Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 28.03.1924, Blaðsíða 2
70 SIQLFIRÐINQUR stjórn verkstjóra, er yfir þá er sett- ur. Þetta tekur því aðeins til þeirra er heilsu hafa til að vinna. Mjer fór þá að detta í hug að öðruvísi væri þarna að farið en hjer hjá okkur og hvort ekki gæti verið vit í því að taka upp þetta fyrir- komulag hjer á landi. Pess vaf líka getið að sumir af þurfalingunum hefðu farið að verða óvenju vinnugefnir heima fyrir er þetta ráð var upp tekið og hefði stórum fækkað þeim er á náðir hins opinbera hefðu Ieitað, því flestir vildu komast hjá því að láta senda sig upp í sveit. Þetta er í sannleika viturlega gert. Pab er margsannað, að fjöldi þeirra manna er ár eftir ár eru á sveit, þótt hvorki bagi þá heilsuleysi nje ómegð, eru alveg orðnir hugsunar- lausir um alla bjargráðaviðleitni og láta sjer vel lynda að almenningur vinni fyrir þeim og rjetti þeim bit- ann upp í munninn. Það var fund- ið fátækralöggjöfinni gömlu til for- áttu hve ómannúðleg hún væri og það sama er enn fundið að hinni nýrri fátækralöggjöf. Þetta er að nokkru Ieyti satt. Pab eru ýms ákvæði í þessum lögum sem ekki ættu þar að vera, hvað sem allri mannúð líður. Það er t. d. alveg hneykslanlegt að eigi skuli vera um það strangari ákvæði hvenær þörfin sje knýjandi til að veita op- inberan framfærslustyrk. Er t. d. nokkur mannúð í því, að láta full- hrausta og fullvinnandi menn eyóa hábjargræðistímanum í annað tveggja, algert iðjuleysi, eða þá eitthvert gugt og snatt sem ekkert er uppúr að hafa. f>að er í meira lagi vítavert af einni fátækranefnd að láta almenning fóðra slíka menn og fjölskyldu þeirra yfir hásumariö þegar allir svo að segja sveitast blóðinu til að afla sjer og sinni fjölskyldu viðurværis til ársins. Á þessum erfiðu tímum hafa allir nóg með sja'lfa sig þótt eigi bætist á þá fóðrun og fyrirsjá kögurmenna og letimaga sem strákast upp í því að liggja heima á fleti sínu og rísa aðeins upp til að neyta gjafaverðar þess er aðrir af lagakúgun eru skyldir að veita þeim vegna slæ- legs eftirlits þeirra er um »fátækra- málin« eiga að hugsa. Pað er engu síður skylda fátækra- nefnda að sjá um það að »þurfa- lingamir« misþyrmi ekki mannúð þeirri er liggur að baki þessara laga, en hitt, að gæta þess að þeir líði eigi skort er styrks og hjSIpar þurfa. Að mínu áliti liggur vandi fátækraforráðenda í þessu mestur: að greina á milli þeirra sem þarfn- ast hjálpar og Iíknar og eiga það skilið, og hinna sem ekki eiga hjálpina og líknina skilið, fyrir sakir slóðaskapar og sinnu-, og kæru- leysis um að leita sjer bjargar. Jeg býst við því, að í flokki þessara síðartöldu manna sjeu fjöldamargir af hinum svonefndu »þurfalingum« þessa lands. Og því er mál til komið að hefjast handa og reyna að koma mönnum þessum á rjetta braut og glæða hjá þeim bjargráða- viðleitni. Jeg gæti nefnt þessa mörg dæmi er nú hefir sagt verió, en jeg verð, nauðugur viljugur að þegja um þessi nöfn — í nafni mannúðarinnar! Óvíða á þessu landi er annað eins »þurfalinga«-fargan og hjer í þessum bæ. Hjer búa ekki nema 1300 manns og tæplega það. En hjer er eytt árlega í fátækrafram- færslu um 25 þúsund