Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.05.1924, Side 1

Siglfirðingur - 17.05.1924, Side 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 17. maí 1924. 23. blað Hvíta vorull kaupir afarháu verði verslun Sig. Kristjánssonar. Heima er best. Peir sem að komu í leikfimisal barnaskólans á Sunnudaginn, munu flestir hafa hugsað sem svo: »Heima er best« eftir að hafa skoðað þá muni er þar voru til sýnis. Það var unun að sjá hversu vel að allflest- ir munirnir voru gerðir, þó mátti sjá sem vonlegt er misjafnlega unnið; þvi þarna voru munir eftir 9 til 14 ára gömul börn. — Handa- vinnusýning þessi er ekki sú fyrsta sem sýnir okkur og sannar að við getum verið okkur meira nóg, og að margt smátt gerir eitt stórt; það eru margar smáar hendur sem hafa starfað að því að gera þessa dýr- mætu muni — dýrmæta — fyrir það, að þeir hafa þroskað skilning barn- anna á nitsemi iðjuseminnar. — Við skulum litilsháttar skoða okkur um í sýningarsalnuin; fyrst þegar við komum inn verður fyrir okkur skeifumyndað börð, þakið af ísaum- uðum dúkum, púðum, dreiglum (löber) og svuntum, og hekluðum blundum, milliverkum og fl., ennfr, prjónaðir sokkar, vetlingar, leppar o. fl. — Til vinstri handar á veggn- um hjengu smíðisgripir drengjanna og til hægri hjekk dráttlist meyja og sveina; — ennfremur stóð á háborði fyrir miðjuni sal, uppstilt ýmsum smíðuðuin munum, Nú höfum við í fljótu bragði sjeð hversu umhorfs var; skulum við því skoða munina nánar. — Rúmið leyfir okkur ekki að gagn- rýna hvern hlut, og förum við þ.ví fljótt yfir. — A skeifuendanum hægra megin sáum við prjónlesið, tók það yfir ca. 3 álna svæði af borðinu (sem að verið hefur um 30 álnir alls) er það því sorglega lítið sem að unnið var úr tóvinnu, þó voru munir þessir vel gerðir, og engir eftirbátar þeirra útsaum- uðu; og hefðu því átt að vera svo margir, að þeir hefðu fylt alt það svæði sem hinir tóku, en útsaum- urinn ekki meir en prjónlesið var, því að börnin þurfa fyrst að nema það sem að lífið þarfnast mest. — Það hefði verið óneitanlega betra ef að við hefðum átt kost á að sjá barna skó gerða og bætta, og eins slegið einföldum sólum undir skó; ennfr. heftar bækur. — Enn þettað sem að við sáum var svo gott, að við getum búist við meiru og betra síðar. Sjerlega voru það þrír munir sem vöktu athygli inína, er þetta skrifa. Fyrst: rammi er stóð á háborðinu og var eftir 14 ára ungllng, það var svo mikill hagleikur á honum að undrun sætti. — Annað: útsaumuð mynd »Móðurhjálp« eftir 10 ára Telpu; og þriðja: uppdregin myrid »Fær- eyingur« með jafnhliða strikum er öll höfðu sama halla og minduð- ust skuggarnir og andlitsfallið eftir því hve þjett og dökk strikin voru. — Mynd þessi var dregin af list, þótt ekki væri hún nema eftir 13 ára gamla Telpu. Að endingu vil jeg þakka kenn- urum skólans fyrir þann áhuga er þeir hafa sýnt við handavinnuna, og vona að það verði til að kenna okkur »að sjálfs er höndin holllust;« og að við sækjum það ekki til annara, er okkar eigin börn geta gert. Og þið börn: kappkostið að halda áfram í iðjuseminni, því vitið það, að á ykkar höndum byggist framtíð þessa lands — og mjór er mikils vísir. — Lví áfram í Herrans nafni. þökk fyrir unnið verk og sýninguna. Dýrfjö rð. ,Landnám.‘ Ress var getið hjer í blaðinu eigi als fyrir löngu, að stofnað hefði verið í Rvík nýbýlafjelag, með ofangreindu nafni. Forgöngumenn þessarar fjelags- stofnunar eru þeir Jón H. Porbergs- son bóndi á Bessastöðum, Pjetur Halldórsson bóksali og Sig. Sig- urðsson, forseti Búnaðarfjelagsins, og fara þeir í stefnuskránni svo- feldum orðnm um markmið fjelags þessa: »Vjer íslendingar stöndum á vegamótum. Verðum að velja um veg, sem annaðhvort hallar niður á við, og sem Ieiðir til armæðu og ósjálfstæðis, eða veg, sem er bratt- ur, erfiður og víða óruddur, en sem leiðir til sjálfstæðis og betri lífs- skilyrða fyrir hinar komandi kyn- slóðir. Vjer höfum til þessa dags aðeins hagnýtt oss lííið eitt af þeiin auð- æfum, sem fósturjörðin hefir ^ð bjóða til lands og sjávar, og vjer höfum of fátt gert, sem hefir var- anlegt gildi til þess að fæða og klæða óbornar kynslóðir. Nú eru peningamál vor að kom- ast i öngþveiti. Par af leiðir að fjölda manns vantar atvinnu. Vjer þurfum að læra að verða sem mest sjálfbjarga í bráð og lengd. Einn liðurinn í því að ná því takmarki er, að rækta og byggja landið. í meira en 1000 ár höfum vjer nú bygt þetta land. Árið 1703 voru býlin íalin 7537, en árið 1903 voru þau aðeins 6639. Árið 1920 eru

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.