Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 21.03.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 21. marz 1924. 17. blað Stjórnarfrumvörpin. 6. Frumvarp til laga um samein- ing yfirskjalavarðarembættisins og landsbókavarðarembættisins, þegar annaðhvort þetta embætti losni. Skal hið sameinaða embætti nefnast landsbókavarðarembætti. 7. Frumvarp til laga um vatns- orkusjerleyfi. — Samskonar frumv. og var fyrir þinginu í fyrra, en með breytingum þeim, sem alsherj- arnefnd efrideildar gerði á því þá. 8. Frumvarp til laga um breyt- ing á 182 gr. hinna almennu hegn- ingarlaga. — Greinin fjallar um hegning fyrir smitun kynsjúkdóma, hvort heldur er viljandi eða af gá- leysi. Er hegningin minst 100 kr. sekt ef miklar inálsbætur eru, ella alt að 2. ára betrunarhúsvinnu — Hefur alsherjarnefnd efrid. lagt til að frumvarpið verði samþ. 9. Frumvarp til hjúalaga. — Var felt samkv. tillögu alsherjarnefndar 3. þ. m., svo ekki virðist ástæða að geta þess frekar. Samskonar frv. var felt í fyrra með jöfnum at- kvæðum. 10. Frumvarp til laga um fræðslu barna. — Þetta frumvarp er eins, eða mjög líkt frumvarpi sem menta- málanefndin frá 1920 samdi. Er því ætlað að koma í stað laga um barnafræslu frá 1907, og breyt- inga á þeim frá 1909. Sú breyting er þar gerð á skipun skólanefnda, að yfirstjórn skólamálanna (í Rvík) skipar formann nefndarinnar og auk hans einn af kennurum skól- ans, einn kýs bæjarstjórn (eða hreppsnefnd,) en tveir skulu kosnir af kjósendum á sama hátt og kos- ið er í bæjarstjórn (eða hrepps- nefnd.) Kjörtímabilið er 3 ár. — Mentamálanefnd hefur klofnað um frumvarpið, og leggur meiri hl. til að það verði afgreitt með rök- studdri dagskrá, vegna aukinna út- gjalda sem því fylgi. 11. Frumvarp til laga um Stýri- mannaskóla í Rvík. - Retta fruin- varp er líka samið af mentamála- nefndinni frá 1920 og er ætlað að koma í stað iaga um sama efni frá 1911 og breytinga á þeim frá 1915. Helstu breytingar frá því sem nú er eru, að inntökuskilyrði verða talsvert strangari, og tungu- málakensla aukin. 12. Frumvarp til laga um mæli- tæki og vogaráhöld — Með þessu frumvarpi er gert ráð fyrir, að lög- gildingarstofan í Rvík verði lögð niður, og einkasalan á mælitækjum og vogaráhöldum upphafin. Lög- gildingi þessara áhalda er ætlast til að hafi á hendi lögreglustjór- arnir í Rvík, ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmanneyjum, og að hver, sem slíkt áhald fær frá útlöndum, láti einhvern þessara lögreglustjóra löggilda það, áður en það er tekið til notkunar. Eftir- lit með tækjum þessum hafa lög- reglustjórar og hreppstjórar og má það fram fara nær sem vill, en ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti. Osanngjarnt virðist það vera, að lögreglustjórarnir á Siglufirði og Hafnarfirði skuli ekki hafa rjett til löggildingar áhaldanna og verður ekki sjeð, hvers vegna þessir kaup- staðir eru hafðir útundan. Ressu þyrfti að fá breytt áður en frum- varpið verður að lögum. 13. Frumvarp til laga um yfir- stjórn og umsjón fræðslumála. — Frumvarpið er samið af mentamála- nefndinni frá 1920, og gengur út á, að til aðstoðar stjórnarráðinu við yfirstjórn fræðslumálanna, komi Skólaráð, sem samansett á að vera eftir margbrotnum reglum, alt eftir hinum ýmsu fræðigreinum. — Mentamálanefnd neðrid. hefur 11. þ. m. lagt fram svohljóðandi nefnd- álit: »Nefndin leggur til, að fruniv. þetta verði felt, og er það af 2. á- stæðum. Rað ráðgerða fyrirkomulag á stjórn fræðslumálanna álítum vjer svo samsett og þungt í vöfum, að þar sje síst skift um tíl bóta frá þyí sem nú er, í öðru lagi mundi þetta breytta fyrirkomulag hafa auk- inn kosnað fyrir ríkissjóð í för með sjer.c 14. Frumvarp til laga um blönd- un ilmvatna o. fl. nieð kolokvintex- trakt. — Er með frv. gert ráð fyrir að ilmvötn og hreinlætisvökvi, sem notaður er í hár eða hörund, skuli gerð óhæf til drykkjar með því að blanda hann ofannefndu efni. — Hefur alsherjarnefnd lagt tfl að frumvarpið næði fram að ganga. 15, Frumvarp til laga um breyt- ing á lögurn nr. 75, 28. nóv. 1919, um skipun barnakennara og laun þeirra. — Aðalefni frv. er að herða á skilyrðunum til þess að geta feng- ið veitingu fyrir kennarastöðu við barnaskóla. 19. Frumvarptil laga um breyting á lögum nr. 62, 28. nóv. 1919, um brúargerðir. — Frv. gerir ráð fyrir að inn í löginn sje bætt 1. brú í Borgarfirði, 2, í Þistilfirði og 2. í Vopnafirði, en úr sje felt brú á Flóká, brú á Gilsá, Rjúkanda og Teigá í Jökuldal. 17. Frumvarp til laga um gjald af hálfu lyfsala vegna kosnaðar við eftirlit með lyfjabúðunum o. fl, — Gjaldið er 250 kr. á ári fyrir hvern lyfsala, og rennur í ríkissjóð. — Frv. hefurverið samþykt í neðrid., og fjárhagsn. eírid. liefur 8. þ. m. lagt til að það verði samþ. 18. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 38 3. nóv. 1915, um afhendingu á landi til kirkju- garðs í Rvík — Frv. er ákvæði um legkaup í Rvík (en annarstaðar er ekki legkaup goldið) hækki um fullan helming. — Hefur frumv. verið samþ. í neðrid, með litlum breytingum. samkv. tillögum minni hluta alsherjarnefndar, Meiri hlutinn lagðist á móti því. 19. Frumvarp til laga um breyt- ing á 3. og 4. gr. á lögum frá 22.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.