Siglfirðingur - 02.05.1924, Blaðsíða 1
GLFI
I. árg.
Siglufirði 2. maí 1924.
21. blað
Þingmannafrumvörpin.
51. Frumvarp til laga um lög-
gildning verslunarstaðar við Málm-
eyjasand (eða Málmeyjarsund) innan
Votabergs; flm. þingm. Skagfirð-
inga. — Hefur verið afgreitt sem
lög.
52. Frumvarp til laga um afnám
laga um einkasölu á tóbaki; flm.
Jakob Möller. — Hefur verið felt.
53. Frumvarp til laga um útgáfu
5. flokks bankavaxtabrjefa í veð-
deild Landsbankanns; flm. Jón
Kjartansson. — Frv. þetta er mjög
lík't lögunum frá 1913, um 4. flokk
veðdeildarinnar. Pó er þessurrt
flokki ekki ætlað að nema yfir 2l/2
miljón króna, (4. fl. 5 milj.) og er
ríkissjóði ætlað að leggja fram 2000
krónur á ári í fjögur ár. Úr'þess-
um flokki er einungis ætlast til að
lánað verði gegn veði í jarðeignum
og graslendum, alt að helmingi
virðingarverðs; Auk þess má þó
lána út á hús sem jörðu eða gras-
lendi fylgir, alt að einum þriðja
virðingarverðs. Auk venjulegrar
tryggingar er lántakendum ætlað
að vera í samábyrð (solidariskri)
um alt að 10°/0 af láni hvers ein-
staks. Lægsta lán er ætlast til að
verði 300 kr. en hæðsta lán 10
þúsund, og lánstíminn alt að 25 ár.
— Ætlast höf. til að frv. þetta
komi í staðinn fyrir búnaðarlána-
deiidarfrumvarpið hans Tryggva.
54. Frumvarp til laga um breyt-
ing á sveitastjórnarlögunum; fim.
Ingvar. — Um heimild hreppa til
að hafa reikningsár sín almanaks-
árið, og að flytja niðurjöfnun út-
svara fram yfir nýárið.
55. Frumvarp til laga um breyt-
ing á bæjarstjórnarlögum Hafnar-
fjarðar; flm. Jón Baldvinsson. —
Um að hlutfallskosningu skuli við-
hafa við nefndarkosningar, ef minst
3 fulltrúar krefjist.
59. Frumvarp til laga um breyt-
ing á lögum frá 1919, um skipun
barnakennara og launa þeirra; flm.
meiri hluti fjárveit.nefndar, — Um
að ljetta af ríkissjóði nokkrum
hiuta barnafræðslunnar, þannig, að
launaviðbætur eftir þjónustualdri og
dýrtíðaruppbótin, sem hvorttveggja
er nú greitt úr * ríkissjóði, skuli
framvegis greiðast af sömu aðylj-
um og launin, og í sömu hluíföll-
um.
57. Frumvarp til laga um heim-
ild fyrir ríkisstjórnina til þess að
ríkissjóður ábyrgist lán til botn-
vörpuskipskaupa í Hafnarfirði; flm.
sjávarútvegsnefnd n.d.
58. Frumvarp til laga um breyt-
ing á Iögum 1922, um breyting á
sveitarstjórnarlögunum; flm. P.Pórð-
arson. — Skýrari ákvæði um út-
syarsskyidu.
59. Frumvarp til laga um breyt-
ing á lögum um bann gegn botn-
vörpuveiðum; flm. Ottesen. — Um
að skipstjórar sem sekir verða um
brot á lögunum, skuli missa skip-
stjórarjett sinn í 1 ár við fyrsta
brot, í 2 ár við annað brot og
æfilangt við þriðja brot. — Breyt-
ing frá Hákoni að í stað 1 ár
komi 2 ár, og i stað 2 árf komi
4 ár.
60. Frumvarp til laga um að
innh. í gullkrónu.m sektir fyrir Iand-
helgisbrot; flm. Asg., Sigurjón og
Árni. — Hjer er átt við brot á
lögum nr. 5, 18 maí 1920 og á
lögum nr. 33. 19 júní 1922.
61. Frumvarp til laga um bygg-
ingaleyfi; frá alsherjarnefnd ed. —
Afarlangur lagabálkur sem ætlað er
að koma i stað núgildandi bygg-
ingarsamþykta og á að ná til allra
kaupstaða og sjáfarþorpa á íslandi
utan Rvíkur, sem hafa 500 íbúa
eða fleiri.
62. Frumvarp til laga um bráða-
byrgðaverðtoll á nokkrum vöruteg-
undum; frá íhaldsmönnum. — Hef-
ir verið afgreitt sem lög.
63. Frumvarp til Iaga um breyt-
i. O. G. T.
Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi
á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi
Hjálpræðisheisins. /
Nýir meðlimir velkomnir.
Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held-
ur íundi á hverjum sunnudegi kl. 3 á
sama stað.
ing á lögum um sýsluvegasjóði;
flutningsmenn Jörundur og Magn-
ús Torfason. — Um að í sýslu-
vegasjóð skuli árlega greiða vega-
skatt, er miðaður sje við samtölu
fasteignarhundraða innan hverrar
sýslu.
64. Frumvarp til laga um Lands-
banka Islands; flm, fjárhagsnefnd
ed. — Hjer eru sameinuð í eitt öll
eldri lög sem nú gilda fyrir bank-
ann. Auk þess er gert ráð fyrir, að
bankinn taki að sjer alla seðlaút-
gáfu landsins jafnóðum og hún
losnar frá íslandsbanka og kaupi
gullforða hans til tryggingar seðl-
unum; að yfirstjórn bankans verði
í höndum 5 manna fulltrúaráðs og
að bankinn verði gerður að hluta-
banka með 1 miljón kr. innskotsfje
ríkisins sem hlutafje og með heim-
ild til að auka hlutafjeð með opin-
beru útboði upp í 3 miljónir.
Lenínog starf hans.
Úr norsku blaði. .
Framh.
Ofstæki er venjulegast vottur um
laklegt gáfnafar, en auk þess bætt-
ist við hjá Lenín hið sjúklega nátt-
úrufar sjertrúarmannsins (Sekterer).
Sú kenning, sem h a n n aðhyltist,
skyldi tekin fram yfir alt annað.
En hann hafði líka lært mikið og
margt af Bakúnín landa sínum,
meðal annars það, að neita grund-
vallaratriðum hins almenna kosn-
ingarjettar. Sömuleiðis að neita því,
að hægt væri að bæta s m á m-