Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.05.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 09.05.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR «7 hann er í skapi svo skratti forn; hann reiðir mánann um höfuð hátt og hlær í myrkrið svo djöfuls flátt; en í hækinu bak við hann er flötum beinum fordæðan.« Ekki minka heldur blóðliírarnar og blóðkenningarnar við óráðið eins og ekki er við að búast. Það meira að segja >herpist saman hans hjartablóð« í æðum og einhver »þú« »sáldrar eitri í hans æsku- blóð.« Örlagadrykkjan á líka að vera ógnarháfleigt kvæði, en varð til guðslukku fyrir höfundinn ekki nema »brot« — einar tólf Ijóðlínur — ■ og var kappnóg! Þá finnur hann sig knúðan til að yrkja bæði um jóla- og nýársnótt eins og »hinir,« en ekki verður sagt að sú tegund Ijóðagerðar auðgist við kvæði höfundarins. Eina vísu er að finna í bókinni sem er laglega kveðin og er svona: »SóIin upp læðingnum lyftir ljómar ið gullna hlið, þokunnar rúmtjöldum riftir röðlana gyllir á snið.« En til allra óhamingju fyrir höf- undinn, var annað skáld á undan honum búið að finna upp þessa sniðgyllingu á náttúrunni. Pað mun nú flestum finnast nóg komið af svo góðu. Það þarf eng- inn að ætla að þessi sýnishorn sjeu valin af verri endanum eða af neinni illgirni til |_að kasta rýrð á skáldið — það er ekki gustuk frain yfir það er það gerir sjálft; — um það geta allir samfærst er nenna að lesa bókina og vilja eyða 4 krónum til þess að kaupa hana. það er nú orðinn álitlegur hóp- ur af leirskáidum sem hafa »pres- enterað« sig fyrir Islendingum alt frá Símoni — og hann er ekki þeirra verstur — og til þessa herr- ans árs. t*að væri laglegur bunki, ef allar leirljóða bækur væru komn- ar í einn haug, þær er vitlausastar hafa verið kveðnar á þessu tíma- bili er jeg nefndi áðan, og þó ekki yrði um þann bunka sagt að hann væri girnilegur til fróðleiks, þá væri nógu gaman að eiga hann til vitn- is um anðlegan þroska þjóðarinnar. það væri eins og dálítill skálda- Kleppur. það ætti að vera skylda blað^ og tímarita að geta þessara bóka til að vara alþýðu og ung- linga við að kaupa þær og lesa. Pó kannske eigi að þegja þær í hel, þá tel jeg hitt rjettara að vara fólk við þeim í tíma áður en marg- ir glæpast á að eyða fje til að kaupa þær og tíma til að lesa þær, því sennilega er hvorugu ver varið á annan hátt. S Bj. Lenín og starf hans. Úr norsku blaði. Niðurl. Eitt er einkennilegt við rúss- nesku stjórnarbyltinguna: Hún hef- ur engan Norðurálfusvip á sjer. F*að kemur fram bæði í orði og verki. Fæstir forustumenn hennar voru Norðurálfumenn. Reventlow greifi hefur í „Der Reichswart" sýnt fram á, að rúmlega 4|5 af hin- um helztu starfsmönnum Sovjet- stjórnarinnar voru Gyðingar. Allir hinir ,.miklu“ frumherjar voru líka Gyðingar nema Zenúr og Krasín og er nóg að nefna þá Bronstein- Trotzky, Rósenfeld-Kamenev, Ap- felbaum-Sínóvjef, Sóbelsóhn-Radek og Fínkelstein-Litvínóv. Kenning þeirra sver sig í ættina, því að Marx var líka Gyðingur. Retta hef- ur vafalaust haft sín áhrif á þróun Bolsjevismans, á hina fávíslegu árás hans á eignarjettinn, sem alla tíð hefur verið meginstoð og stytta þjóðfjelagsskipunar Norðurálfu og er rótgróinn í hugum og hjörtum Norðurálfumanna. Hin bjargfasta trú Bolsjevismans á »kerfið,« sem leiða á til frelsis, ber ótvíræðan Austurlandasvip og hefði slíkt al- drei getað komið nokkrum sönn- um Norðurálfumanni til hugar. Hann mun jafnan treysta meira á mátt sinn og megin en fyrirbænir Búddha og loddarabrögð Fakíranna. En einkum er hin taumlausa grimd Bolsjevikka við andstæðinga sína með öllu ólfk hugsunarhætti Norðurálfumanna. Rað var rödd Austmianda, sem talaði fyrir munn Leníns og það var tortímingarandi annarlega þjóðflokka, sem knúði Lenín og fylgismenn hans fram til áhlaups á þúsund ára þjóðmenn- ingu Vesturlanda. Pess vegna hlutu þeir líka að lúta í lægra haldi þegar til lengdar ljet. Regar Vestur-Evrópuþjóðirnar fengu tóm til uinhugsunar, þá kusu þær heldur sína eigin marg- Zinkkvíta Blíkvíta Fernis Purkefni Terpentína Blackfernis Paklakk Gólflakk Mublulakk Ahornlakk Slibelakk fæst hjá Friðb. Níelssyní. reyndu þjóðfjelagsskipun, en hið austræna »kerfi,« sem þeim stóð til boða og þess vegna er saga Leníns raunasaga í sjálfu sjer, enda var hún í raun og veru til þess kjörin. Ætlunarverk hans kom í bága við staðreyndir þær, sem felast í hlutunum sjálfum — við hlutarins eðli og það má mann- kynið vera þakklátt fyrir. . Hefði honum hepnast, þegar alt var á tjá og tundri, að ryðja byltingunni braut um meginpart Evrópu, þá hefði það getað kostað líf miljóna manna og þjáningar um tugi ára, þangað til heilbrigð skynsemi gæti aftur látið til sín taka. Nú er Lenín dauður, en vald það, sem hann háði lífsbaráttu sína við, stendur enn óhaggað, sem sje hin borgaralega þjóðfjel- agsskipun. Og á komandi öldum, þegar rússneska stjórnarbyltingin aðeins varpar blóðugum skugga á hin gulnuðu blöð mannkynsögunn- ar og þegar andi Leníns svífur yfir vötnunum eins og einhver máttlaus grýla á borð viðRobespierre eða Marat — þá mun þessi borg- aralega þjóðfjelagsskipun enn standa föstum fótum. Henni verður í raun og veru ekki haggað, því að hún byggist á frumgögnum sjálfrar til- verunnar. Alþingi var slitið í fyrradag.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.