Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1924, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 28.03.1924, Qupperneq 1
I. árg. Þingmannafrumvörpin. »Siglfirðingur telur rjett að skýra lesendum sínum í fám orðum frá helstu atriðum í frumvörpum þing- manna, sem nú eru orðin um 50 talsins. Verður þeirra því getið hjer í þeirri röð sem þau hafa komið fram í þinginu: 1. Frumvarp til stjórnskipunar- laga um breyting á stjórnarskrá konungríkisins íslands; fl.m. Jón Magnússon. — Aðalefnið er að ráðherra verði aðeins einn og nieð honum landritari, að þing verði annaðhvort ár, að kjörtímabil þing- manna verði 6 ár og landskjörinna 12 ár og að hæstirjettur skeri úr, hvort þingmenn sjeu löglega kosn- ir. — Hefur frumvarp þetta verið samþ. í efrid. með 8 atkv. gegn 6. 2. Frumvarp um breyting á stjórn- arskránni; fl.m. Jónas, Ingvar, Guðm. Einar og Sig. Jónsson. — Efni: Að ráðherrar verði 2 og þing annað- hvort ár. 3. Frumvarp til laga um lærða skólann í Rvík; fl.m. Bjarni frá Vogi. — Aðalefnið er að skólinn verði samfeldur sex ára lærður skóli og að samband það sem nú er milli hans og gagnfræðaskól- anna, verði afnumið. — Um undir- tektir þingsins hefur ekki frjest. 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um kosningar til Alþing- is; fl.m. Bjarni frá Vogi. — Aðal- efni: Kosningar skulu' standa yíir fullar tólf stundir í bæjum, en fulla þrjá sólarhringa í sveitum og skal þeim eigi slitið fyr en að þeim tíma liðnum, nema allir kjósendur hafi neytt atkvæðisijettar, þeir er á kjörskrá standa. — Frv. þetta hef- ur Bjarni borið fram tvisvar áður, bæði 1921 og 1922. 5. Frumvarp til laga um manna- nöfn, fl.m. Bjarni frá Vogi. — Frv. þetta var fyrir þinginu í fyrra og Siglufirði 28. marz 1924. er nú flutt aftur eins og það var þá samþykt við 3ju umr. í neðrid., töluvert breytt frá því seni það var fyrst. 6. Frumvarp til laga um samein- ing prófessorsembætis í guðfræði við Háskóla íslands við biskups- embættið; fl.m Tryggvi Rórhalls- son. 7. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum um hæstarjett; fl.m. Jón Magnússon. — Um að dómar- ar hæstarjettar verði aðeins þrír og að hæstarjettarritaraembættið verði lagt niður. 8. Frumvarp til laga um þing- fararkaup alþingismanna; fl.m. Jón Kj. Pjetur Ottesen og Jón Sig- urðsson. — Um að kaup þing- manna skuli vera 12 kr. á dag frá því þeir fara að heiman og þang- að til þeir koma heim. Auk þess fái þeir ferðakosnað eftir reikningi, sem þó ekki fari uppúr ákveðinni upphæð fyrir hvert kjördæmi, 40 kr, lægst (Gullbr. og Kjósasyslu) og 400 kr. hæst (A.-Skaftafellsýsla). — Pjetur Pórðarson gerir þá breyting- artillögu að þingmenn, sem eiga heima utan Rvíkur, fái að auki 3 kr. á dag meðan ‘þeir dvelja þar vegna þingsetu. Tr. Pórh. og Sveinn Olafsson gera þá breytingu að þeir þingmennn, sem eiga heima í Rvík fái 10 kr. dagkaup en hinir 12 kr ; þó fái þeir þinginenn, sem laua hafa úr ríkissjóði ekkert kaup nema það sem á kann að vanta að það nái 10 eða 12 kr. eða þeir sanni að laun þeirra öll gangi til að reka embættið eða staríann meðan þeir sitja á þingi. 9. Um undanþágu frá fiskiveiða- lögunum; fl.m A. Flygenring. — Hefur verið felt. 10. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 38, 27 júní 1922 um vörutoll; fl.m. Jón Sigurðsson og Pjetur Ottesen — a. Af alskon- ar kjöti og kjötmeti, smöri og fiski, nýjum og niðursoðnum, 5 kr. af 18. blað hverjum 10 kg. b. Af osti og eggj- um 2 kr. af hv. 10 kg. c. Af niður- soðinni mjólk 1,40 kr. af hv. 10 kg. d. Af heyi 6 kr. af hv. 100 kg. — Samskonar frv. fluttu þessir þingm. í fyrra, en það dagaði uppi í nd. 11. Frumvarp til laga um afnám laga nr. 7, 6. júní 1923, um breyt- ing á lögum um friðun laxa; fl.m J, Brynjólfsson. — Um frumv. þetta, sem gengur útá að aínema lög frá síðasta þingi um rýmkun á iaxaveiði í Hvítá, hefur alsherjar- nefnd neðrid. klofnað, vilja 3 láta samþ. það en 2 vilja láta rýmkun- ina standa áfram. 12. Frumvarp tii laga um afnám laga um sendiherra í Kaupmanna- höfn; fl.m Tr. Pórhallson. — Als- herjarnefnd neðrid. hefur komið ^með breytingar í þá átt, að staðan verði í hvert sinn háð ákvæði fjár- laganna, en vill ekki láta afnema lögin. Hefur deildin fallist á þessar breytingar við 2. umræðu málsins. Efir þeim á sendiherra að vera þegar nóg er í kassanum og ekki þarf að spara, en aðeins sendi- sveitarritari þegar tómur kassinn neyðir þingið til sparnaðar. Gæti slíkt orðið sitt á hvað eftir árferði. Nýmæli. Jeg var um daginn að lesa í norsku blaði og sá þess þar getið hvernig sumir norskir bæir fara með þá er leita á náðir hins opin- bera á einn eða annan hátt. Pess er getið þar, að þeir væru stund- um sendir út á jarðeignir hlutað- eigandi bæjar eða sóknar til þess að vinna þar í þaríir bæjar eðe sveitarfjelagsins. Par er bygt yfir þá hús og þar hafa þeir sitt af- skamtaða uppeldi, nóg að býta og brenna og nóg að vinna undir

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.