Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.04.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 11.04.1924, Blaðsíða 3
Leirburður. >Alt er hirt og alt er birt ekkert hlje á leirburðe . . . « Petta var kveðið hjerna á árun- um að gefnu tilefni er fullmikið þótti um leirburðinn í »Heims- kringlu« hinni vesturheimsku! mátti þó segja að lítið væri þá af þeirri framleiðslu á íslenskri tungu, sani- anborið við það er nú tíðkast. Síð- astliðin ár hafa komið út hjer á landi ódæma fjöldi kvæðabóka, sem, að örfáum undanskildum, hafa verið höfundunum og íslenskri ljóðagerð og tungu til mikillar hneysu, svo hefur leirhnoðsstaglið og tilgerðin verið þar á háu stigi. Er það einkennilegt, að engir skuli verða til þess að bægja ung- lingum frá því, að gera sjer þá minkun að láta prenta slíkt, því flestar þessar ljóðabækur eru eftir unglinga og menn á þroskaskeiði, og — þótt merkilegt sje, menn sem flestir eru í þann veginn að verða »mentaðir«. — Að gefa út kvæðabók slíka sem »Náttsólir« — og er hún hjer tekin sem dæmi, en eigi af því að hún sje stórum verri en sumar hinna, er i raun og veru verri siðferðisleg refsing, höf. til handa, en opinber hýðing, því það er bókstaflega andleg kross- festing fyrir hann og upprisuvonin engin. Síðan þeir gáfu út fyrstu Ijóð sín, Davíð frá Fagraskógi og Stefán frá Hvítadal, hafa þeir, sem eru ennþá yngri, orðið svo hrifnir af stefnu þeirra í ljóðagerð, er þeir hafa svo að segja hafið, að þeir hafa ekkert við sig ráðið en orkt í gríð, og ekki beðið með það, að láta þjóðina verða aðnjótandi hinna andvana fæddu stælingja sinna.Pessi Ijóðagerð er svo væmin og við- bjóðsleg »imitation«, og frainleiðs- an svo gífurleg af henni, að mað- ur fer að verða í nokkrum vafa um það, hvort það hafi borgað sig fyrir bókmentirnar íslensku, að þessi tvö góðu skáld og einkenni- legu komu fram á sjónarsviðið. Pað er að því komið, að maður verði að hugsa sem svo: Jeg vildi held- ur að við hefðum verið án Ijóða þeirra Siefáns og Davíðs og verið svo lausir við allan leirinn sem aðrir hafa verið að hnoða í þeirra SI O L F I R Ð I N G U R 70 mótum. Er líklegt að leirgerðarfýsn þessara manna hefði hvort sem er brotist út í annari mynd. Nú eru allir að prjedika sparnað, en það dettur engum í hug, að það muni vera óhóf á allra hæsta stigi — að minsta kosti andlega skoðað — að kaupa og lesa slík- ar bækur er áður voru nefndar. F*að er margt sem benda mætti á af því er þessar bækur hafa ilt í för með sjer, t. d. er það hin mesta ólyfjan fyrir börn og óþroskaða unglinga að iesa þær. Pað er mörg- um unglingnum svo farið að þeir fara kannske að reyna sig á að hnoða saman ámóta leir og þeir eru að lesa. Og áður en þeir vita af, eru heir alteknir af sýkinni. F*eir sjá að ekki þarf mikið til að jafnast á við þessi prentuðu ljóð, og hafa þá kannske líka gaman af að sjá hin aldlegu fóstur sín byrt- ast á prenti. Þeir glæpast á að setja sig á hinn andlega píslarbekk og ríma og skrúfa upp úr sjer sundurlausa ástarþanka fulla af ógurlégu uppgerðarþunglyndi og harmsprengjandi sálarkvalalýsingum og sjálfsmorðshugblæ á hverju Ijóði, Því þetta er mórallinn og efnið í ljóðagerð hins upprennandi skálda- kyns — fyrir utan og að ógleymd- um öllum stjörnunum og punktun- um og þankastrikunum, sem oft eru þó bestu kaflar kvæðanna, af því enginn getur kveðið að þeim. Og af því að Davíð glæptist á því að láta sína blóðþyrstu draumadís heita Abba-labba-lá, þá skapa hinir sjer álíka harmvaka til að espa og erta hina móðursjúku sál sína. Kalla þeir þær ýmsum nöfnum eins og andinn blæs þeim í brjóst t. d. Lydí og Sí-sí og Dú-dí og Spí-dí o. s. frv. Það er nú best að taka þessar Náttsólir er jeg nefndi áðan sem sýnishorn af þessum kveðskap, því hún er »typiskt« dæmi og ágæt til viðvörunar, — betri og heppilegri til þessa, en flest þau nýrri leir- smíðakver er jeg hefi sjeð. Höfund- ur Náttsóla heitir Ouðmundur Frí- mann — um faðernið veit jeg ekki, það er nú líka orðið móðins að leyna því; en skáldið lætur mynd sína fylgja bókinni; hefir honum þótt vissast að sýna þjóðinni' hvernig þeir eru í háralagi er svo yrkja. Mega þar nú allir sjá hvern- ig hin ungu leir-gení muni líta út. Er þetta, að því er sjeð verður, 16—17 ára drengur, óþroskaður, enda er uppskeran af skáldakri hans eftir því. Sjáanlegt er það á öllu, að drengur þessi hefir gaman af að yrkja, en yrkisefnin vantar hann, annað en ástaharmsvaðalinn, og er það efni ver en ekkert, Kvæði þessi eru ein óslitin hörmungarolla um ólánsfargan og ástir í meinum og heitrof og hug- arpíslir svo hryllilegar, að alt verð- ur rautt fyrir augum skáldsins; al- staðar sjer hann blóð, eitrað æsku- blóð og hjartablóð og lifrað blóð og yfir höfuð alskonar blóð nema skáldablóð — það sjest hvergi! Ekki má hann sjá sólarlag svo að ekki verði allur sjóndeildarhringur- inn töfrandi í blóði og kvöldroði og þessháttar fyrirbrigði verða að blóðlifrum og dauðablóði. — Hann er sannkallað blóðskáld. Pessu til sönnunar skulu tilfærð hjer nokkur dæmi: Fyrsta kvæðið í bókinni heitir nú t. d. Guðsblóð. Er það snoturt nafn og laglega á stað far- ið. Kvæðið er þó raunar um ást- iney eins og alt annað. Hún birt- ist höf. sem söngvari og »hún helti með því (líkl. söngnum) guðs- blóði í hjartað inn.« Hún vill þó eigi þýðast piltinn öðru vísi en bróður sinn, en þá verður hann ær: »því hljóp jeg beint í dauðan en steyptist þó á stein«, og verður að skilja það svo, að steinn sá hafi frelsað höf. frá sjálfs- morði. Svo fer hann að kvíða því að »síðar, ef einhverntíma rauða rós jeg finn, þá get jeg ekki grátið, ó, guð minn! því hún söng silfurharminn í hjartablóðið inn.« Jeg skal segja ykkur það, að þetta er andríkt og »silfurharmur- inn« sjest ekki á hverju strái. Næsta kvæði heitir Töfrar. Kveð- ur þar skáldið enn um mey »sem vantar viðkvæmt eðli | í voldugt hjartablóð«, en er þó »altaf sama yndið | með eld og töfrablóð.« Hann líkir henni ennfremur við bylgju »með blóði roðið traf.« Framh. S. Bj.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.