hafi geíið málíð frá sjer enn sem komið er, og má því gera ráð fyrir að enn sje ekki útilokað, aó honum kunni að takast stjórn- armyndun jafnvel þó útlit fyrir það sje mjög lítið. F*að er haft fyrir satt, að kunn- ugir menn þar syðra telji ekki ó- líklegt, að engin stjórn fáist mynduð að þessu sinni, og kon- ungur muni því verða að rjúfa þing og fyrirskipa nýjar kosningar þegar í stað. Er jafnvel sagt, að Framsóknarflokkurinn rói að því ölium árum að svo fari, því hann telji sjer vísan sigur á Akur- eyri, ísafirði, Seyðisfirði og Norð- ur-Múlasýslu og jafnvel víðar, ef til nýrra kosninga komi nú. Aftur á móti mun íhaldsflokkurinn vera á móti þingrofi, þó hann ekki búist við að tapa við það, og mun sækja nokkuð fast að stjórnarmynd- un takist. Stjórnarfrumvörp: 23. Um nauðasamninga. 24. Fjáraukalög fvrir árið 1923. Pingmannaf rumvörp: 34. Um breyting á lögum 20. júní 1923, um ritsíma og talsíma; frá framsóknarmönnum. 35. Um einkasölu á saltfiski og útfluttri síld; flutningsm. Jón Baldvinsson. 36. Um yfirsetukvennaskóla í Rvík; flutningsm. Asgeir Asgeirsson og Jakob Möller. 37. Um aðflutningsbann á áfengi og um bann á áfengisauglýs- ingum; fl.m. Tryggvi Rórhalls- son og Pjetur Ottesen. 38. Um seðlaútgáfurjett ríkisins; flm. Björn Kristjánsson. 39. Um sparisjóði; flm. Magnús Torfason, 40. Breyting á lögum um Sam- vinnufjelög; flm. Pjetur Ottesen. 41. Um aukaútsvör ríkisstofnana; flm. Magnús Guðmundsson. 42. Um löggilding verslunarstaðar á Málmeyjarsandi; flm. þing- menn Skagfirðinga. 43. Um afnám einkasölu á tóbaki; flm. Jakob Möller. Feld frumvörp: 3. Um afnám kennarastóls í klass- iskum fræðum; flm. Jónas Jóns- son. — Felt við 2. umr. í efri deild með 9 atkv. gegn 5, að viðhöfðu nafnakalli. 4. Breyting á lögum um veð; flm. Magnús Torfason. — Felt við 2. umr. í neðri deild með 14 atkv. á móti 12. Innflutningshöftin: Frumvarp þeirra Halldórs Stefáns- sonar og Pjeturs Ottesen um að- flutningsbann á ýmsum vörum, kom til fyrstu umræðu á mánudag- inn var. í skeyti til blaðsins á mánudagskvöld stendur, að því hafi þá verið vísað til 2. umr. En það mun vera mishermi, því á þriðjudaginn var það enn til um- ræðu og kláraðist ekki, og á mið- viðudaginn var því loks vfsað til fjárhagsnefndar. Erl. símfrjettir. Miðjarðarhafsfloti og Atlands- hafsfloti Breta hefur sameiginlega heræfingu í Miðjarðarhafinu. Komist hefur upp víðtækt her- mannasamsæri í Irlandi. Hefur stjórnin sagt 900 liðsforingjum upp. Grikkir hafa viðurkent ráðstjórn- ina rússnesku. Stórkostlegt námuslys varð í Utah í Bandaríkjunum. 700 manns grófust lifandi. Mótstöðuflokkar rússneskakomm- unistaflokksins hefur í ávarpi til þjóðarinnar sakað Zinoviev um, að hann hafi sóað þriðja hluta gull- forða ríkisins í undirróður í Suður- Ameríku og Suður Afríku. Miklir jarðskjálftar hafa orðið í Corta-Rica; er skaðinn metinn á 15 miljónir. Breska stjórnin hefir hætt við áform sitt um hina miklu flotastöð í Singapore.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.