krónum, eða um 20 króna nefskattur! Þaó mun óvíða vera á hærra stigi fátækra- löggjafar-»mannúöin« en hjer. Og mjer er spurn: Reynir fátækranefnd- in nokkuð til þess að vinsa hjer úr — skilja hina verðugu frá hin- um óverðugu — eða eru hjer engir óverðugir til? Ja, ekki veit jeg það. Og fara allir þurfalingar þessa bæj- ar, sem unnið geta, skynsamlega með fje sitt og atvinnufrelsi. Væri engin ástæða til þess fyrir fátækra- nefndina að hafa hönd í bagga með ráðningu þessara manna? Og hefir hún ekki rjett til að hafa íhlutun með hvað keypt er fyrir þetta fje? hvort það eru óþarfar vörur eða þarfar? Jú, vissulega. Menn þeir, er skulda til hins opin- bera eru að lögum ekki fjár síns ráðandi hvort sem er. Og mörgum er svo varið að hann missir and- legt og Iíkamlegt sjálfstæði um leið og hið efnalega og lætur svo reka á reiðanum og skeika að sköpuðu um bjargráðin. Honum finst ef til vill hann vera kominn í hundana hvort sem er, eða þá eins og verð- ur að álítast um suma, að þeir taki sjer þetta ekki nærri en verði guðsfegnir að láta aðra ljetta af sjer bjargráðaáhyggjunum, og enn eru aðrir er telja sjer bera þetta næstum að segja hvort sem þeir hafa brýna þörf eða ekki og heimta alt með forsi og sjálfskyldu. Mjer finst að mannúðin eigi að liggja í því e i n u að reyna að hjálpa þessum mönnum á þeim gruudvelli að gera þá sjálfstæða, glæða hjá þeim löngun til þess áð bjarga sjer sjálfir. Þáð þýðir ekkert fyrir sveitafjelagið að ætla sjer að fara að »rukka« þessa ólánsmenn ef þeim innhendist skildingur. Heldur á að reyna að hafa hönd í bagga með því að þeim skildingi sje varið til þess að auka mann- inum sjálfstæði, reyna að láta hann verða sjálfum sjer nógan og láta þann þá aftur fá sín mannrjettindi. í þessu finst mjer mannúðin muni vera fólgin fremur en í hinu að ausa í þessa menn maívælum at- hugunarlaust. F>að verður til þess að draga manninn niður á við í stað þess að lifta honum upp á við. Það er alt annað en fögur sjón að sjá þessa menn ganga á milli búðanna með pokann sinn í annari hendinni en »Kontrabókina« í hinni. Petta á að vera samkvæmt »moderne« mannúð og kristilegum kærleika en er í raun og veru löðrungur framan í þessi fögru hugtök. Þessi bær á nú þegar nokkrar jarðir og er að bera víurnar í fjeiri, Petta getur verið gott og blessað, og ekki ólíklegt að nöfn þessara jarðakaupabæjarstjórnarmeðlima verði gullnum stöfum skráð í fram- tíðarsögu Siglufjarðarkaupstaðar. En væri ekki hægt að starfrækja eitt- hvað af þessum jörðum betur en gert er? Er ekki að því komið t. d. að Skeið leggist í eyði — verói eitt af eyðibýlum þeim er standa og hrópa í himininn um ódugnað og sinnuleysi kynslóðanna. Fjelli þá líklega einhver fölvi á gullskrif- uðu nöfnin er fyr voru neínd. Jeg ætla nú að koma með ofur- litla uppástungu og er þá sama þó bæjarstjórnin brosi í kampinn er hún heyrir. En víst er það, að frá mínum bæjardyrum að sjá, mundi sú framkvæmd gera tvent í senn: 1. ljetta undir fátækraframfærsl- una og um leið hvetja þurfalingana til hinna ýtrustu sjálfsbjargarviðleitni. 2. Myndi það hefja jarðir þessar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.