Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.04.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 05.04.1924, Blaðsíða 2
74 SIQLFIRÐINGUR ar við alþingiskosningar; flm. Þór- arinn, Jörundur, Ottesen og Jón Sigurðsson — Um að síðari máls- gr. 1. gr. og önnur málsgr. 4. gr. falli burtu. 29. Frumvarp um breyting á lögum um veð, nr. 1S, 4. nóv. 1887, flm. Magnús Torfason — Frv. þetta hefur verið felt. 30. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 35. frá 30. júlí 1909, ^um stofnum háskóla, flm. Jón Þorláksson — Hjer eru sam- einuð í eitt öll þau frumvörp um fækkun embætta við háskólann, sem komið hafa fram áður, og auk þess lagt til að fækka prófess- orum við lagadeildina og í íslenskri málfræði. Alþingi. Afgreitt sem lög. 6. Um breyting á lögum nr. 29, 20. júní 1923, um atvinnu við vjel- gæslu á ísl. mótorskipum. 7. Um bráðabirgðaverðtoll á nokkrum vörutegundum. 8. Um mælitæki og vogaráhöld. 9. Um að innheimta í gullkrón- um sektir fyrir landhelgisbrot. Þingsályktunartiliögur. 10. Um bann gegn innflutningi útlendinga í atvinnuskyni; flm. Ás- geir og Jón Kj. 12. Um undirbúning þegnskyldu- vinnu; flm. Magnús Jónsson og Ásgeir. 12. Um launauppbætur til 3ja yfirfiskimatsmanna; flm. sjáfarút- vegsnefnd nd. 13. Um gullkaup til seðlatrygg- ingar; flm. Sveinn og Ingólfur. 14. Um endurheimt ýmsra ísl. skjala og handrita, sem enn eru í söfnum í Kbh.; flm. Tryggvi og Benedikt. 15. Um fækkun ráðherra; flm. Magnús Torfason. 16. Um að láta ransaka meðferð og stjórn Landsbókasafnsins; flm. Jónas Jónsson. 17. Um að leggja niður áfengis- verslunina á Siglufirði; flm. Einar Árnason. Ým i s 1 eg t. í stað Magnúsar Guðmundsson- ar hefir Jón Auðunn verið kosinn varaforseti nd. og Sigurjón í fjár- veitinganefnd. f stað Jóns Þorláks- sonar hefir Björn Líndal verið kos- inn í fjárhagsnefnd og Bernharð í alsherjarnefnd. — Frumvarp Möll- ers um afnám einkasölu á tóbaki, hefir verið felt. LOG um bráðabirgðaverðtoll á nokkrum vörutegundum. 1. gr. Hver, sem fær vörur frá útlöndum, er skyldur til, áður en vörurnar eru afhentar honum, að sýna hlutaðeigandi lögreglustjóra eða umboðsmanni hans reikning yfir innkaupsverð þeirra, kominna um borð í skip, er flytja á vörurn- ar hingað til lands. Þetta nær til allra vara, sem hingað eru sendar, að undanteknum íslenskum afurð- um, sem endursendar eru, ogvenju- legum farangri ferðamanna. Alla reikninga um vörur, er um ræðir í 1. gr. 3., 6. og 7. lið laga nr. 38, 27. júní 1921, um vörutoll, svo og reikninga um fólksflutningsbifreiðar, tilbúnar hurðir og glugga, skal lög- reglustjóri eða umboðsmaður hans stimpla með merkjum þeim og á þann hátt, er um ræðir í lögum nr. 75, 27. júní 1921, og skulu allir slíkir reikningar stimplast með 20°;0 af innkaupsverði þeirra vara. — Verði a'greiningur um flokkun- ina, fellir ráðherra um það fullnað- arúrskurð. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur þær, er nú skal greina: Galvaniseraðir balar, brúsar og fötur, bambus, bnst, bíla- og hjól- hestadekk og slöngur, botnvörpur, botnvörpugarn, burstar og kústar, dynamit, dælur, ný epli, ger, ger- duft, glóðarlampar, hampur, kátsjúk (óunnið), kopar, kolsýra, karbólín, lamir, lásar, gluggajárn, skrár, lækn- istæki, lyklar, lampaglös, sútað leð- ur og skinn, viðhafnarlaus skófatn- aður úr skinni og gúmmí, gúmmí- hælar og sólar, lóóarbelgir, lampa- kveikir, lyfjavörur, meðalalýsi, máln- ing, mottur til umbúða, net, niður- soðin mjólk, ostahleypir, pottar, pönnur, prentletur, prentsverta, prjónavjelár, rafmagstæki og mælar, ratin, reikningsspjöld, röntgentæki, sáraumbúðir, saumavjelar, seglgarn, sildarkrydd, skipsbrauð, smíðatól, sveskjur, svínafeiti, trjeskór og klossar, talsíma- og ritsímatæki, ull- arkambar, vaxdúkur, veggfóður, vjelareimar, vír úr járni og kopar, vogir, önglar og öngultaumar, tvist- tau, flónel, bommesie, lasting, Ijer- eft, dowlas, stout, molskinn, nankin, boldang, blautsápa, garh alskonar til heimilisiðnaðar og nýtt græn- meti. Ennfremur er stjórninni heim- ilt að undanskilja þessum tolli þær efnivörur, sem innlend iðnaðarfyrir- tæki sanna fyrir henni að þau noti til starfrækslu sinnar. 2. gr. Ákvæði 4. til 15. greinar laga nr. 38, 27. júni 1921, um vöru- toll, skulu einnig gilda, eftir því sem við á, samkv. 1. gr. þessara laga, Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um innheimt- una, um greiðslu stimpilgjaldsins af þeim vörum, sem eru sendar til landsins í pósti, og annað, er snert- ir framkvæmd laganna. í reglugerð- inni má ákveða sektir fyrir brot á henni. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað og gilda til ársloka 1925. Lenín og starf hans. Úr norsku blaði. Lenín dvaldi á Svisslandi þegar Marzbyltingin hófst og tókst hon- um, ásamt nokkrum meiri háttar Bolsjevikkum, að fá fararleyfi um Þýzkaland. Sagan um »blývagninn« er, ef/ til vill, heilaspuni einn, en hitt er víst, að þessir menn hjeldu leiðar sinnar með samþykki þýzka hershöfðingjaráðsins. Þetta hefir Hoffmann hershöfðingi sjálfur kann- ast við og farið um það svofeld- um orðum: »Við notuðum Lenín og Ttrotský á sinn hátt eins og við notuðum eiturgufu fremst í fylkingum.« En hershöfðinginn Ijet þess raunar getið um leið, að ef Þjóðverjar hefðu búist við, að af- leiðingarnar yrðu slíkar, sem raun varð á, þá hefði eflaust komið hik á þá. En svona komst nú Lenin til Rússlands og afleiðinganna var ekki lengi að bíða. Eins og kunnugt

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.