Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.04.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 05.04.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 75 er, voru Bolsjevikkar ekki valdir að byltingunni eða hruni keisaradæm- isins, heldur voru það borgara- stjettir »Dúmunnar« og þeirra gætti mest í bráóabirgðastjórninni. En stjórn sú komst brátt í berhögg við þá ósk alþýðunnar, að styrjöld- inni yrði hætt og í maí 1917 kom í hennar stað sambandsstjórn borg- ara og jafnaðarmanna. Ressi stjórn vonaðist eftir allsherjar framkvæmd- um af hálfu öreigalýðs allra landa til þess að koma á friði, en þær framkvæmdir brugðust og þá fóru Rússar að gefa meiri gaum að hin- um taumlausu æsingum Bolsje- vikka í því skyni að fá frið þegar í stað, hvað sem hann kostaði. Nú sá Lenín sjer leik á borði. Hann skoraði á bændur að taka undir sig jarðeignir stóreignamann- anna og á verkamenn að taka í sínar hendur eftirlitið með fram- leiðslunni. Regar leið fram á haust- ið 1917 urðu Bolsjevikkar í meiri hluta í verkamanna-»ráðunum« bæði í Pjetursborg og Moskvu og að- faranótt hins 7. nóvember náðu Bolsjevikkadeildir setuliðsins í Pjet- ursborg undir sig öllum helztu hernaðarstöðvum borgarinnar, hrundu Kerenskístjórninni af stóli og stofnuðu alræðisstjórn, er studd- ist við hervaldið. Nú var uppgang- ur Bolsjevikka á Rússlandi byrjað- ur og »öreiga-alræðið« og hinn sanni kommúnismi áttu að setjast í hásætið. Síðan eru liðin rúm sex ár — sex hörmunga-ár fyrir Rússland, er verið hefir hið hrjáða sjónarsvið að tilraunum Bolsjevismans og sex ókyrðar og æsinga-ár fyrir umheim- inn, sem hinir hálfærðu óróaseggir reyndu að draga með sjer í glöt- unina. Lenín hafði tvent fyrir augum — fyrst og fremst að koma Kommún- ismanum í framkvæmd á Rússlandi og þar næst, eða jafnframt því að koma til leiðar byltingum í öllum menningarlöndum til þess að gera þau einnig að kommúnistalýðveld- um undir forustu og yfirráðum Rússlands. Petta var tröllvirki og reynt að framkvæma það með of- urkappi og eigi all-lítilli ráðsnild en samt sást yfir tvö atriði og þau sízt óveruleg, sem sje mannlegt eðli og yfirburði Norðurálfumenn- ingarinnar yfir rússneska menning og á þessum tveim skerjuin strand- aði alt saman. Að vísu hepnaðist að koma kommúnismanum í framkvæmd á Rússlandi, það er að segja á papp- írnum og í orði kveðnu. Peim, sem eitthvað áttu, var blátt áfram kom- ið fyrir kattarnef eða að þeir voru gerðir landrækir og Sovjetstjórnin heimtaði svo eignir þeirra í sínar hendur. Á árunum 1917 til 1921 vofu 1,760,000 manns teknir af lífi á Rússlandi og finnast slíks engin dæmi alt fram á þennan dag. En ekki var hægt að bæla niður löng- un.bænda til þess að eiga eitthvað sjálfir og vera fjár síns ráðandi, jafnvel þótt alt að helmingurinn af hinum líflátnu mönnum væru úr bænda tölu. Og vorið 1922 varð Lenín, eins og kunnugt er, að slá frá sjer »kornpöntunum« sínum og heirnta í þeirra stað skatta n fríðu«, en þeir komu ekki heldur að til- ætluðum notum af ýmsum ástæð- um. Lenín skildist nú, að honum tjáði ekki að ofbjóða bændum og þessi skilningur hans er víst þess valdandi, að Bolsjevikkar eru enn við völd á Rússlandi. Njósnarlið Bolsjevikka átti að greiða »heimsbyltingunni« götu út um allan heim, en þar brást þeim einnig bogalistin. Meginþorri verka- manna í Vestur-Evrópulöndunum var raunar fús á að hlusta á þenn- an austræna hjarðsöng, en þó nógu skynsamur til þess að vilja sjá að minsta kosti einhverja ávexti þessa nýja gleðiboðskapar áður en þeir jöfnuðu sína eigin kofa við jörðu. En það sem hann sá, var ekki sjer- lega aðlaðandi: kyrstaða, hnignun, hrun og hungurdauði. Skipulags- hæfileikar Bolsjevikka samsvöruðu ekki kenningum þeirra og dag- draumum. Peir áttu svo andstætt að þeir komust loks að raun um það sjálfir, að heimurinn væri ekki sniðinn eftir þeirra geðþótta, að stórt og mikið land í Evrópu getur ekki hagað sjer eins og það væri ei-tt sjer einhverstaðar uppi á Marz og að það er stundum óhjákvæmi- legt, að taka eitthvert tillit til ná- granna sinna, jafnvel þótt þeir vilji ekki gerast Bolsjevikkar. Sovjet- mennirnir , fóru til Genúa og þeir fóru til Haag — og hver veit hvert t Erlendur Jóhannsson frá Helgustöðum í Fljótum, sem slasaðist uppí gryfjunum nýlega, andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri á laugardaginn var. þeir fara á endanum. Að minsta kosti er margt, sem bendir á, að Rússland sje nú aftur að hverfa til borgarafjelagsskaparins — en hann er sá eini þjóðfjelagsskapur, sem á sjer verulega framtíð fyrir hönd- um og mátt hið innra til að stand- ast allar þrautir. (Fratnh.) Frjettir. Porst. Gíslason ljet af ritstjórn Morgunblaðsins 1. apríl. Við hafa tekið Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson. Fylla tók 2 þýska togara í land- helgi. Fengu þeir 10 þús. kr. sekt hver og afli og veiðarfæri gert upp- tækt. Ársrit hins ísl. garðyrkjufjelags 1924, er nýkomið út. Er efni þess þetta: Smábrot úr sögu kartöflunn- ar, Fjelagsgarðar, Ýmislegt er snert- ir fræ, Ræktun gulrófnafræs, Smá- vegis, Reikningur fjelagsins 1922. Nýbýlafjelag er nýstofnað í Rvík, og heitir það »Landnám. Fiskverð er búist við að verði óvenjnlega hátt í vor og sumar. Nýkomið: Akra Plöntufeiti Saft Ger Kandís o. fl. „Hamborg.“ Rúðugler fæst hjá Friðb. Níelssyni.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.