Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.06.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 13.06.1924, Blaðsíða 1
I. árg. Siglufirði 13. júní 1924. 2ð. blað I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju sunnuudagskvöldi kl. 7,30 í Ieikfimishúsinu. Nýir nieðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjuui sunnudegi kl. 3 á sama stað. Kjöttollsmálið. Eitt af því fyrsta, seni nýja stjórn- in sýndi yfirburði sýna í, yfir gömlu stjórnina var kjöttollsmálið. Var hún ekki búin að sitja að völdum nema fáar vikur, þegar viðunanleg- ur samningur var fenginn þrátt fyr- ir það að aðstaðan til þess að kom- ast að hagkvæmum samningum var þá margfalt verri en fyrst eftir að tollhækkunin gekk í gildi. Gömlu stjórninni var helst fundið þaó til afsökunar fyrir aðgerðarleysi sínu í þessu máli, að Norðmenn ætluðu að nota kjöttollinn sem keyri á okk- ur til að gefa eftir á fiskiveiðalög- unum, eða nema þau úr gildi, og væri því ekki nerria um tvent að gera fyrir okkur: afnema fiskiveiða- iögin eða búa við háa tollinn. ' Auðvitað var þetta hin mesta fjar- síæða og aðeins borið fr. m til að breiða yfir getuleysi »samvinnu« stjórnarinnar í þessu mesta velferð- armáli sinna eigin flokksmanna. »Sglf.« leyfirsjer að birta hjergrein í ísl. þýðingu, sem merkur norðmað- ur skrifaði um málið í vetur, áður en nýja stjórnin tók við völdum. Hún sýnir, að Norðmenn hafa ekki alment verið fylgjandi tollhækkun- inni, en hún sýnir einnig bjálfa- skap framsóknarmanna í utariríkis- málum. Greinin er svona: »Herra ritstjóri! Eins og yður er kunnugt hef jeg um langt skeið gert hvað mjer hefur verið unt til þess aðgera sanrbandið nánara milli Noregs og íslands. Sú hefur verið min skoðun og jeg hygg allmargra af samlöndum mínum, að vjer verð- uin að gera eitthvað til þess að styðja þetta samband, og leiðin tii þess er að verslunarviðskiftin verði gerð sem hagkvæmust frá beggja málsaðila hálfu. Nú hagar þannig til, að undan- teknum sa'tfiskir.um, er kindakjöt aðalútflutningsvaran frá fslandi. Og þar sem megnið af saltkjötinu eða nálega alt fer til Noregs, þáertoll- stríð við ísland mjög varluigavert mál, sem getur orðið til mikils tjóns fyrir íslenska bændur, en það er vitanlega ekki tilætlun Norðmanna. En misfellan er sú, að gremjan yf- ir ofmiklum innflutningi af nýju kjöti og öðrum landbúnaðarafurð- um, einkum frá Danmörku, hefur einnig komió niður á íslenska salt- kjötinu. Megnið af norska kjötinu er selt nýtt, svo að því leyti getur salt- kjötsinnflutningur frá íslandi ekki gert skaða. Pess vegna er heldur ekki rjett að setja þá vörutegund í flokk með nýju uxakjöti frá Dan- mörku eða Svíþjóð. Fyrir skömmu var cif-verð á ís- Iensku saltkjöti kr. 1,18 kg. Á sama tíma kostaði nýtt kjöt frá Danmörku kr. 1,00 til kr. 120 kg. meðan toll- urinn var sá sami. Eðlilegra væri því að reikna verðtoll af íslenska saitkjötinu, og Jarðarför Sigurðar sál. Sveinssonar fer fram á morgun, laugardag, og hefst með húskveðju frá heimili hins látna Þormóðsgötu 5A kl. 1 siðdegis. Aðstandendur. ekki má líta svo einhliða á þetta mál, að vjer gjörum oss sjálfum skaða. Pví gæta verður að því að saltkjötsneyslan er mest hjá þeim, sem hafa lítil efni, ef kjötið fæst með hæfilegu verði. Það hefur ver- ið til þæginda fyrir mörg verkamanna heimili að geta þó bragðað saltkjöt einu sinni í viku, Til þessa verður að taka tillit. En nú er verðið orð- ið 3 kr. kg. í smásölu og er það altof dýrt. íslenska kindakjötið er aðallega dilkakjöt; vorlömbum slátrað um haustið. Petta kjöt er sjerstaktega ljúffengt, vegna þess hve fóðrið er kjarngott, sem lömbin fá á fjalla- löndum á sumrin, en er ekki að sama skapi drjúgt til manneldis. Þegar því hár tollur er kominn á það, fyrir utan önnur gjöld, verður það svo dýrt, að það borgar sig ekki að kaupa *það. Með öðrum orðum, saltkjötsinnflutningurinn frá íslandi verður útilokaður, en ekki til hagnaðar fyrir norska framleiðslu heldur fyrir danskan kjötinnflutning. Tollstríð við ísland er því til skaða fyrir einstaklingana, án þess norskur landbúnaður hafi nokkurn hag af þessu, er teljandi sje. Kjötinnflutningur frá íslandi til Ný verslun opnuð í dag í vetrarbraut nr. 7. GjöriÖ svo vel og' lítiÖ inn.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.