Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.05.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 23.05.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐIN I. árg. Siglufirði 23. maí 1924. 24. blað Barnaskólinn og möðurmálið. Við skólauppsögn nú á fimtu- daginn, gladdi það mig stórlega að frú Guðrún Björnsdóttir benti á þá ágalla sem eru á íslenskuþekkingu barnanna í skólanum. Jeg hefi nú í 4 vetur kent íslensku í eldri bekkj- um skoíans og veit því nokkurn- veginn við hvílíka erfiðleika er hjer að stríðá. Það var alveg rjettilega tekið fram hjá frúnni, að þau börn, sem ekki eru hjer uppalin, taka bæj- arbörnunum langt fram um mál- vöndun alla og lestrarkunnáttu. Hún benti einnig á hve málspilling væri hjer á háu stigi einmitt þann tíma, er börnin hafa mesta útiveru á götum og síldarpöllum. En eftir minni reynslu á stærsti ágallinn, sem er hljóðringl hljóðstafanna (t. d. ekki gerður greinarmunur á i og e, u og ö) als ekki stærstu rót sína a'ð rekja til samlífs barnanna við götulýðinn, heldur hins, að lestrar- kenslan er í megnustu óreiðu áður en börnin koma í skólann. F>að er langt frá því að það sje nóg þó eitt barn romsi upp orðin reiprennandi og því síður rjett prófsaðferð við inntöku-lestrarpróf, að reyna leikni barnanna í engu öðru. Það felst meira en margur hyggur í því að »vera læs«. Pað er algjörlega rangt að dæma barn fluglæst, þótt það lesi nokkurnveginn viðstöðulaust, ef hvorki þekkir það þýðingu algengra lestrarmerkja nje heldur kann að skifta orðum í atkvæði eða gera skýra grein fyrir hljóði stafanna — með öðrum orðum kann ekkifram- burð málsins. Og svo ramlega eru þessar hljóðvillur inngreyptar í með- vitund barnanna, að þótt þau skrifi upp úr bók, gera þau ekki greinar- mun þessara stafa — þau þekkja Jarðarför Þorsteins Þorsteinssonar, er ákveðin laugardaginn 31. maí. Hefst með húskveðju á heimili hins Iátna, Vík í Fljótum, kl. 11 f. m. Ekkja og börn. ekki þessa stafi (i og e — ö og u) að. Og orsökin er eingöngu sú, að lestrarkennarinn gerir ekki sjálf- ur mun á þessum hljóðum, en als ekki — eða miklu síður — sú, að þessi hljóð læiist á götunni af út- Iendu fólki eða sunnlensku. En eigi verður því heldur neitað, að lýður þessi skilji eftir ljót fingraför hvao málþekkingu og íslensku vit barn- anna snertir. Þau áhrif koma fram í daglegu tali og ritmáli þeirra, bæði hvað einstök orð snertir, setningaskipun og niðurröðun orða í setningar. Og þótt þær villur séu þrálátar og illar viðfangs, er þó, ef vel stefnir, vinnandi vegur að út- rýma þeim; en eins ognúhorfirog hefir verið óbi eytt þau ár er eg hefi til þekkthjer, má telja hljóðvillurnar því nær ólæknandi. Jeg hefi heyrt það á mörgum, aðþeim þykii lestr- arframförin lítil eftir að böi nin koma í skóla, og demba þeirri sök allri á kennarana. F»að er auðvitað dæma- laus handhæg viöbára, og í raun og veru eðlileg hjá þeim er ekki vita betur, en ófyrirgefanleg hjá* hinum. Til mriðurmálskenslu er, í þessum skóla eins og öðrum, ætl- uð ein stund (50 mínútur) í senn hvern dag. Þessum stundum verð- ur kennarinn að skifta á viku hverri nokkurnveginn jafnt milli málæfinga og útskýringa og stílæfinga. Ef börn koma lítt eða illa læs í skól- ann og setjast þar í bekk um eða yfir þrjátíu saman og sé til þess ætl- ast að þau læri lestu.inn þar, þarf Hjartans þökk fyrir auð- sýnda samúð og hluttekn- ing við fráfall ogjarðarför Helgu sál. Jónsdóttur frá Baldri. Aðstanden durnir. kennarinn að skifta tímanum sem jafnast á milli »taka börnin upp« — helst öll í sömu stund og sjá þá allir hvað verðurúr lestrar- æfingum. Enda ætlast fræðslulögin ekkt til þess að eiginleg lestrarkensla fari fram í skólunum, af því lög- skyldað er að börnin komi læs í skólann. F>að er nóg til að kenna þeim viðvikjandi móðurmálinu, faótt lestrarkenslan falli niður í kenslu- stundunum. Jeg, eins og fleiri, er frú Guðrúnu þakklátur fyrir að bjóðast til að ljetta undir með skólanum í þessu vandræðamáli, þótt jeg á hinn bóg- inn geri ráð fyrir litlum — því mið- ur sárlitlum — árangri vegna þess hve tíminn er takmarkaður. En við- leitnin er jafn virðingarverð og þakkarverð fyrir því, og sýnir þó að minsta kosti það, að til er ein sál í þessum bæ, fyrir utan kenn- ara skólans, er sjer og skilur að hjerer við alvarlegt og örðugt við- fangsefni að fást. En núætlajegað stinga upp á ððru og vænti þess

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.