Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.05.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.05.1924, Blaðsíða 2
94 SIOLFIRÐINOUR að sú uppástunga mín verði tekin til greina og til atliugunar af liátt- virtri skólanefnd. f*essi tillaga mín er fólgin í því, að stofnuð verði öflug lestrarkensludeild við barna- skólann og til hennar fenginn hæf- ur iestrarkennari — lielst kennari vanur hljóðlestrarkenslu. — Og þangað væri skylt að færa börn frá 7—10 ára aldurs eða að minsta kosti þau börn, er á næsta vetri yrðu skólaskyld. Með þessu móti væri að mínu áliti ráðin besta bótin á þessum örðugu vandræðum. það er altítt hjer, að menn komi börnum sínum til lestrarkenslu, og ekkert við það að athuga, ef þeir kennar- ar eru færir um að kenna lestur. En fráleitt yrði foreldrum dyrara að borga með börnum sínuni kennslu- gjald til lestrardeildar Barnaskólans heldur en eitthvað annað. Og með því meiri gleði mundu allir foreldrar gera það, sem þeim væri þar trygð ábyggileg og góð lestrarkensla; því eins og fyr er sagt, er það mín bjargföst skoðun, bygð á reynslu, að góð lestrarkensla er langþýð- ingarmesta atriðió í móóurmáls- kenslunni — í raun og veru það sem alt veltur á. Pau sannast þar sem víðar oró Eysteins Liljuskálds.: »varðar mest til allra orða að undir- staðan rjett sje fundin.« Sig. Bj. Hjálparstöðin. Flestum bæjarbúum mun vera það kunnugt, aðjeg hefi að undanförnu verið á móti því, aö sett yrði upp mótorhjálparstöð til Ijósframleiðslu og hefi jeg áður gert grein fyr- ir ástæðunum. Pað mun því fáum koma á óvart þó jeg enn hreyfi andmælum, úr því verið er að vekja þennan draug upp í 3ja eða 4ja sinn. Við umræðurnar í gærkvöld bar miklu meira á meðmælendum hjálp- arstöðvarinnar, en með því mjer virtist sumt af meðmælum þeirra orka tvímælis, vil jeg leyfa mjer að benda bæjarbúum á það helsta, þeim til athugunar áður en til atkvæða- greiðslu verður gengið. Til að byrja með, voru aðal frum- mælendur málsins ekki betur sam- mála en það, að annar (H. Th.) sagði, að með því að nota Sand- foss-vjelina, kostaði hjálparstöðin ekki neitt. En hinn (S. A. Bl.) sagði, að af því þessi hjálparstöð væri ailverulegt fjárhagsmál, þá hefði raf- veitunefnd viljað bera málið undir borgarana. Svona ósamræmi spillir hverjum málstað, jafnve! þótt góður kunni að vera. Pá kem jeg að mestu fjarstæðunni í meðmælum frummælendanna, sem sje því, að núverandi stöð, og vænt- anleg mótorstöð g e t i u n n i ð saman án rafgeymis. þetta er hin mesta fjarstæða og furða, að borin skuli vera á borð fyrir fullvita kjósendur. Pað var sem sje rjetti- lega tekið fram í gærkvöldi, að af því að rafstraumur hefði að undan- förnu verið misnotaður hjer (notað meira en 26 kílówött) hefðu Ijósin oft verið daufari en þau ættu að vera, Nú er upplýst að ljósþörf bæj- arians sje 13 kílówött umfram þau 26 sem gamla slöðin framleiðir. Verði sett upp hjálparstöð, þá verður þessum 13 kílóvöttum bætt við Ijós- netið og þá þarf 39 kílówatta straum- magn til þess að fuli birta fáist af ljósunum. Ef gamla stöðin yrði látin ganga fyrir 39 kílóvatta Ijósnotkun, mundi straumspennan fallaniðurúr öllu va'.di og ljósin verða gjörsam- lega gagnslaus, jafnvel þó yfir fljót- andi vatn væri. Petta er svo auð- skilið að furðu gegnir að ágreining- ingur slculi vera um það. Pá er áætlun S. A B. um rekst- ur stöðvarinnar. Það fyrsta sem er að athuga við hana er, samkv. fram- ansögðu, það, að gera verður ráð fyr- ir að hjálparstöðin ein framleiði Ijós- in allan ljóstímann, ef ekki verður fenginn rafgeymir handa núverandi stöð til að safna í. Við það lengist notkunartími mótorsins um 800 tíma og útgjöldin hækka um 6400 krón- ur, eftir hans mælikvarða. Hina aðra kostnaðarliði treysti jeg mjer ekki til að hrekja að svo komnu, þó jeg sje alveg sannfærður um að Sandfoss-vjelin eyðir langt yfir 8 kr. á klst, í olíu og smurningu með núverandi verði. Formælendur voru sammála um að 45 kgw. niundu fullnægja Ijós- þörf bæjarins næstu 5 ár, og eng- inn mótmælti þvi, að nú væri Ijós- þörfin 39 kgw. Jeg ætla að ganga út frá því, að þetta sje rjett — enda þótt jeg telji víst að Ijósþörf- in muni aukast niiklu meira á næstu 5 árum — en þá má ekki áætla tekjur af meira en 39 kgw., að minsta kosti fyrsta árið, Lækka þá tekjurnar um 3000 krónur. Áætlun S. A. Bl. um rekstur nú verandi rafstöðvar með umræddri mótorhjálparstöð, sýnir þá með á- orðinni leiðrjettingu um 7500 kr. tap. Eru þá enn ótalin öll óviss útgjöld og oflátt reiknuð, sem reynslan mun syna að ekki verður nein smáupphæð. Vegna rúmleysis í blaðinu verða framangreindar athuganir að nægja að þessu sinni. Heppilegasta leiðin til að komast að niðurstöðu um hvað rjett sje að gjöra í þessu máli, álít jeg vera aó samþykkja til- lögu O, T. H. um kosningu 5 manna nefndar, sem ásamt rafveitu- nefnd rannsaki málið og leiti sjer fullnægjandi upplýsinga um kostn- að við rekstur og byggingu slíkrar stöðvar, og að álit þeirrar nefndar verði svo lagt fyrir borgarafund. Með því móti ætti að vera trygt, að ekki yrði rasað fyrir ráð fram, sem arrnars er hætt við að gjört kunni að veiða. Friðb. Níelsson. Innflutningsbannið. Þann 7. þ. m. var numiðúrgildi aðflutningsbann það, sem sett var 14. mars s. 1. og ný reglugerð gef- in út um aðflutningsbann á þessum vörum : a. Fiskmeti, nýtt, saltað, hert, reykt og niðursoðið. Kjötmeti og pylsur, nýtt, saltað, þurkað, reykt eða niðursoðið. Niðursoðnir, sylt- aðir og sykraðir ávextir. Ávaxta- mauk, hnelur, makrónudeig. — Kaffibrauð allskonar og kex, ann- að en matarkex. Lakkris, sítron, hunang, brjóstsykur, karamellur, konfekt, marsípan. Límonaði, sóda- vatn, óáfeng vín. Ilmvötn, hárvötn, hársmyrsl. Baðlif. Lifandi jurtir og blóm, tilbúin blóm, jólatré og jóla- trjesskraut. Tilbúin stofugögn og hlutar úr þeim. Loðskinn og fatn- aður úr þeim, skinntreyjur og skinn-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.