Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.04.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 11.04.1924, Blaðsíða 2
78 SIGLF IRÐINOUR ábyrgð fjelaganna. 49. Frumvarp til laga um viðauka við og breytingu á fátækralögununi; flm. Jón Baldvinsson. Um að engan þann styrk, sem veittur er vegna ómegðar, slysa, vanheilsu, atvinnuskorts eða elli, skuli telja sem sveitarstyrk. Að engan styrk- þega megi flytja fátækraflutningi, nema með skriflegu samþykki sjálfs hans. Að allar fátækraskuldir, hvort sem eru »sveitastyrkur eða ekki, skuli fyrnast á 5 árum. 50. Frumvarp til laga um auka- útsvör ríkisstofnana; flm. Magnús Guðmundsson. — Um að slíkar stofnanir skuli skattfiíar nema verslunarfyrirtæki, þau greiði þar sem aðalsetur þeirra er, 5% af nettoágóða í bæjarsjóð. — Sveinn og Tryggvi gera þá breytingu, að í stað 5°/0 komi 2%. — Alþingi. Afgreitt sem lög. 10. um löggilding verslunarstað- ar við Málmeyjarsund innan Vota- bergs. 11. Um framlenging á gildi laga um útflutningsgjald. 12. Fjáraukaiög fyrir árið 1923. Neðri deild hefur samþ. frv. um breyting á stofnun háskóla, um þingíararkaup og um atkvæða- greiðslu utan kjörstaðar. Lenín og starf hans. Úr norsku blaði. (Framh.) Um þessar mundir var Lenin aðalfrömuður allra framkvæmda á Rússlandi. Hann var- helzti ræðu- skörungurinn á öllum mannfund- um og var þó ekki vel máli farinn, en hanu kúgaði áheyrendur sína til sannfæringar og eindrægni með óbilandi rökfimi, óhrekjandi tölum og kaldhæðni. Hann var rólyndur og óbifandi umboðsmaður (admi- nistrator), hafði taumhald á öllum og öllu og kunni gjörla að skipa mönnum sínum i sæti. Viljafesta hans var ósveigjanleg, hann misti aldrei sjónar á takmarki sínu og hann kunni að láta alla hlíta sínum vilja og halda þeim í rjettu horfi. Starfsþol hans var óbilugt og var hann þannig gæddur allmörgum þeim hæfileikum, sem þjóðhöfðingj- um eru ómissanlegir. En hann vantaði líka suma þá hæfileika og þá ekki óverulega. Hann vantaði gæflyndi það og víðsýni, sem einkennir hinn veru- lega stjórnmálamann. Vjer German- ir höllumst yfirleitt að þeirri lífs- skoðun, sem kemur fram í þýzku orðunum: »Leben und leben lassen«, en Lenín hefir eflaust verið frábit- inn þeiin hugsunarhætti. Hver sem hugðist að taka sjer bólfestu á Rússlandi, varð að gera svo vel að iifa eftir h a n s forskriftum. Norðmaður einn, sem dvalið hefir í Moskvu og átt tal við Lenín, lýsti honum svo, að það væri engu líkara en að heilabú hans rúmaði nákvæmlega merktar skúffur, þar sem hinum ýmsu »málefnum« væri gaumgæfilega niðurraðað. í þess- um skúffum gat hann svo á einni svipstundu gengið að hinni »einka- leyfðu« skoðun á hvaða málefni sem var, en af slíkum mönnum stafar jafnan hætta, þegar þeir eiga að ráða fyrir og yfir lifandi mann- eskjum, Lenín var naumast maður grimm- lundaður að eðlisfari. Einkalíf hans þótti aðdáanlegt og alt fas hans minti fremur á almennan borgara en jötunslegan harðstjóra. En hann var sauðþrár, eins og þröngsýnum mönnum er títt og hafði bjargfasta trú á sínum eigin óskeikulleik. Og þar sem þessi sauðþrái var sífelt og óaflátanlega hvattur og eggjað- ur fram af lítt skilinni og mjög vafasamri kenningu, þá urðu afleið- ingar hans þeim mun ógurlegri og afskaplegri. Lenín gat með köldu blóði látið taka landa sína af lífi þúsundum saman, ef þeir andæfðu skoðunum hans og sennilega hefir honum aldrei komið til hugar, að skoðanir þessar eða kenningar væru ekki jafnágætar í allra augum sem hans sjálfs og hann var reiðubúinn að hleypa allri veröldinni í bál og brand til stuðnings þessum skýja- borgum. Hvað sem annars má segja um Lenín, þá verður því ekki neitað, að hann var framúrskarandi at- kvæðamaður og það var einmitt þessi kostur hans, sem olli því, að hann gat leyst það hlutverk af hendi, sem hann gerði. Hann er þannig sjálfur skýlaus sönnun þess, að hinn efniskendi (materialistiski) skilningur á mannkynssögunni, sem Marx (og Lenín Iíka) aðhyltist, er með öllu rangur, en samkvæmt þeim skilningi gætir persónuleikans lítið eða ekki. Og rússneska stjórn- arbyltingin, undir hans leiðsögn og forustu, bendir glögglega á and- stæðurnar og djúpið á milli hins öfluga persónuleika annarsvegar og hins aðgerðalausa, andlausa almúga hins vegar. Hún sýnir, hvers djarfir lýðæsingamenn eru megnugir, þegar byrlega blæs fyrir þá. Lenín sýndi það berlega í skoó- unum sínum, að hann var ákafur fylgismaður Marx og á yngri árum barðist hann fyrir kenningum hans með slíku ofstæki, að það líktist oft brennandi vandlæti einhvers miðaldamúnks í þágu hinnar einu sáluhjálplegu trúar. Hann viður- kendi ekkert, sem andvígt var þeirri kenningu eða kom eitthvað í bága við hana og kallaði mikilsmetna heimspekinga afturhaldsseggi, »leik- fífl hinnar borgaralegu þekkingar* og valdi þeim önnur hæðiyrði, þar á meðal Kant. (Framh.) Erl. símfrjettir. Grindell Matthews, englending- ur, hefur fundið upp ósýnilega geisla, sem líkjast eldingu og drepa alt lifandi sem þeir hitta. Geislarnir hafa áhrif 4 mílur upp og ná til 40 mílna fjarlægðar. Búist við að frumvarp bresku sljórnarinnar um framlag til loft- varna í London, verði felt. Bretar hafa neitað fulltrúum Rússa um landgönguleyfi. Nýjar auðugar guilnámur hafa fundist í Kirgishjeraði norður af Turan. Nefndin sem ransakaði hag Rjóðverja leggur til að þeir greiði 16 miljarða strax og svo árlega 1400 miljónir hækkandi upp í 2400 miljónir.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.