Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 21.03.1924, Blaðsíða 3
SI O L F I R Ð 1 N G U I* 87 Siglufjörður. Kvöldskemtun hjelt stúkan »Framsókn« fyrra laugardag. Fór þar fram upplestur, gamanvísnasöng- ur, sjónleikur og dans. Skemtunin var hin besta og aðsóknin ágæt. Eru slíkar kvöld- skemtanir ómissandi tilbreyting og ættu helst ekki vera sjaldnar en einu sinni í mánuði. Skipakomur »Merkur« kom hjer í síðustu viku á leið austur um. Með skipinu kom hingað G. Bomkuist forstjóri, eftir nokkurra mán- aða dvöl erlendis. — »ísland« kom hjer síðastl. laugardagskvöld. Með því komu Þormóður Eyólfsson og frú heim úr Nor- egsför sinni. — »Goðafoss« kom hjer á mánudaginn yar og fór nóttina eftir áleið- is til útlanda. Með skipinu fór Sig, Krist- jánsson kaupmaður til Kaupmh. S. G o o s ætlar að gera stórfenglegar umbætur á síldarverksmiðju sinni nú í vetur og vor. Er ráðgert að taka niður allar eða flestar gömlu vjelarnar og setja aðrar í staðinn af nýjustu og fullkomnustu gerð, sem af- kasta tvöföldu við þær eldri, með langtum færra starfsfólki þó. Munu umbætur þess- ar kosta alt að 100000 kr. Það er haft fyrir satt að H. Thorarensen hafi siglt til Kaup- mannahafnar til þess að fullnuma sig í lyfjasamsetningu. — Með Islandi síðast fjekk hann 150 kassa af Carlsberg-öli. — Mátulega að verið, og auðsjáanlega ekki byrjað á óþörfustu lyfjunum! Norskur konsull hefur Þormdður Eyólfsson verið skipað- ur hjer á Siglufirði. M, k. H a v g 1 i m t eign Guðm. Björnssonar, fór til þorsk- veiða 16. þ. m. Ætlar það að veiða með línu vestur undir Jökli. Hjeðan fór skipið með 12 tonn af beitusíld til Keflavíkur. Erl. símfrjettir. Morgan, hinn Ameríski miijóna- mæringur, hefur lánað Frökkum 100 miljónir doliara. Hefur frank- inn hækkað afskapiega síðan. Sænska stjórnin hefur viðurkent ráðstjórnina rússnesku. Prjár flugvjelar frá Bandaríkjun- um lögðu af stað í flugferð kring- um hnöttinn 17. þ. m. KAUPTAXTI VERKAMANNAFJELAGS SIGLUFJARÐAR sem gildir frá 1. apríl til maíloka næstkomandi: Dagvinna......0,90 um kl.st. Eftirvinna .....1,25 — — Skipa- og helgidagavinna 1.25 — — Siglufirði 20. mars 1924 Stjórnin. Verslun Margrjetar Jónsdöttir Vetrarbraut 8 hefir fengið með seinustu skipum: Kjólaspennur, Hárnet, Hárkamba, Leggingabönd og margbreitt Kjólaskraut, Dömu- hatta, Langsjöl, Tvinna o. m. fl. Með næstu skipum koma Fermingarkjólar hvítir og svartir o. m. fl. því tilheyrandi. Með þ VI ' að reikningsskil eru fyrir hendi hjá íshúsfjelagi Siglufjarðar, þá er hjermeð alvarlega skorað á alla þá, sem skulda nefndu fjelagi, hvort heldur er hlutafje, síld, geymslu- gjald eða annað, að greiða skuldir sínar fyrir lok þessa mánaðar í síð- asta iagi. Annars má búast við að aðalfundur úrskurði innheimtu þess- ara skulda með málsókn. Jafnframt eru þeir, sem telja til skuldar hjá fjelaginu, beðnir að framvísa kröfum sínum fyrir lok mánaðarins. Siglufirði 20. mars 1924 Gjaldkerinn. Siglufjarðarprentsmiðja. Bannvara eru KVENNSOKKAR fást hjá Sophusi Árna. Afli er ágætur í Vestmanneyjum N ýláti n n s er Halldór Jónsson bóndi á Kambsstöð- um í Sljettuhlíð Prestaköll — Um Laufás sækja: Asmundur Gísla- son Hálsi, Björn O. Björnsson Ási, Gunn- ar Benediksson Saurbæ, Hermann Hjartar- son Skútustöðum, Ingólfur Þorvaldsson Vatnsenda, Sigurjón Jónsson Kirkjubæ og Sveinn Víkingur. — Um Vestmanneyjar sækja: Baldur Andrjesson, Hálfdán Helgason, Sigurjón Arnason og Vigfús Þórarinsson. — sjera Helgi Árnason í Ólafsfitði hef- ur fengið lausn frá embætti. Skipstrand Færeysk skúta strandaði við Skaftárós. Skipverjar voiu 15 og dó einn þeirra. A 1 þ i n gi. Engin stjórn mynduð ennþá, en búist við að það takist næstu daga. Nokkur þúsund tómar og saltfullar síldartunnur sel jeg cif Siglufirði í júlí n. k< Væntanlegir kaupendur ættu að tala við mig sem fyrst. Þormóður Eyólfsson. Bókasafnið verður eftir 1. apríl opið aðeins á sunnudögum. Bókavörður. Högl, Patronur, Forhlöð Sophus Arna. Verið fljótir nú og kaupið Flibba, Slaufur, Bindi, Húfur og Sokka því bannið stendur í 3 ár. Sophus Árna.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.