Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 28.03.1924, Blaðsíða 3
(t. d. Skeið) upp úr niðurníðslunni og láta þær gefa bænum arð í stað útgjalda. þess er getið í upphafi þessarar greinar hvernig sumir bæir í Nor- egi fara med sína þurfalinga. Hug- myndin er að Siglufjörður taki upp sama sið: Bygði hús t. d. inn á Skeiði sem væri nægilegt handa 20—30 manns. Húsinu yrði t. d. skift í 6 svefnskála (3 fyrir konur og 3 fyrir karla) 1 stóra borðstofu 1 stórt eldhús. Borðstofuna mætti líka nota til vinnustofu á vetrum eða þegar unnin væri innivinna (»heimilisiðr.aður«). Ráðsmaður hefði að sjálfsögðu sína íbúð. Sam- eiginleg matreiðsla væri sjálfsögð og sameiginlegt borðhald, og alt fæði legði bærinn til eftir tillögum ráðsmanns. Regar þetta hús væri komið upp, sendi bærinn þangað þá menn og þær konur er hann þarf að ala önn fyrir hvort sem er. Ráðsmaður tæki við þeim, hjeldi þeim tfl vinnu, sem í því væri fólgin að rækta og bæta þessa jörð á allan hugsanlegan og mögu- legan hátt. Vinnan yrði þá einung- is algeng sveitavinna: heyskapur og túnvinnsla, sljettur, skurðgröft- ur, girðingar o. fl. o. fl. vor, sum- ar og haust, en tóvinna og annar heimilisiðnaður um vetur. Með þessu ætti fólk þetta við miklu betri kjör að búa en áður og við þetta sparaði bæiinn stór- íje á beinum framlögum auk þess hagnaðar sem hann hefði af við- haldi og bótum jarðarinnar. Retta gæti auk þess orðið til þess að einhverjir af þessum mönnum reyndu að bjarga sjer sjálfir til þess að þurfa ekki að láta flytja sig »inn að Skeiði« t. d. Rað þykist jeg vita að þess mundi fljótt verða vart hjer og kveikt í mönnum sú trú, að þetta væri sama sem að láta setja fólkið í betrunarhús og taka af því alt frelsi. En þeir hinir sömu verða að muna það, að ekki er til neins fyrir þá að vera að berja höfði sínu við steininn og troða þessu inn í vitund almennings að- eins til þess að spilla góðum mál- stað, Rað vita hvort sem er allir, að lögin mæla svo fyrir, að þessir menn eru ekki fullkomlega frjálsir. Reim er skamtaður hver biti og sopi, jafnt þeim sem þess eru verðugir og hinum sem ekki eru SIGLFIR-ÐINGUR það, en það er ekki siður við frjálsa menn, sem eru sjálfum sjer ráðandi. Ressi uppástunga er gerð í góðum tilgangi, til þess að reyna að Ijetta ögn á bæjarfjelaginu og til þess eigi síður að Ijetta undir byrði þeirra auðnuleysingja sem í þetta lenda. Reim mundi ekki þyngra að sitja þarna á góðu heim- ili í áhyggjulausu næði heldur en að þjarka hjerna um göturnar með ávísunarbók fátækranefndarinnar í höndunum milli kaupmannanna. Retta er heldur ekki skrifað til þess að særa þá er sökum heilsuleysis eða af öðrum óviðráðanlegum or- sökuin hafa orðið að leita á náðir hins opinbera. Nei. Reirra byrði er kappþung áður, og það eru þeir sem eiga heimtingu á samúðinni og kristilega kærleikanum og til þeirra telur enginn góður maður eftir sjer að borga. Rað er sjálí- sagt. En þetta er skrifað vegna hinna sem geta unnið og gera það ekki, þykjast vera menn og eru það ekki, þykjast vera fátækir en eru það ekki að öðru en manndáð og sjálfsbjargarviðleitni. Rað þarf eitthvað að gera í þessu rnáli og gamla aðferðin er þaulreynd og til einskis nýt. Ressvegna verður að taka til nýrra ráða og þetta á að vera bending um eitt slikt ráð og kemur það uú tii almennings að athuga hvort það er nýtilegt. A x f j ö r ð. Alþingi. Nýja stjórnin. Eins og s>Sglf« gat sjer til 7. þ. m., varð það Jón Magnússon sem að lokum tókst að fá nægilegt fylgi til stjórnarmyndunar. Verður að vísu tæplega sagt, að hjer sje um mikið fylgi að ræða, því íhalds- flokkurinn hefir ekki nenia 20 atkv. á móti 22, ef hinir sameinuðu sig á móti. En Jóni Magnússyni tókst það sem engum hinna tókst. Hann fjekk 2 úr Miðflokknum til að lofa að greiða ekki atkv. með vantrausti á sig þó fram kæmi á þessu þingi. Mundi því slík tillaga, þó fram kæmi, verða feld með 20 á móti 20. — Þannig er þá fylgi hinnar nýju stjórnar, og má það sannar- n lega ekki minna vera. í henni eiga sæti: Jón Magnússon, foÆætis- ráðh. og dóms- óg kirkjumálaráðh. Magnús Guðmundsson, fjármálaráðherra. Jón Rorláksson, atvinnu- og samgöngumálaráðherra. F* i n g s á I y k t u n a r t i 11 ö g u r. 1. Um skipun viðskiftamálanefnd- ar í efrid. Flm. Einar, Guðm, Ing- var, Jónas og Sig. Jónsson. 2. Um skipun viðskiítamálanefnd- ar í neðrid, Flm. Tryggvi, Asgeir, Bernhard, Halldór, Ingólfur, Jör- undur, Pjetur Pórðarson, Sveinn og Porleifur. 3. Um takmörkun á tölu nem- enda í lærdómsdeild hins almenna mentaskóla. Flm. Jónas Jónsson.— Um að framvegis verði nemendur ekki yfir 25 í hverjum af 3 efri bekkjum mentaskólans. 4. Um frestun á framkvæind laga nr. 48, 20. júní 1923, um eftirlits- mann með bönkum og sparisjóð- um. Flm. Agúst Flygenring. (Sama dag og þessi tillaga kom fram var staðan veitt). 5. Um prófessorsembættið í ís- lenskri bókmentasögu við háskól- ann. Flra. Jakob og Ásgeir, — Um að s'jórnin reyni með samningi (launahækkun) að fá prófessor Nor- dal til að halda embætti sínu áfram. (Honum hefir boðist betur launað embætti í Noregi). 6. Um skipun sparnaðarnefndar í efrid. Flm. Jónas og Guðmundur. 7. Um skrifstofur landsins í Rvík. Flm. Jónas og Ingvar. — Að sem flestar skrifstofur landsins í Rvík verði fluttar í Landsbankann, Póst- húsið eða húseign landsins við Bröttugötu. 8. Um ábyrgð ríkissjóðs fyrii lán- töku til skipakaupa. Flm. Sjávarút- vegsnefnd neðrid. — Um að stjórn- in megi fyrir hönd ríkissjóðs á- byrgjast alt að Vss miljón kr. lán til botnvörpuskipakaupa f Hafnar- firði. 9. Um kenslu heyrnar- og mál- leysingja. Flm. Fjárhagsnefnd neðri- deiidar. — Um flutning heyrnar- og málleysingjakennslunnar í sveit aftur. A f g r e i 11 s e m I ö g. 1. Um breyting á 182. gr. hinna

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.