Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.04.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 05.04.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐIN I. árg. Siglufirði 5. apríl 1924. 19. blað Þingmannafrumvörpin. 13. Frumvarp til Iaga um afnám kennaraembættis í hagnytri sálar- fræði við Háskóla íslands; flm. Jör- undur, Bernharð og Ingólfur. 14. Frumvarp til laga um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum við Háskóla íslands; flm. Jörundur, Bernharð og Tryggvi. 15. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 28, 3. nóv. 1915, um kosningar til Alþingis; flutn.m. Halldór Stefánsson og Árni. — Aðalbreytingarnar eru þessar, eftir 2. umr. í neðrid.: Að skifta megi hreppi í 2 kjördeildir með samþ. sýslunefndar; að kjörskrár skuli gilda frá 20. júní til 19. júní; að kjördagur sje laugardagur í 11. viku sumars; að kjörfundartími verði 5 tímar og að ógildur sje seðill í tvimenningskjördæmi, ef aðeins einn er kosinn, — Alsherjarnefnd hafði lagt til, að slíkur seðill skyldi talinn gildur, en Bernharð kom með tillögu um að setja ó fyrir framan, og var það samþykt við 2. umr. Síðan hefir komið breyt- ingartillaga frá Jóni Auðunn um að gildi kjörskránna skuli ekki breytt frá því sem var og að kjördagur verði í 12. viku sumars. 16. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 62, 27. júní 1921, um einkasölu á áfengi; flm. Sveinn og Jörundur. — Að forstaða á- fengisverslunar ríkisins verði falin forstjóra landsverslunar og að leggja 25—75% á áfengið, miðað við verð þess komið hingað að með- töldum tolli. 17. Frumvarp til laga um að sameina kennarastarf í hagnýtri sálarfræði við Háskóla íslands við forstöðu Landsbókasafnsins; flm. Jónas. 18. Frumvarp til laga um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum við Háskóla íslands og að flytja núverandi docent í grísku og lat- ínu að Mentaskólanum; flm. Jónas. — Var felt við 3ju umræðu. 19. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 59, 22. nóv. 1907, um fræðslu barna; flm. Jónas. — Um að afnema embætti fræðslu- málastjóra, en í hans stað komi 3ja manna skólanefnd, skipuð kenn- urum Kennaraskólans, sljórnarráð- inu til aðstoðar í fræðslumálum. 20. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 29, 20. júní 1923, um atvinnu við vjelgæslu á ísl. mótorskipum; flm. Jón Baldvinsson. — Lítilsháttar rýmkun á rjetti til vjelgæslu, frá því sem ákveðið er í lögum frá í fyrra. 21. Frumvarp til laga um síldar- bræðslu; flm. Tryggvi Þórhallsson. — Um að enginn megi reka síld- arbræðslu hjer á Iandi, nema að fengnu ieyfi ríkisstjórnarinnar, og má það leyfi eigi veita nema: 1. Bundið við nafn á manni eða fjelagi. 2. Bundið við ákveðinn stað og meðmæli hluíaðeigandi sýslunefndar eða bæjarstjórnar. 3. Byrjað sje að reisa verksmiðj- una innan árs og reksturinn 2ja ára frá veitingu ieyfis. 4. Innlendir verkamenn sjeu notaðir við rekst- urinn nema að fengnu leyfi stjórn- arráðs. 5. Að leyfishafi láti af hendi ef óskað er, alt að einum fimta framleiðslunnar, til áburðar eðafóð- urbætis, með niðursettu verði. 6. Að greitt sje fyrir leyfið 50 til 250 þúsund kr. og ennfr. árlega 50 til 250 þús. kr. eftir framleiðslumagni. 7. Stjórnarráðið hafi rjett til að skipa eftirlitsmann með starfinu. 8. Leyfið sje ekki veitt til Iengri tíma en 20 ára mest. 9. Sett sjeu þau önnur skilyrði er nauðsynleg þykja í hvert sinn. 22. Frumvarp til laga um sjer- stakt lestagjald af útlendum vöru- flutningaskipum; íl. Tryggvi Pór- hallsson. — Um að gjeiða í ríkis- sjóó 20 kr. af hverri smálest (brutto) Innilegt þakklæti vottum við hjer- með öllum þeim, er hafa auðsýnt okkur hluttekningu á einn eða ann- an hátt, við fráfnll og jarðarför elsku litlu bræðranna Einars V, ogi Kristins O. Hermannssona. Ættingjar hinna látnu. Gjaldið greiðíst á fyrstu höfn. Fari sama skip fleiri en eina ferð á ári, skal það greiða hálft gjaldið i hverri af síðari ferðunum. 23. Frumvarp til laga um sjer- stakan vörutoll; flm. Tryggvi Þór- hallsson — Um að tífalda vöru- tollinn á ýmsum vörum, einkum tilheyrandi sjávarútvegi, svo sem tunnum og tunnuhlutum, vjelum og vjelahlutum, færum, önglum, öngultaumum, sjóklæðum, salti og kolum. Ennfremur á timbri og sementi og ýmsum matarvörum — Talið er víst að frv, verði felt. 24. Frumvarp til laga um heim- ild fyrir bæjarstjórnir til að tak- marka eða banna hundahaldí kaup- stöðum; flm. Magnús Jónsson, Möller, Jón Þ. og Sigurjón. — Alshn. hefur lagt til að heimildin nái einnig til hreppnefnda, og hef- ur neðrid. samþ. frv. þannig. 25. Frumvarp til Iaga um bruna- tryggingar í Rvík; flm. þm. Rvíuur — Hefur verið afgreitt sem Iög. 26. Frumvarp til laga um ákvörð- un vinnutíma í skrifstofum ríkisins; flm. Þórarinn — Að vinnutíminn sje minst 8 stundir á dag og að ekki sjeu hafðtr þar fleri menn en nauðsynlegt er. 27. Frumvarp til laga um lög- gilding verslunarstaðar í Hindisvík á Vatnsnesi við Húnaflóa; flm. Þórarinn — Hefur verið afgreitt sem lög. 28. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 50, 20. júní 1923, um atkvæðagreiðslu utan kjörstað-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.