Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.04.1924, Side 4

Siglfirðingur - 05.04.1924, Side 4
/ 76 SIGLFIRÐINGUR „ VERKAMA Ð (JRINN,“ blað jafnaðarmanna á Norðurlandi, kemur út á Akureyri, einu sinní í viku og aukablöð við og við, Kostar 5 kr. árg. Gjalddagi 15. júní. Ritstjóri: Hal/dór Friðjónsson. Blaðið er bindindis- og bannblað — málsvari verkalýðs og sjómanna. Er mest keypt norðlenskra blaða í kaupstöðum og sjóþorpum kringum ait land. Besta auglýsingablað fyrir útgerðarmenn. A Siglufirði fæst Verka- maðurinn hjá Pjetri Björnssyni. Tóm olíuföt hrein og ógölluð, kaupi jeg háu verði aðeins á morgun. F’ormóður Eyólfsson. Bending. í júní í fyrra fjekk jeg feiknin öll af alskonar höfuðfötum, bæði hörð- um og linum höttum, skygnishúf- um og enskum húfum, vetrarhúf- um og drengjahúfum ýmiskonar. — Síðan hafa þessar vörur hækkað um þ r i ð j u n g í innkaupi og auk þess hefir gengi ísl. peninga fallið síóan. Nú á jeg æðimikið eftir af þess- um höfuðfötum, sem enn eru seld með sama lága verðinu — þrátt fyrir hækkunina. Og þar eð nú hefir verið bannaður innflutningur á öllum höfuðfötum, vil jeg benda mönnum á að kaupa þessi liöfuð- föt meðan þau fást fyrir þetta tæki- færisverð. Fríðb. Níelsson. M.b. Sleipnir er til sölu með öllu tilheyrandi. f bátnum er engin vjel, en 10 HK. Hoffmannsvjel getur fylgt ef vill. Borgunarskilmálar mjög aðgengi- legir og verðið sanngjarnt. Þorst. Pjetursson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsiniðja. Líftryggingarfjel. Andvaka h.f. Kristíaníu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barna- tryggingar og lífrentur. íslandsdeildin. Löggilt af Stjórnarráði íslands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á islensku. — Varnar- þing í Reykjavik! — Iðg jöldin lögð inn í Landsbankann og tslenska sparisjóði. Viðsk. öll ábyggil., hagfeld og refjalaus I Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriði, en ekki hrossakaup ! Leitaðu þjer fræðslu! Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging! Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt! 10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann um 67 aura á dag! 5000 króna líftrygging kostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag! Umboðsmaður Friðb. Níelsson. Nauðungaruppboð verður haldið á vjelbátnum Ýmir, eign dánarbús Jóh. Júl. Jóhannssonar, mánudaginn 7. apríl kl. 1 síðdegis, og báturinn ásamt lóðum, uppi- höldum, niðristöðum o. fl. seldur hæstbjóðandi, ef viðunanlegt boð fæst, Báturinn selst í því ástandi, sem hann er í. Vjelin sömuleiðis og er nokkuð af vjelinni í bátnum, nokkuð á verkstæði Snæbjarnar Magn- ússonar. Uppboðið á bátnum fer fram við bátinn, á síldarplássi O. Tyn- esar en uppboð á útveg bátnum tilheyrandi í pakkhúsi Samein. ísl. versl- ana Siglufirði. Áreiðanlegir kaupendur, sem uppboðshaldari þekkir, fá 3ja mánaða gjaldírest. Skrifstofu Siglufjarðar 31. marts 1924 G. Hannesson. Skrá yfir tekju- og eignaskatt fyrir SigluFjarðarkaupstað liggur frammi alinenn- ingi til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta frá 5, til 19. þ. m. að báðum dög- um meðtöldum. Kærum yfir skránni sje skilað til formanns skattanefndarinnar ekki síðar en fyrir 20. þ. m. Siglufirði 4. apríl 1924 Jón Guðmundsson, (formaður) Pormóður Eyólfsson, Friðb. Níelsson.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.