Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1924, Side 4

Siglfirðingur - 21.03.1924, Side 4
68 SIGLFIRÐINGUR Reglugjörð til bráðabirgða um bann gegn innflutningi á óþörfum varningi. i Samkv. heimild í lögum nr. 1, 8. mars 1920 um heimild fyrir landstjórnina til að takmarka eóa banna innflutning á óþörfum varningi eru hjermeð sett eftir- farandi ákvæði um bann gegn innflutningi á óþörfum varningi. 1. gr. Bannað er að flytja til landsins vörutegundir þær sem taldar eru hjer á eftir: a. Allar brauðtegundir. b. Smjör, srnjörlíki og öll önnur feiti nema, til iðnaðar. c. Ostar alskonar. d. Saltkjöt, flesk og pylsur. e. Niðursoðið kjöt og fiskmeti og allar aðrar niður- suðuvörur, nema mjólk. f. Egg og aldini, nema epli og sveskjur. g. Kafl'ibætir, súkkuíaði, sfróp, hunang, brjóstsykur, konfekt, caramellur, lakkrís, marcipan og annað efni til konfektgerðar og brjóstsykursgerðar, vindlingar. h. Öl, gosdrykkir, óáfeng ávaxtavín. i. Hverskonar vefnaðarvörur og tilbúin fatnaður og höfuðföt, nema tvistdúkar, Ijereft (stout, dowlas), moiskinn, nankin og boldang og segldúkur, pok- ar, strigi, fiskumbúðir (hessian), lóðarbelgir, lampa- kveikir, sáraumbúðir, regnkápur, sjóklæði, ennfr. eru undanþegnar banni vefnaðarvörur sem unnar erti'úr íslenskri ull í erlendum (norskum) tóvinnu- verksmiðjum enda sjeu þær ætlaðar eingöngu til heimilisnota en eigi til sölu. j. Loðskinn, hanskar, reiðtýgi, töskur, veski og aðr- ar vörur úr skinni, fjaðrir til skrauts, fiður og dúnn. k. Skófatnaður úr skinni nema sjóstígvjel. l. Skóáburður, leðuráburður, gólfáburður, vagná- burður, fægiefni, baólyf, kerti, sápur, ilmvötn og hárvötn. m. Tilbúin stofugögn. n. Lifandi jurtir og blóm, jólatrje. o. Brjefspjöld, myndabækur, veggmyndir, kvikmyndir, myndarammar, rammalistar. p. Úr, klukkur og hverskonar gull og silfurplett, eir og nikkelvörur, gimsteinar og hverskonar skraut- gripir. r. Hljóðt'æri hverskonar og grammafónplötur. s. Bifreiðar, bifhjól, reiðhjól. t. Glysvarningur, leikföng hverju nafni sem nefnast, flugeldar. 2. gr. Nú telur einhver vafa á því hvort vara sú sem hann vill flytja til landsins falli undir ákvæði 1. gr, og getur hann þá leitað upplýsingar atvinnu og sam- göngumálaráðuneytisins hjeraðlútandi og er það íulln- aðar úrskurður. 3. gr. Þær vörur sem komnar eru í skip í útlönduin á- leiðis hingað þegar reglugjörð þessi öðlast gildi og skipið heldur að fermingu lokinni tafarlaust til hafnar hjer á landi má flytja inn á sama hátt og hingað til. Sama gildir um vörur sem þegar eru keyptar og send- ar á stað áleiðis hingað á farmskírteini alla leið frá sendanda til viðtakanda þó ekki sje á einu og sama flutningstæki. 4. gr. Lögreglustjórar skulu hver í sínu umdæmi hafa gætur á því að fyrirmælum reglugjörðar þessarar sje stranglega fylgt og er þeim heimilt að setja þær regl- ur og gera þær ráðstafanir hjer að lútandi sem þurfa þykir. 5. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. reglugjörðar þessarar varðar sektum alt að 100 þús. kr. 6. gr. Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn rögreglumál. 7. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi og fellur jafn- framt úr gildi reglugjörð 31. mars 1921 um sama efni. Þetta er hjermeð birt öllum þeim til eftirbreytni sem hlut eiga að máli. Atvinnu og samgöngumálaráðuneytið 14. mars 1924 Kl. Jónsson. Vigfús Einarsson. Petta tilkynnist hjermeð almenningi. Skrifstofu Siglufjarðar 18. mars 1924 G. Hannesson.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.