Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.06.1924, Page 1

Siglfirðingur - 06.06.1924, Page 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 6. júlí 1924. 25. blað Hvíta vorull kaupir hæðsta verði Verzl. „Hamborg“. Verzlanir Ríkisins. Laun starfsmannanna. Jarðarför Maríu sál. Hjartardóttir, er andaðist A sjúkra- húsinu á Akureyri aðfaranótt tnánud. 2. þ. m., fer fram, að öilu forfallalausu, þriðjudaginn 10. þ. m. og hefst með húskveðju frá Grundargötu 14 kl. 1 e. h. Sfglufirði 6. Júní 1924 Fore/drar og systkini. Björn Líndal, og tveir þingmenn aórir úr íhaldsflokknum, báru fram í neðri deild fyrirspurn til stjórnar- innar, um laun og starfsmenn í Landsverzlun og Áfengisverzlu rík- isins. Svaraði forsætisráðherra fyrir- spurninni hvað Áfengisvetzlunina snerti, en atvinnumálaráðherra gaf upplýsingar viðvíkjandi Landsverzl- un. Lru svörin eftirtektarverð. Launakjörin við Landsverzlun eru jiessi: Framkvæmdarstjóri (M.J. Kr.) hefir 1 þúsund kr. ámánuðieðal2 þúsund um árið og skrifstofustjór- inn (Hjeðinn Valdimarsson.) 850 kr. á mánuði eða 10.200 kr. um árið. Aðalbókhaldari hefur 700 og gjald- keri, aðstoðarbókhaldari og af- greiðslumaður tóbakssölunnar 600 lcr. á mánuði. Umsjónarmaður olíu- geymslu hefur 550 kr. á mánuði, 2 aðgreiðslumenn 525 og 420 kr. Brjefritari 375 kr., aðstoðarstúlka 275 kr. og sendisveinn 200 . kr. á rnánuði. Við Áfengisverslunina erforstjór- inn (Mogensen) með 15 þús. kr. árs- laun, skrifstofustjóri meó 7,436 kr. og gjaldkeri með 6 þús. kr. árslaun. l:inn skrifstofumaður hefir 7,200 kr. og annar 4,800 kr. og endurskoð- andi 2,400 kr.um árið. Við afgreiðslu i vörugeymsluhúsinu vinna 5 menn iiafa þrír þeirra 5,400 kr., en tveir Jjeirra 4,800 kr í árslaun. Tveimur •darfsmönnum nýlega vikið frá verzl- uninni, hafði annar 10 þús. kr. en ,'iinn 6 þús. kr. í árslaun. Ennfrem- ur þafa tvejr aðrir verið látnir fara fyrir skömmu, er höfðu 4,200 í árs- laun hvor. Aðrir nýir, hafa ekki ver- ið teknir í stað þessara 4 manna. Pannig var skýrslan. Og hún er alt annað en falleg. Pað sýnir sig, að launin við verzl- anir ríkisins eru í engu samræmi við launakjör þau, sem verzlunar- menn og skrifstofufólk fær við einkaverzlanir hjer á landi. Mundu t. d. margir afgreiðslumenn í búð hafa 7,200 kr. í árslaun, einsogaf- greiðslumaðurínn í tóbakssölunni, eða skrifstofumenn frá 7—8 þús. kr. um árið eins og ríkisverzlanirn- ar gjalda. Eða þá símritarar landsímans. Starf þeirra er ólíkt vandameira en t. d. afgreiðslu- og skrifstofumanna hjá ríkisverzlununum. Fað getur hver meðal skussi afgreitt nokkra kassa af víni eða tóbaksvörum, og hripaó upp reikning yfir þá, en það tekur sjerþekking að senda símskeyti En samræmið í laununum er það, að símritari með sína sjerþekkingu hefur helmingi minni laun heldur en óbreyttur afgreiðslumaður við víngeymsluna. Pakkhúsmenn olíugeymslunnar hafa hærri laun en prestar þjóð- kirkjunnar, bókari Landsverzlunar hærri laun en kennarar við hina æðri skóla, og annarsflokks skrif- stofumaður í Áfengisverzluninni hærri laun en hjeraðslæknir. Em- bættismennirnir hafa þó kostað sig í fleiri ár við dýrt nám, til þess að geta fullnægt kröfum þeim, sem em- bættið útheimtir, en hinir hafa lít- Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er á einhvern hátt heiðruðu útför mannsins okk- ar, föður og tengdaföður Por- steins Porsteinssonar Vík í Fljótum Guðlaug Baldvinsdóttir Anna Guðmundsdóttir Herdís Porsteinsdótti r Sveinn Porsteinsson I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. 3 á sama stað. inn eða engan undirbúning þurft að hafa til þess að vera hæfir í sínar stöður. Hvar er samræmið? Og yfirmenn ríkisverzlananna hafa eins há laun, eða jafnvel hærri, og æðstu stjórnendur ríkisins. Má vera að þeir sjeu þess maklegir, — en það kemur nokkuð kynlega fyrir sjónir að virða það öllu meira að selja vín og tóbak, en að stjórna hinu íslenska ríki. Og á því getur enginn vafi leikíð að starfsmannahaldið við verzlanir ríkisins er of mikið og dýrt — alt of dýrt! Par má að sjálfsögðu mikið spara. (,,íslendingur“.)

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.